Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 33
I | irðfíflið dansaði á borðinu sem stóð fyrir
framan konunginn. Hirðfíflið var dvergvaxið, rauð-
hært og með kryppu á bakinu. Konungurinn $ar aftur
á móti hár og grannur, dökkhærður og í alla staði
mátti sjá á honum að hann gegndi ábyrgðarmiklu
starfi. Hirðfiflið hafði nú verið í umsjá konungs
í þrjú löng ár og hafði aldrei fengið umbun starfa
síns. Hirðfíflið hataði konunginn eins mikið og
mennirnir hata hvem annan en óttaðist hann jafn-
framt því konungurinn var voldugur og gat með
einni handahreyfingu látið taka hirðfíflið af lífi
en hírðfíflið óttaðist dauða sinn næst konunginum.
Konungurinn horfði á hirðfíflið dansa og
hugsaði um óþægindi þessara veru í lífshlaupinu.
Konungurinn vissi einnig að dóttir sín fann til
með þessum aumingja og því hafði konungurinn
veigrað sér við að leysa hirðfíflið undan byrði
sinni. Honum fannst umhyggja dóttur sinnar fyrir
hinni ómennsku veru vera orðin of mikil og jaðra
við ást vegna samúðar hennar með fíflinu.
Dóttir konungsins hafði alltaf líkað vel við
og kennt í brjósti um hirðfíflið en nú þegar hún
þekkti hann betur en nokkur önnur manneskja dáði
hún hann vegna baráttu hans við lífið og hve vel
hann tók á móti öllu mótlæti.
Hirðfiflið fann vaxandi andúð konungs á sér
vegna dóttur hans. Hann gerði sér grein fyrir því
að þeir myndu berjast um hana þó ekki mep vopnum
heldur með sálarstyrk einum saman. Hirðfiflið
vissi einnig að ef hann mundi tapa þessari bar-
áttu mundi hann ekki heyja fleiri og þyrfti ekki
að kemba hærurnar, þökkk væri konungi.
Konungur vissi hvað hirðfíflið hugsaði og
þeir gerðu sér báðir fullljóst að tíminn hafði
runnið upp. Baráttan var hafin og úrslit hennar
voru eins óviss og hægt var.
Hirðfíflið dansaði hraðar og hraðar og hrað-
ar, yfirburðir hans voru á sviði danslistarinnar.
Ef honum yrði hrósað hefði hann unnið. Ef ekki
yrði hann líflátinn. Hirðin tók að veita hirðfífl-
inii athygli og konungur hóf sína baráttu gegn
skyndilegum áhuga hirðarinnar á dansi hirðfíflsins
Hann barðist ekki riddaralega heldur notaði hann
ósanngjörn fólskubrögð til að klekkja á hirðfífl-
inu. Konungurinn gaf hirðinni skipun um að ganga
til herbergja sinna.
Æðasláttur hirðfíflsins dundi fyrir eyrum
hans og heyrði hann því ekki er hirðin bað konung
um að hifcðfiflinu að dansa áfram því hirðfíflið
hefði aldrei dansað svo vel áður. Hirðfíflið
hafði unnið baráttuna og þarmeð líf sitt og vin-
áttu dóttur konungs. En hirðfíflið heyrði ekki
stakt orð af því sem sagt var. Hann vissi þvi ekki
þegar konungur bauð hirðinni að sitja sem fastast
og fylgjast með dansinum. Hann dansaði því áfram
sífellt hraðar og hraðar þar til hann féll niður
af borðinu sem notað hafði verið undir dans hans.
öll hirðin horfði á dvergvaxna líkamann sem
oltið hafði niður á gólfið. Loks hljóp dóttir kon-
úngsins að þessu skrípi og féll á knén við hlið
hans. Konungurinn var illur vegna ósigurs síns en
hafði þó ekki óskað þess að bætt yrði við byrði
verunnar sem lá á gólfinu því næg var hún fyrir.
Dóttir konungsins stóð upp og horfði yfir hirðina
sem stóð á öndinni eftir að heyra hvort ekki væri
allt í lagi með dansarann. "Hann er dáinn". Rann-
sókn leiddi í ljós að hjarta litlú verunnar hafði
ekki þolað álagið og gefist upp. Hann vann stríðið
en tapaði orrustunni vegna hjartagalla sem hann
hlaut í vöggugjöf.
Miriam Ztatim.
smflSRSR :
DÓNS-
MESSU-
NfETUR-
DRBUM-
URÍNN.