SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 4
4 5. júní 2011
D
anskur sjónþjálfari
sem væntanlegur er
til landsins heldur
því fram að í lang-
flestum tilfellum séu gleraugu
óþörf og hægt sé að laga sjón
með því að þjálfa augun með
markvissum æfingum.
Forvitni
Einhverjum kann að koma þetta
spánskt fyrir sjónir og skyldi
engan undra því umræða um
slíka þjálfun hefur ekki farið
hátt, að minnsta kosti ekki hér
heima. Þegar sjónin versnar fá
menn sér gleraugu eða linsur og
hugleiða málið sjaldnast frekar.
Þrír forvitnir Íslendingar
heyrðu af umræddum manni,
dr. Leo Angart, fyrir nokkrum
misserum, kynntu sér þau fræði
sem hann hefur stundað árum
saman og í fyrra kom Angart til
landsins og hélt námskeið á
þeirra vegum.
Birgir Jóhannsson, einn þre-
menninganna, segir Angart hafa
fengist við sjónþjálfun í 17 ár og
segir hann einmitt hafa náð að
laga mikla nærsýni hjá sjálfum
sér með nokkurra vikna æfing-
um á sínum tíma. Þannig hafi
ævintýrið byrjað.
Birgir tekur skýrt fram í sam-
tali við blaðamann að ekki sé
um gróðastarfsemi að ræða hjá
Íslendingunum þótt vissulega
kosti að taka þátt í námskeiði
hjá dr. Angart, en hann gefi
vinnu sína hér á landi og þeir
sem standi að komu hans vinni
einnig kauplaust og eigi engra
hagsmuna að gæta.
Birgir er rekstrarverkfræð-
ingur, Hafsteinn G. Haf-
steinsson er MA í átakastjórnun
en hefur mikið unnið við aug-
lýsingar og kvikmyndir og Guð-
mundur J. Haraldsson er leik-
stjóri.
Kvikmyndagerðin sameinaði
þá raunverulega í þessu verkefni
því Birgir, Hafsteinn og Guð-
mundur vinna nú að gerð heim-
ildarmyndar um sjónþjálfun
Danans og það sem hann hefur
upp úr krafsinu fyrir Íslands-
ferðina séu myndbrot sem þeir
taki upp á námskeiðinu og hann
fái að nota á heimasíðu sinni.
Umhverfið hefur áhrif
„Eftir að Gummi, sem er 48 ára,
fékk einkenni aldursfjærsýni
heyrði hann af dr. Angart og við
urðum strax mjög forvitnir. Við
komumst í samband við hann
og höfðum áhuga á að fá hann
hingað en þá kom í ljós að hann
var bókaður í heilt ár.“
Þeir tóku sig þá til og lásu í
staðinn allt sem þeir komust yfir
um þann danska og aðra sem
hafa stundað þessa
þjálfun.
„Seinna hafði Ang-
art svo samband við
okkur þegar ein vika
losnaði og við fengum
hann hingað í
nóvember í
fyrra.“
Þre-
menning-
arnir vilja
fyrst og
fremst vekja
athygli á þessu
fyrirbæri sem sjónþjálfun er því
að þeir trúa á hana. Birgir segir
hins vegar vel skiljanlegt ef al-
menningur efist um gildi sjón-
þjálfunarinnar og sjálfur hafi
hann haft ákveðnar efasemdir á
sínum tíma. Dr. Angart hafi hins
vegar sannfært hann.
Eins og í ræktinni
Birgir segir að tæp 80% þeirra
sem tóku þátt í námskeiðinu í
fyrra og gerðu sjónæfingarnar
hafi náð að losa sig við gleraugu.
Sumir hafi einungis gert æfingar
í skamman tíma, fundið mun á
sér en ekki náð umtalsverðum
árangri. Æfingarnar virki því vel
en séu þær ekki gerðar náist að
sjálfsögðu ekki árangur.
„Þetta er eins og að fara í
ræktina,“ segir hann. „Það er
ekki nóg að kaupa sér kort! Þeir
sem æfa vel ná árangri en ekki
hinir.“
Birgir segir 98% allra barna
vera með fullkomna sjón um
fimm ára aldur. Eftir áratug í
skóla sé hins vegar fjórðungur
þeirra kominn með gleraugu,
skv. evrópskri tölfræði, flest
vegna nærsýni. Með þessu er
hann ekki að segja að óhollt sé
að vera í skóla (!) „heldur að í
raun er það umhverfið sem hef-
ur mest áhrif á sjónina. Ég get
nefnt sem dæmi að árið 1985
þekktist ekki nærsýni á Græn-
landi, þá var skólaganga lengd
þar og upp úr því fór að bera á
nærsýni hjá krökkum þótt full-
orðna fólkið sæi vel eftir sem
áður, bæði stutt eða langt.“
Einhæfni er slæm
Það sem er óhollt, segir
Birgir, er sem sagt ein-
hæfnin. „Það er ekki til-
viljun að mun fleiri
skólamenn og
skrifstofufólk
eru með
gleraugu
heldur en
jóga-
kenn-
arar,
bændur
eða
menn í byggingavinnu.“ Hinir
fyrrnefndu rýni mikið á sama
stað allan vinnudaginn, sér-
staklega þeir sem sitja mikið við
tölvu, en sjón hinna flökti mun
meira um. Þeir horfi bæði stutt
og langt.
„Fullkomin, náttúruleg sjón
er innbyggð í líkamann en þegar
hún versnar er hægt að snúa
ferlinu. Málið snýst um að þjálfa
vöðvana í kringum augun því
með tímanum slappast þeir eins
og aðrir vöðvar líkamans. Sjón-
þjálfunin snýr því ferli við.“
Í hjólastól
Birgir líkir þessu við að maður
sem sæti allan daginn og kvart-
aði undan því að fæturnir yrðu
slappir yrði settur í hjólastól.
„Hann kæmist um allt en vöðv-
arnir í fótunum myndu ekki
styrkjast.“
Þjálfun vöðvanna í kringum
augun lúti sömu lögmálum og
annars staðar í líkamanum. Þá
þurfi að hreyfa til að halda þeim
í þjálfun.
Birgir heldur því fram að ef
þeir sem nota gleraugu yrðu
spurðir hvort sjónin hefði lagast
eftir það yrði aðeins um tvö svör
að ræða; annaðhvort hefði sjón-
in staðið í stað eða versnað. Hún
batni aldrei.
Tvær ástæður eru fyrir því að
augunum hrakar, að sögn Birgis.
Annars vegar stress því það hef-
ur áhrif á taugakerfið og þar
með augun eins og önnur líffæri
og hins vegar vondar sjón-
venjur.
Birgir segist ekki geta sagt til
um hvers vegna sjónþjálfun sé
ekki útbreiddari en raun ber
vitni. Hún sé reyndar þekkt víða
en ekki megi búast við að augn-
læknar, sjóntækjafræðingar og
gleraugnasalar taki henni fagn-
andi. Hafi hann þó alls engan
áhuga á að deila við þá. „Þeir
læra allir sömu fræði og fara eft-
ir þeim. En gaman yrði í fram-
tíðinni að sjá þá kynna sér sjón-
þjálfun og snúa sér að fyrir-
byggjandi aðgerðum.“
Það er spurning hvort maður
fer að æfa. Best að sjá til.
Betur sjá augu en gleraugu
Danski sjónþjálfarinn Leo Angart heldur því fram að
hægt sé að laga sjónina með æfingum
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Dr Leo
Angart