Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 18

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 18
grasi grónu þekjurnar, sem svo vel féllu að nátt- úru landsins, voru svo vegna þess að önnur endingarbetri þakklæðning var ekki fáanleg- Af þessu má ljóst vera að til að hús geti kallazt „þjóðleg" byggingarlist þurfa þau öðru fremur að vera góð byggingarlist, - fullnægja þeim skilyrðum sem ég nefndi í upphafi. Torfbygg- ingarnar vor á sínum tíma góð og sönn byggingar- list því að þjóðin átti ekki kost á neinu betra. í þeim má finna sambland af tækni og fegurð , kunnáttu og Xistfengi. Nágrannar vorir, Finnar, þykja fremstir þjóða á sviði arkítektúrs, - hvergi í heiminum er húsagerðarlist talin standa á hærra stigi. En finnskur arkítektúr er ekki heimsfrægur fyrir þá sök eina að hann sé finnskur, heldur umfram allt vegna þess að hann er mjög góður, - vegna þess hversu vel hann stenzt þær kröfur, sem til hans eru gerðar, og hversu vel hann fellur að stað háttum landsins og sérkennum þjóðarinnar. Margir standa í þeirri trú að þjóðleg xs- lenzk nútímabyggingalist hljóti að vera í því einu fólgin að reisa steinsteypta burstabæi eða gotneskar dómkirkjur með stuðlabergsskreytingum. Þessi misskilningur á öðru fremur rætur sínar að rekja til ákveðinna verka Guðjóns heitins Samúelssonar fyrrum húsameistara ríkisins og til- rauna hans til að skapa séríslenzk einkenni á verkum sínum sem nær öll báru þó mjög „klassísk- ah" svip. Eins og ég vék að í fyrri greininni var Guðjón að mörgu leyti hæfileikámaður sem leyst mörg verka sinna vel af hendi - sem dæmi má nefna Sundhöll Reykjavíkur, Gömlu mjólkurstöðina við Snorrabraut, Lauganeskirkju og Reykholtsskóla í Borgarfirði. En ýmsir mikilsráðandi stjórnmála-. leiðtogar ætluðust til þess af húsameistaranum, sem honum reyndist um megn - að hann legði með verkum sínum grunn að nýrri byggingarhefð sem sam ræmdist kröfum tímans er bæri þó það sem kalla mætti „séríslenzkt yfirbragð". Lausn Guðjóns reyndist í því fólgin að leita á náðir bursta- stíls (sjá fyrri grein) sem átti rætur sínar að rekja til ritgerðar sr. Guðlaugs Sveinssonar prófasts í Vatnsfirði í tímariti Lærdómslista- félagsins árið 1791 og setti svip sinn á marga betri sveitabæi á 19. öld. Þessi stílgerð var ungt fyrirbrigði í hinni aldagömlu torfbyggingar- hefð landsins og því að mörgu leyti vafasamt að telja hana á einhvern hátt einkennandi fyrir Is- land þar sem burstabyggingar (raðir húsa með bröttu risi sem snúa stöfnum fram) má mjög víða finna í gömlum norskum,' þýzkum og hollenzkum verzlunarborgum, og mætti ætla að fyrirmyndin að íslenzka burstabænum kunni að einhverju leyti að vera sótt í slíkar götumyndir þó að það hafi ekki verið rannsakað nánar. Einbýlishús og apótek á Dalvík - 1966. Arkítekt: Jón Haraldsson. o

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.