SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 6

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 6
6 5. júní 2011 Mladic var 49 ára ofursti í júgóslavneska hernum þegar stríðið á Balkanskaganum braust út. Hann leiddi júgóslavneska herinn í Krajinu (Suður-Króatía) þar sem Serbar lýstu yfir sjálfstæði frá Kró- atíu. Hann varði sjálfstæði Krajinu og var hækkaður upp í herfor- ingjatign. Þegar Bosníustríðið braust út umkringdi hann höfuðborg- ina Sarajevo og hóf fjögurra ára umsátur. Allir birgðaflutningar til borgarinnar voru stöðvaðir og sprengjum var látið rigna yfir hana. Umsátrið um Sarajevo er það lengsta í nútímahernaðarsögu. Það hafði skelfileg áhrif á borgarbúa og flestum Vesturlandabúum eru í fersku minni myndir af sundursprengdum líkum saklausra borgara frá þessum tíma. En það var tilviljankennt hvar sprengjurnar lentu, hvort það var á markaðstorginu eða fótboltavelli þar sem krakkar voru að leika sér. Árið 1993 höfðu Sameinuðu þjóðirnar búið til örugg svæði innan Bosníu sem voru vernduð af hermönnum á þeirra vegum. Þeirra á meðal var Srebrenica sem var varið af 400 manna hollensku herliði. Serbarnir takmörkuðu svo birgðaflutninga inn á svæðið að fólk var farið að deyja úr hungri þegar sveitir þeirra yfir- tóku svæðið með vopnavaldi árið 1995. Hollensku hermennirnir hörfuðu og gáfust síðan upp án þess að skjóta einu skoti á serb- nesku hermennina, aðeins viðvörunarskotum hafði verið hleypt af. Hollenskar flugvélar sprengdu þó nokkra serbneska skriðdreka áð- ur en gefist var upp. Um 40.000 múslímar voru á svæðinu og voru flestir þeirra hraktir á brott, en um 8.000 múslímskir karlmenn voru teknir úr hópnum og aflífaðir, líklegast var skipunin gefin af Mladic. Tilviljanakennt hvar sprengjurnar lentu Ratko Mladic, herforinginn sem er talinn hafa fyrirskipað fjöldamorð. AP Sérfræðingur í vettvangsrannsóknum í bækistöðvum rannsóknarmanna í bænum Tuzla í Bosníu skoðar poka með líkamsleifum fólks sem lést í fjöldamorðum serbneskra öryggissveita í borginni Srebrenica í júní 1995. Reuters É g fór sjö sinnum til Balkanlandanna meðan á stríðunum þar stóð. Fyrst sem blaðamaður en síðast flutti ég tölvur og prentara til niðurbrennds háskólans í Mostar í Bosníu. Hið skelfilega stríð hafði skorið Mostar í tvennt um það leyti og þar var barist í hverri götu. Kaffihúsum var breytt í virki, verslunum í vopnabúr og háskólinn og bókasafnið urðu skotmark sem var sprengt og brennt til grunna. Þessi þrjú stríð sem brutust út þarna á tíunda áratugnum voru áfall fyrir Evrópu sem hafði haft frið innan sinna landa- mæra allt frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar. (Í raun voru stríðin níu og oft flokkuð saman í eitt stríð því öll voru þau tengd og áttu sér öll stað á Balkanskaganum frá 1991 - 2001) Fyrst var barist í Slóveníu þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði, en það var stutt og kostaði fáa lífið. Síðan réðust Serbar að Króötum þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði. Ég man að þá var mikið talað um að í Bosníu yrði samt friðsælt, þar gæti stríð ekki brotist út. Þar væru Serbar, Króatar og múslímar svo nátengdir og ynnu svo vel saman að ekki væri mögulegt að upp úr syði. En það var svo sannarlega mögulegt. Króat- íustríðið var blóðugt og mannfall mikið, en verst átti það eftir að verða í Bosníu. Þjóðernisbylgja Júgóslavía (nafnið merkir land Suður-Slava) varð sjálfstætt ríki eftir fyrri heimsstyrjöldina, en ríkið samanstóð af Serbum (sem flestir eru meðlimir grísk-kaþólsku kirkjunnar), Króöt- um (kaþólskir) og Bosníu-múslímum. Friður var á meðal þeirra fram að seinni heimsstyrj- öldinni en í henni braust út borgarastríð þar sem Króatar fylgdu Þjóðverjum en Serbar bandamönnum. Andspyrnuforinginn Tito sameinaði þjóðarbrotin í lok stríðsins og friður hélst fram að andláti hans árið 1980. En eftir það byrjuðu fljótlega gömul sár að opnast á ný. Eftir fall múrsins fór allt í bál og brand. Slobod- an Milosevic varð forsætisráðherra Júgóslavíu að hluta til með því að spila á þjóðerniskennd Serba. Þegar Slóvenía sagði sig úr ríkja- sambandi Júgóslavíu árið 1991 urðu átökin lítil því Milosevic sá Króatíu og Bosníu fyrir sér sem aðalvandamálið. Þegar Króatía sagði sig úr ríkjasambandinu sama ár urðu mjög harðir bardagar í Suður- og Austur-Króatíu þar sem Serbar bjuggu og Milosevic vildi ekki láta Kró- ata ráða yfir þeim svæðum. Serbar voru sigur- sælir í fyrri hluta stríðsins enda hernaðarlegir yfirburðir þeirra nokkrir. En árið 1995 voru Króatar orðnir betur vopnum búnir og náðu Suður- og Austur-Króatíu aftur á sitt vald með leiftursókn. 1992 lýsti síðan Bosnía yfir sjálf- stæði en minnihluti Serba gerði strax vopnaða uppreisn gegn ákvörðun meirihlutans. Fyrst börðust Serbar gegn sameinuðum Króötum og múslímum en síðan braust út ófriður milli Kró- ata og múslíma og þá börðust allir þar gegn öll- um. Fyrir okkur blaðamennina sem fórum þangað reglulega var það mjög sorglegt að sjá þetta þróast svona á versta veg. Þjóðarbrotin voru svo samofin og tengd að það var sama við hvern maður talaði eða hvaða þjóðarbroti hann tilheyrði, hann hafði átt vin eða kærustu sem var af hinu þjóðarbrotinu. Í Bosníu, sérstaklega í höfuðborginni Sarajevo, var stór hluti þjóð- arinnar með fjölskyldur sem voru byggðar af öllum þjóðarbrotum. Þær fóru verst út úr þessu þegar hatrið byrjaði að flæða um og fólk fór að níðast hvert á öðru. Bosníu-Serbar höfðu betur framan af, enda studdir af forsætisráðherra Júgóslavíu. Fremstir í flokki Bosníu-Serba voru yfirherforinginn Ratko Mladic og stjórnmála- foringinn Radovan Karadzic. Öll þjóðarbrotin urðu uppvís að stríðsglæpum en verst voru þau sem Karadzic og Mladic frömdu. Karadzic varð illræmdur af umsátrinu um Sarajevo. Illvirki Mladic náðu hápunkti með fjöldamorðunum í Srebrenica. Þar lét Mladic taka um 8000 músl- ímska karlmenn af lífi. Skipulögð fjöldamorð af þessari stærðargráðu höfðu ekki verið framin í Evrópu síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Allir þrír, Milosevic, Karadzic og Mladic voru eftirlýstir af stríðsglæpadómstólnum í Haag og var Milosevic tekinn fastur og sendur þangað árið 2001. Hann dó í varðhaldi árið 2006. Ka- radzic var handtekinn árið 2008 og sendur til Haag og nú loksins var Mladic handtekinn og hefur verið sendur til stríðsglæpadómstólsins. Þegar Bosn- íu fór aftur að blæða Balkanskaginn hefur verið átaka- svæði þjóðarbrota í árþúsundir Bosnísk múslimakona grætur við nýtekna gröf ættingja sem var myrtur í Srebrenica. ReutersVikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Fjölmiðlar voru frekar hallir undir málstað múslíma og Króata í gegnum stríðið. Þarna urðu til margar af skærustu blaða- mannastjörnum fram- tíðarinnar eins og Christiana Amanpour hjá CNN. Blaðamenn upplifðu sig í mikilli hættu í þessu stríði þar sem um tíma gerðu Serbar þá að löglegum skotmörk- um. Blaðamennirnir vissu ekki hvað beið þeirra í seinni stríð- um, eins og í Afgan- istan. Blaða- mennskan í Bosníu

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.