Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 25

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 25
arstarfsemina fyrir þá á haustin, jafnvel fara í bekki og lesa þeim pistilinn? -Aö mínu mati eru kynningarfundirnir sem haldnir eru á haustin niðrí Casae, alger vitleysa. Mér sýnist þaö miklu vænlegra til árangurs aö fara með 2 eöa 3 bekki í einu í einhverja stofuna í Casae og rabba viö þá þar, hafa þetta í formi eins konar rabbfundar, með stuttum inngangserindum og leyfa þeim þvínæst aö spyrja frekar. Þannig mætti strax finna efnilegustu mennina og virkja þá síðan í ein- hverju, t.d. með því að láta þá sjá um frekara kynningarstarf í 3. bekk. Finnst þér þessu kerfi sem viö höfum hér á félagslífinu, í einhverju ábótavant? Mætti t.d. ekki breyta einhverju í uppbyggingu Skólafélagsins? -Það má alltaf ræöa fram og aftur um breytingar. Ég hallast alltaf meira og meira aö þeirri skoöun aö sífelldar lagabreytingar og formbreytingar hafi ekkert gildi. Það á bara aö setja einföld lög sem grunn eða ramma og síðan er það embættismannanna að sjá um að þetta gangi fyrir sig eins vel og hægt er. A hinn bóginn má segja það aö kerfið hérna er aö miklu leyti staðnað. Sem dæmi má taka deilur sem áttu sér staö í fyrra á milli Fram- txðarinnar og Skólafélagsins eöa öllu heldur L.M.F. nefndar, um það hvort L.M.F. nefnd hefði rétt til þess aö halda málfund, eöa opið kynningarkvöld fyrir sig sem yrði með málfundarsniði. Framtíðarmenn töldu sig hafa einkarétt á málfundum og málið var leyst á þann hátt að haldinn var skólafundur meö L.M.F. nefnd. Þessi þrákelkni og fastheldni á lagabókstaf er af hinu illa og öllum til trafala og nauðsyn er á meiri sveigjanleika. Það má ekki veita einum eða neinum einkaleyfi á einhverjum hlutum félagsstarfseminnar. En svo að við snúxim okkur að Skólablaðinu. Finnst þér ekki kominn tími til aö breyta ein- hverju í sambandi viö yfirbragð þess? -Síöan ég byrjaði hér í skólanum hefur fjöldi tölublaða mjög fækkað á hverjum vetri. Þaö má aö öllum líkindum rekja til þess að útgáfukostnaöur blaðs í svona stóru broti hefur hækkaö gífurlega á sama tíma og hlutfall hlutar Skólablaðsins í skólagjöldum hefur lækkað. Mér fyndist þaö vel koma til greina aö minnka brot blaðsins, þaö mætti kannski gefa út eitt telublaö á vetri í þessu stóra broti og svo fleiri í minna broti,-A4 t.d. Þar mætti hafa færri og styttri greinar en hafa tölublaðs- fjöldann meiri. Miðað við núverandi áhuga nemenda, þá er öruggt að grundvöllur Skóla- blaösins í þessu formi er ákaflega veikur. Mig langar til þess að spyrja þig-um álit þitt á öörum embættismönnum? -Inspector hefur staðið sig vel, og lítiö sem ekkert út á hans störf að setja. Að mínu áliti er hann meö betri inspectorum sem Við höfum haft í langan tíma. Hann hlaut ágætis start í upphafi, þegar hann átti vísan mjög sterkan andstöðuhóp, skipaðan mönnum sem voru nánast reiðubúnir að gera hvað sem var til þess að gera honum lífið leitt og held ég að það hafi eflt hann til dáða, enda viðurkenna þessir sömu menn núna að hann hefur staðið sig vel.-Nú, ritarinn hefur einnig staöiö sig með ágætum. Hann hefur komið út mðrgum tbl. af Skólatíðindum, og man ég ekki eftir ritara hér sem hefur komið þeim fleirum út. Og þessi'^hugmynd þeirra aö festa þau upp á veggi er mjög góö og mætti vel athuga það form að setja bara þrjú-fjögur eintök í hvern bekk og festa þau svo einnig upp á veggi. Það er óþarfi að prenta eitt eintak á hvern mann, það eru alls ekki allir sem lesa þetta og því síður halda þessu til haga. Varðandi gjaldkerann og fjár- mál Skólafélagsins, þá hef ég ekki neina sérstaka reynslu af því, en mér virðist Marinó hafa staöiö sig vel. -NÚ ert þú búinn aö starfa sem fulltrúi nemenda í Skólastjórn í vetur. Hvaö vilt þú segja um reynslu þína af þessu embætti? Hefur þú eitthvað aö segja um meðstjórnendur þína? -Þetta starf er ekki tiltakanlega erfitt, þaö þarf einungis örlitla kænsku, gefa eftir á réttum tíma. En á hínn bóginn er það þannig aö það hefur lítiö reynt á þaö. Þaö er sama sem ekki neitt sem hefur komiö frá nemendum. Margir nemendur í yngri bekkj- unum virðast ekki hafa hugmynd um að Skóla- stjórn er til.. Allir þeir sem hafa rætt við mig og samstarfsmenn mína hafa þekkt okkur fyrir. Þetta er stærsti vánkánturinn á þessu öllu, nemendur hafa ekki hugmynd um hvaö Skólastjórn gerir og hvaö hún í raun og veru getur gert. Það er kannski rétt að ég útskýri svona í stuttu máli hvað Skólastjórn er. -1 Skólastjórn sitja fimm menn, rektor, tveir kennarar og tveir nemendur. Skólastjórn er æðsta stjórn þessa skóla og þar eru tekin til meðferðar öll mál sem varða skólann, fyrir utan daglegan rekstur og fjármál, og veröa allir að hlíta þeim úrskurði sem þar fæst, hverjir sem eiga í hlut að máli, nem- endur eöa rektor. Skólastjórnarfulltrúar nemenda eiga að hafa það góða yfirsýn aö þeir eiga aö geta ráðlagt nemendum, varðandi nær öll mál er snerta samskipti nemenda og skólayfirvalda. Það er mun skynsamlegra aö leita til skólastjórnarfulltrúa meö ýmis mál heldur en aö fara beint til Guðna, vegna þess aö því miöur er hætt við aö þar nái nemendur ekki fram ýtrasta rétti sínum. Hlut- verk Skólastjórnar er líka öörum þræði að færa kvartanir nemenda og umfjöllun um bær. yfir á ákveðinn afmarkaöan tíma.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.