Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 12
Skálholtsstaður - Dómkirkja. Lýðháskóli. Arkítekt: Hörður Bjarnason. Arkítektar: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Manfreð Vilhjálmsson. íslendinga af síðari heimsstyrjöld, „stríðinu sem gerði synina ríka". Þjóðin, sem fram til þessa hafði tamið sér hófsemi, sparnað og hagsýni í daglegum háttum og einnig í hýbýlum sínum, stóð nú skyndilega með fullar hendur fjár; framboð atvinnu fór langt fram úr eftirspurn og erlent fjármagn streymdi inn í landið. Á stríðsárunum og hinum næstu á eftir var húsnæðisskortur óskapleg- ur og bráðnauðsynlegt byggingarefni, t.d. naglar og timbur, var nánast ófáanlegt, enda innflutn- ingur stopull á ófriðartímum. Margir sem búið }*öfðu við kröpp kjör, vissu nú vart aura sinna tal, enda hermang og brask daglegt brauð á fjölda heimila. Eins og leiða má af líkum varð hinn skjót- fengni og óvænti auður lítt til góðs í menningar- legu tilliti eins og brátt át-i eftir að koma í ljós. Nýrxkir stríðsgróðamenn tóiu að reisa sér skrauthýsi þar sem sýndarmennskan sat í fyrirrúmi og hvergi sparað í ytra prjáli. önnur afleiðing stríðsins og hrópandi andstæða bessa voru svo nkamparnir", braggahverfm ömurlegu, sem margt efnaminna fólk varð að gera sér að góðu sökum þess að skárra húsnæði stóð því ekki til boða. ( Eftir á að hyggja: Hvers vegna er ekkert sýnishorn slíkra íbúðarbragga í Árbæjarsafni eða öðrum byggðaminjasöfnum? Er það ekki hlutverk slíkra stofnana að gefa sem raunsannasta og fyllsta mynd af húsakosti genginna kynslóða, fátæklegum jafnt sem ríkmannlegum, eða eiga. þær aðeins að vera skraut til að sýna erlendum ferða- mönnum? Braggarnir, þótt ljótir séu, voru óhrekj- anlega hluti af byggðaþróun íslands engu síður en flest þau hús sem nú prýða slík söfn. Fyrst Þjóð- © verjar hika ekki við að sýna erlendum ferðamönn- um fangelsi og hryllilegar pyndingabúðir nazista ættu Islendingar kinnroðalaust að geta sýnt gest- um sínum dæmi um þessar frumstæðu vistarverur. Þessari hugmynd er hér komið á framfæri. ) Segja má að tildurstízka áranna eftir stríð hafi ráðið ríkjum út allan 6. áratuginn, en í upp bafi hins 7. tóku ferskir straumar og nýjar hug- myndir að berast hingað með kynslóð ungra arkí- tekta sem hingað komu til starfa að loknu námi erlendis og leystu smám saman af hólmi hina gömlu boðbera nytjagildisstefnunnar. Þessi „nýja kyn- slóð" hefur' látið talsvert að sér kveða undanfar- in ár og er margt hið besta í íslenskri „nútíma- byggingarlist" frá henni komið eins og ég hef leitazt við að sýn með beim myndum sem hér birt- ast. Sem dæmi um nýjungar 7. áratugar má nefna flöt þök ( sem þó höfðu sézt hér áður ), aukna áherzlu á lága byggð einnar hæðar einbýlis- og raöhúsa í stað tvílyftra tví- og þríbýlishúsa, nánari tengsl íbúðarhúsa við lóð og umhverfi, nýstárlega efnis- og litanotkun auk nýrra hug- mynda um skipulag íbúðasvæða þar sem meiri áhersl var lögð á útivistar og leiksvæði og aðskilnað gangandi fólks og bílaumferðar. Margar þessara hugmynda áttu rætur að rekja til erlendra fyrirmynda; sumar þeirra voru sóttar til hins alþjóðlega módernisma, en aðrar voru sprottnar af svonefndum brútalisma sem var að nokkru leyti afbrigði módernismahs ( Le Corbus- ier ). Svonefndar hrásteypubyggingar, þar sem lögð er áhersla á að láta efnisform steinsteyp- unnar njóta sín jafnt innan dyra sem utan í stað þess að hylja hana með klæðningu, eru reistar í

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.