Skólablaðið - 01.02.1990, Síða 35
ur plánetunni, sem er yfirleitt ekki nákvæmlega á sól-
braut. Breiddarskekkjan er misjöfn eftir plánetum.
Sumar plánetur fara allt að átta gráður út fyrir sól-
braut en mest verður skekkjan hjá plútó, þ.e. heilar
sautján gráður.
II. Jarðarmiðja eða staðarmiðja. Ómögulegt er að ákvarða
tíma eða rúm nema í afstöðu við einhvern gefinn
punkt. í stjörnuspeki er aðallega rætt um þrjá slíka
punkta, sólarmiðju (heliocentrism), jarðarmiðju (geoc-
entrism) og staðarmiðju (topocentrism).
Venjulega er miðað við jarðarmiðju þegar staðsetning
plánetna er reiknuð. Sumir vilja þó meina að staðar-
miðja, þ.e.a.s. nákvæm staðsetning á yfirborði jarðar,
gefi réttari upplýsingar. Þetta skiptir þó ekki megin-
máli þar sem flestar plánetur eru í of mikilli fjarlægð
frá jörðu til þess að mismunurinn milli jarðarmiðju og
staðarmiðju skipti máli. Tunglið er hins vegar tiltölu-
lega skammt frá jörðu. Þegar tunglið nálgast sjóndeild-
arhringinn stefnir skekkjan á u.þ.b. eina gráðu (sjá
mynd 7). Þessi gráða getur skipt töluverðu máli hvað
varðar afstöðu tunglsins við aðrar plánetur, sérstaklega
ef um margfaldað kort er að ræða en þá stækkar skekkj-
an í hlutfalli við þá tölu sem margfaldað er með. Þetta
vandamál kemur einnig fram í skiptingu dægurhrings-
ins. Til eru fjölmörg húsakerfi sem ýmist byggjast á
jarðarmiðju, staðarmiðju eða jafnvel einhverjum öðr-
um viðmiðunarpunkti.
IV. Upphafspunktur. Annað vandamál sem varðar viðmið-
un er spurningin um upphafspunkt, sem er samkvæmt
hefð annars vegar 0°hrútur á sólbraut og hins vegar
rísanda-ásinn á dægurhringnum. í náttúrunni hefur
ekkrt upphaf eða endi, a.m.k. ekki enn. Hins vegar er
nauðsynlegt að hafa eitthvað til viðmiðunar, t.d. 1. jan-
úar sem er byrjun ársins, miðnætti sem upphafspunkt
sólarhringsins o.s.frv. 0° hrútur er vorjafndægrar-
punkturinn, skurðpunktur miðbaugs og sólbrautar.
Rísandi er skurðpunktur sólbrautar og sjóndeildar-
hringsins í austri. Eins og sjá má eru þetta mjög heppi-
legir viðmiðunarpunktar. Þó koma margir aðrir til
greina, t.d. haustjafndægrapunkturinn á sólbraut og
miðhiminn á dægurhring. En alltaf er best að hafa staðl-
aða upphafspunkta og liggur því þá beinast við að nota
hina hefðbundnu. En þetta er ekki vandamálið. (sjá
mynd 8)
Aðalvandamálið er að sumir stjörnuspekingar hneigj-
ast til að byggja fræðilegan grunvöll á upphafspunkt-
um. Það er mjög leiðinleg villa og bendir til algers hugs-
unarleysis. Tökum margfölduð stjörnukort sem dæmi:
Þegar talað er um margfaldað kort þá er átt við stjörnu-
kort þar sem aðeins pláneturnar hafa verið margfaldað-
ar með einhverri heilli pósitífri tölu út frá 0° hrút. Sól-
braut helst kyrr. Eins, og jafnvel betra, er að hugsa sér
að deilt sé í sólbraut með tölunni og fáum við þá ákveð-
ið marga jafnstóra parta. Athugum að plánetur haldast
kyrrar. Partarnir eru lagðir hver ofan á annan þannig
að þeir virðast vera einn partur. Uphafspunktur hvers
parts leggst ofan á 0° hrút. Það sameiginlega með öllum
þeim punktum sem falla ofan í hver annan er talan sem
var deilt með. Ef tvær plánetur hafa sameiginlegan
punkt þá lenda þær í samstöðu (0° afstaða) í viðkom-
andi margfölduðu korti. Nú er teygt á pörtunum í nei-
kvæða hringlaga stefnu þar til endapunktarnir ná sam-
an og þá höfum við hið „margfaldaða kort“. Þessu korti
er síðan aftur skipt í tólf stjörnumerki. Sumum stjörnu-
spekingum hættir til að túlka plánetur í slíkum kortum
eftir staðsetningu. Þeir ímynda sér að stjörnukort í
margfölduðu korti sé hið sama og hið eiginlega stjör-
numerki í grunnkortinu. Þrjátíu gráðu svæði í margföl-
duðu korti er samansafn af fáeinum gráðum sem fmna
má með jöfnu millibili í grunnkortinu. Hrútsmerkið í
H3 er til dæmis samansett af 0-10° hrúti, 0-10° ljóni og
0-10° bogmanni á grunnkorti, þ.e.a.s. fyrstu tíu gráður
hvers eldmerkis (stjörnumerki eru á hefðbundin hátt
flokkuð í fjögur frumöfl: eld, jörð, loft og vatn). Þetta
má sýna á stærðfræðilegu formi með mengi: Hrúts-
merkið (0-30°) í
H3 = {xeR|0+p 12 0°<x< 10+p 12 0°}. Þetta er
þó breytilegt eftir upphafspunkti. Setjum við t.d. upp-
hafspunkt í 0° krabba þá væri hrútsmerkið í H3 sam-
setning af fyrstu tíu gráðum hvers loftmerkis. Afstöður
haldast hins vegar óbreyttar. Þær breytast í hlutfalli
breytingu á plánetum og eru því óháðar upphafspunkti.
Hér höfum við einungis fengist við H3. Með hærri tölu
fjölgar bilunum og þau verða minni. Því verður æ erfið-
ara að skilja sameiginlega merkingu þeirra. Eins og er
höfum við engar reglur til að styðjast við en með þolin-
mæði og markvissum rannsóknum eigum við örugglega
eftir að öðlast meiri skilning. Að lokum munum við,
með hjálp bylgjukenningarinnar, skilja breytinguna
sem verður þegar pláneta fer frá einni gráðu til annarr-
ar.
V. Húsakerfi. Vandamál við skiptingu dægurhringsins
eru of mörg til að fjallað verði um þau til hlítar í þessu
greinarkorni og læt ég því upptalningu nægja.
1. Hvernig eigum við að skipta honum?
a) Eftir sólbraut? (dæmi: Equal house, Porophyry.)
b) Eftir tíma? (dæmi: Alcabitus, Placidus, Koch.)
c) Eftir rúmi? (dæmi: Campanus, Regimontanus.)
2. Hversu mörg hús?
3. Eru ásarnir AC-DC og MC-IC húsaskil?
4.Stærð húsa:
a) Mega hús verða óendanlega lítil? (Þetta kemur fyrir
hjá sumum húsakerfum í norðlægum breiddum.)
b) Mega hús ná yfir fleiri en eitt stjörnumerki?
Enn hefur ekki fundist það húsakerfi sem leysir öll þessi
vandamál. Það er því ekki skrýtið að sumir stjörnuspeking-
ar taki ekki mark á húsum. Svo eru sumir sem segja að
ekkrt eitt húsakerfi sé rétt og mismunandi húsakerfi henti
mismunandi stöðum og hlutverkum. Sem sæmi má nefna
hið nýlega staðarmiðjukerfi (topocentric house system),
sem virðist henta betur til spádóma en önnur. (sjá mynd 9)
Stjörnuspeki er á svipuðu reiki í dag og aðrar vísindagrein-
ar voru á 19. öld. Á síðustu áratugum hefur hún orðið fyr-
ir allmiklum breytingum. Ýmsar nýjar kenningar hafa
bæst við hefðbundin heim hennar og leitt til nýrra túlkun-
araðferða. Gallinn er aðeins sá að sumar þessar kenningar
fela í sér mótsögn hver við aðra eða við hefðbundnar kenn-
ingar. Allt of margir líta fram hjá þessari staðreynd, velja
af handahófi hvað sem þeim hentar hverju sinni sama
hversu mótsagnakennt það má virðast og sama hversu illa
það samræmist þeirra eigin hugmyndum um alheiminn.
Mun vísindalegra væri að taka fyrir hverja kenningu, prófa
hana og pæla í henni þar til einhver rökrétt niðurstaða
er fengin. Meðan við höfum engan grundvöll til að styðj-
ast við verðum við einfaldlega að treysta á það sem vísinda-
menn 19. aldar notuðu, almenna skynsemi. Með hjálp
hennar getum við ef til vill komist að því sem upp á vant-
ar til að gera stjörnuspeki að viðurkenndri vísindagrein.
Páll Sigurðsson
Heimildir:
Jhon M. Addey, Harmonics in Astrology, L.N. Fowler,
London, 1976.
Michel Gauquelin.Written in the stars, Aquarian Press,
Wellintonborough,1988.
Reinhold Ebertin, The Combination of Stellar Influences,
Ebertin-Verlag, Aalen, 1940. David Hamblin, Harmonic
Charts, Aquarian Press, L.N. Fowler, London, 1977.
Dona Marie Lorenz,Tools of Astrology: Houses, bls. 1-7,
Eomega Grove Press, Topanga, California, 1973.
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófí
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!