Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 17
Ég ætla að ljúka þessari grein á nokkrum
orðum um hið misskilda hugtak „þjóðleg byggingar-
list".
Þær meginkröfur, sem gerðar eru til húsa,
eru í grófum dráttum þrenns konar: Þau verða að
full nægja tæknilegum kröfum, vera svo vel og
sterklega úr garði gerð að þau standist álag
vatns og vinda; þau verða að fullnægja félagsleg-
um og skipulagslegum kröfum svo að þau geti gegnt
hlutverki sínu sem „nauðsynlegasta tæki mannkyns-
ins"; loks verða þau að standast listrænar og
fagurfræðilegar kröfur - og þeim þætti vilja menn
oft gleyma.
Eigi bygging að kallast góður_arkítektúr
verður hún að standast allar þessar kröfur. -
Það er hlutverk arkítekta að bræða alla þessa
þætti saman og mynda úr þeim samfellda og rök-
rétta heild sem við síðan köllum hús, Ef á hinn
bóginn húsið fullnægir aðeins tæknilegu og skipu-
lagslegu skilyrðunum, en ekki hinum fagurfræði-
legu ( sem því miður er of algengt ) getur það
ekki talist arkítektúr. Hið sama á við ef það
stenzt aðeins fagurfræðilega og skipulagslega,
en ekki tæknilega.
Arkítektúr er kominn undir samtvinnun
þessara og raunar ótal annarra þátta; vanti einn
þeirra verður byggingin völt, hljómurinn veill,
tónninn falskur.
En hvað er þá „þjóðlegur" arkítektúr? Er
hann hið sama og góður arkxtektúr - eða er hann
kannski eitthvað annað? Það að byggingarlist sé
nefnd „þjóðleg", felur í sér að hún skeri sig
með einhverjum hætti úr byggingarlist ‘annarra
þjóða, - hún sé ekki alþjóðleg. En í hverju
gæti slík sérstaða verið fólgin?
Þjóðir heims búa við ólík náttúruskilyrði,
efnahags- og atvinnugrundvöllur þeirra er mis-
jafn, menning þeirra frábrugðin. Allt þetta hefur
sín áhrif á húsagerð.
Víkjum nú að þeim þrem ólíku þáttum sem ég
minntist á áðan. Það er augljóst að hús, sem er
reist í regnskógi hitabeltisins, þarf að full-
nægja öðrum tæknilegum og skipulagslegum skil-
yrðum en hús sem gert er á íslandi. Fyrr á öldum
byggðu Islendingar úr torfi og grjóti vegna þess
að önnur efnisvo sem timbur og leir, voru ekki
tiltæk og þjóðina skorti verkmenntun og fjármagn
til þess að unnt væri að byggja úr steini.
íslenzki torfbærinn var aðlögun að þessum erfiðu
skilyrðum, hann var viðleitni fátkrar þjóðar til
lausnar hinum tæknulegu og félagslegu þáttum
byggingarlistar. Annað dæmi eru bárujárnsklæddu
timburhúsin; þau voru aðlögun skandinavískrar
timburbyggingarhefðar að íslenzku stað háttum, -
íslenzk byggingarlist.
En getur þá fagurfræðilegt eðli byggingar-
listar verið af þjóðlegum rótum runnið?
Þjóðir eiga sér ólíka menningu og ólíka
listhefð, sprottna af rótum mislangrar þróunar.
íslenzku torfhúsin stóðust og standast enn í dag
þær fagurfræðilegu kröfur sem umhverfi þeirra,
- náttúra landsins,- og þjóðin sjálf heimtuðú af
þeim. Þau féllu einkar vel inn £ ísllenzkt lands-
lag og spilltu hvergi jafnvægi þess. Listin að
hlaða torfvegg var að sönnu fágað handverk kunn-
áttumanna sem þróaðist og gekk í arf frá kynslóð
til kynslóðar. Það, sem þó var athyglisverðast
af öllu: - Fallegu vegghleðslurnar voru ekki
ætlaðar til skrauts, heldur tæknileg nauðsyn, og
ra
Heilsugæzlustöð á Höfn í Hornafirði.
Arkítekt: Jón Haraldsson.
o