Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 21

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 21
um voru tilbúnar. En vegna fákunnáttu landsmanna varð að Xáta samsetningu fara fram erlendis. Ein vika myndi þvi líða þangað til ég gæti farið í meðferð. En þegar vikan var hálfnuð fann ég að mér var ekki setlað að lifa hana út. Tregur í huga ákvað ég að eyða þessum síðustu dögum ævi minnar við lystisemdir þessa heims. Þannig var að ein af hjúkrunarkonuunum hafði vakið sérstakan áhuga minn sökum föngulegs útlits og fannst mér sem áhuginn væri gagnkvæmur. Taldi ég hana á að koma með mér upp i sveit í nokkra daga þar sem við gætum hömlulaust gefið okkur á vald ástríðnanna. Stefnen var tekin á öræfin. Þar fundum við okkur einn af þessum sælureirum sem hvergi finnast nema hér á Próni. Á aðra hönd skartaði bláhvít jökulhettan sínu fegursta og á hina æddi rauðglóandi hraunkvikan fram. Áttum við þar margar unaðsstundir saman. En að morgni sunnu- dags var ég mjög máttfarinn og ég fann að stundin var að nálgast, lífsþróttur minn fjaraði óðum út. Nákvæmlega klukkan þrjú þann dag slokknaði á lífs- kerti mínu. Vart hafði andi minn yfirgef'ið líkam- ann þegar fram spruttu herskarar herskarar hvit- klæddra lækna sönglandi "Gloria, gloria". Fyrir þeim fór landlæknir og í annari hendi hélt hann á litlu tæki en í hinni glasi með gulleitum vökva. Þegar hjúkrunarkonan varð vör við mannaferðir þá leit hún út úr tjaldinu. Ávarpaði þá landlæknir hana og sagði: "Kona, vísaðu okkur til meistar- ans". "Þér komið of seint", svaraði hín og opnaði tjaldið betur. Sá þá landlæknir hvar líkamsleifar mínar lágu. Sneri hann sér þá að læknahópnúm hryggur í bragði og sagði: "Hann er ekki lengur í tölu lifenda. En hann dó ekki til einskis því hans vegna komum við til með að lifa". Þannig var nú vitrunin í aðalatriðum. En var mark takandi á henni og hvemig átti þá að túlka hana? Eftir gaumgæfilega líugun komst ég að þeirri niðurstöðu að mér væri ætlað það hlutverk að fóma mér fyrir þjóð mína svo hún mætti sækja fram til betra lífs og setja þannig fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Að lokum vil ég enn einu sinni þakka þér herra ritstjóri fyrir að birta þessa grein mína. Er það einlæg von mín að hún verði til þess að opna augu lesenda tímaritsins fyrir göfugum mál- stað okkar. íslandi alltí Koppur Kormáks. (.OÖKl ^ÓR.FVR.ÍK>SSO SJ 6-M.) o

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.