Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 24

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 24
„KERFIÐ HÉR ER AÐ MIKLU LEYTI STAÐNAÐ99 OLAFUR GUÐMUNDSSON ALDURSFORSETI TEKINN TALI. Nú eít þú líklega aldursforseti nemenda, þennan vetur. Hvert er viöhorf þitt til nem- enda og skólayfirvalda? -Viðhorf mitt til nemenda og skólayfir- valda er ákaflega pósitíft. Ég álít að þetta sé gott fólk á báðum stöðum sem ekkert þarf að setja út á. Auðvitað eru til hvítir hrafnar í svartri hjörð, en þeir auka bara á litadýrð- ina'-og fjölbreytileikann. En hvað finnst þér um viðhorf kennara til nemenda og félagslífsins í skólanum? -Nú í sambandi við félagslífið og kennara- na, þá þarf ekki að hafa um það mörg orð: þeir gera nákvæmlega ekki neitt, það eru örfáir sem koma á böllin og þá aðallega til að fylgjast með að nemendur hagi sér skikkanlega. Hins vegar má segja það að námið og félags- lífið keppast oft á um hylli nemenda, eða öllu heldur tíma og þá sérstaklega hjá þeim sem eru "aktífir" í félagslífinu. NÚ er það sem kalla má "félagslíf" vafa- Xaust einn af stærstu þáttunum sem efla þann þroska er einstaklingurinn öðlast á þessum ár- um æfi sinnar, og þeir sem leggja einhverja rækt við félagslífið í sínum skóla, sýna oft áberandi meiri félagsþroska en annað fólk. En oft fer þátttaka í félagslífi og góður árangur í námi illa saman vegna þess tíma sem félags- lífið tekur. Hvernig er best hægt að samræma námið og félagslífið? Á að hygla embættis- mönnum meira varðandi tímasókn eða hefur þú einhverjar hugmyndir um úrbætur? -Frí frá námi og úrlausnir varðandi tíma- sókn hafa lítið að segja. Það myndi aðeins o þýða að alls kyns letingjar sæju sér greiða leið að sleppa billega við skólasóknareinkunn- ina. Það þarf að finna einhVerja aðra leið til þess að samræma þetta tvennt, og í augnablik- inu kem ég ekki auga á neina slíka leið, nema þá að embættismenn hagræði og dreifi sinu starfi betur, og auka breidd nemenda í starf- inu, hvernig svo sem farið skal að því. Hvað finnst þér að betur mætti fara í sambandi við félagslífið? Finnst þér, e.t.v. að mætti bæta þetta form sem er á því, þ.e. Skólafélagið og Framtíðin? -Félagslífið hérna gæti verið mjög blóm- legt þrátt fyrir að við búum við slæman húsa- kost, það eru alvarleg merki stöönunar, þegar farið er að afsaka allt með því að húsa- kosturinn sé of slæmur. Vissulega er ekki hægt að halda eins stóra fundi og við viljum og vinnuaðstaða til að undirbúa félagslífið er ákaflega bágborin, en aðalvandamálið er það að nemendur virðast ekki vera áhugasamir um félagslífið, það má kannski segja að ca.lS% nemenda séu virkir og álíka stór hópur svona fylgist með, sem sagt meirihluti nemenda veit sama sem ekki neitt um neitt nema böllin, sem ég tel ekki til félagsstarfsins nema að óveru- legu leyti.-Og svo finnst mér að mætti virkja 3. bekkinga betur. Þeir koma hér í skólann að hausti, vitandi nákvæmlega ekkert hvað er að gerast og um hvað félagslífið snýst. Eldri bekkingar líta óþarflega mikið niður á þá og treysta þeim varla fyrir nokkrum hlut og af- leiðingin er sú að þeir einangrast. Finnst þér þá að mætti efla meira kynning

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.