SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Side 8
8 5. júní 2011
Lyfjanotkun og bellibrögð hafa
einkennt hjólreiðaíþróttina um
nokkurt skeið. Aðrar íþrótta-
greinar hafa ekki farið varhluta
af lyfjahneykslum, en hjólreið-
arnar skera sig úr. Í þeirri grein
var Lance Armstrong þó lengi sér
á parti. Hann barðist hetjulega
við krabbamein og sigraði í
þokkabót oftar í Tour de France
en nokkur annar. Allt í kringum
hann hröpuðu stjörnurnar, en
aldrei hefur hann fallið á lyfja-
prófi – að minnsta kosti ekki svo
sannað sé þótt nú hafi marg-
víslegar ásakanir komið fram.
Fyrrverandi félagi hans, Tyler
Hamilton, gekk svo langt í sam-
tali við fréttaskýringaþáttinn 60
mínútur á sjónvarpsstöðinni CBS
að segja að hann hefði séð Arms-
trong taka ýmis lyf.
„Tour de Fraud“ stóð í fyr-
irsögn í New York Daily News þar
sem fjallað var um að nú væri
þessi fyrirmynd sökuð um að
hafa brotið allar reglur, sem til
væru um drengilega keppni. Þrír
menn, sem voru með Armstrong í
liði og áttu þátt í sigrum hans
hafa nú játað að hafa haft rangt
við og spyr blaðið hvernig Arms-
trong ætli að halda verðlaunum
sínum, jafnvel þótt hann hafi eins
og hann segi aldrei svindlað.
Fyrirmynd sökuð um að hafa brotið allar reglur
Tyler Hamilton (t.v.) og Lance Armstrong þjóta áfram í hjólreiðakeppni
árið 2000. Hamilton segir nú að Armstrong hafi kerfisbundið svindlað.
Reuters
U
m árabil hafa menn velt því fyrir sér
hvernig hjólreiðamaðurinn Lance
Armstrong hafi farið að því að ná slík-
um yfirburðum í íþrótt sinni. Sú um-
ræða hefur tekið á sig nýja mynd eftir að fyrrver-
andi liðsfélagi hans, Tyler Hamilton, kom fram í
sjónvarpsþættinum 60 mínútum og sagði að greint
hefði verið að hann hefði tekið lyf til að bæta
frammistöðu sína fyrir hjólreiðakeppnina í Sviss
árið 2001, en niðurstöðunni verið sópað undir
teppið og Alþjóðahjólreiðasambandið, ICU, fengið
ávísanir, fyrst upp á 25 þúsund dollara og síðar 100
þúsund dollara, fyrir það. ICU neitar því að eitt-
hvert endurgjald hafi verið fyrir framlögin.
Hamilton sagði enn fremur að Armstrong hefði
svindlað kerfisbundið þegar hann vann sjö Tour de
France titla í röð á árunum 1999 til 2005. Að hans
sögn útvegaði Armstrong félögum sínum ólögleg
lyf, sýndi þeim hvernig átti að nota þau, notaði
óskráða farsíma og dulnefnið Edgar Allan Poe til að
panta lyfið EPO (eryþropoietín) og lét fljúga með
Hamilton til Spánar þar sem honum var tekið blóð,
sem honum var síðar gefið aftur til að auka súrefn-
isupptöku.
Fjölmiðlar hafa rifjað upp að hingað til hafi atvik í
Tour de France í Píreneafjöllum fyrir átta árum ver-
ið helsta tengingin milli hjólreiðamannanna
tveggja. Þá féll Armstrong vegna þess að plastpoki
utangátta áhorfanda þvældist í teinunum á hjólinu
hans. Þjóðverjinn Jan Ullrich og félagar hans virð-
ast halda sínu striki, en þá kemur Hamilton upp að
þeim og biður þá af myndum að dæma að hægja
ferðina meðan Armstrong komi sér af stað, en það
mun vera til siðs í mótinu að keppendur færi sér
ekki óhöpp keppinauta sinna í nyt. Sumir ganga svo
langt að segja að Hamilton hafi þarna gert Arms-
trong kleift að vinna fimmta titilinn í röð.
Ár er síðan hjólreiðamaðurinn Floyd Landis setti
fram svipaðar ásakanir á hendur Armstrong um
lyfjanotkun. Hann hélt því fram að Armstrong hefði
borið ábyrgð á lyfjatöku heillar kynslóðar hjól-
reiðamanna, sem skipað hefðu besta lið, sem komið
hefði fram í íþróttinni. Bæði Landis og Hamilton eru
fallnir af stalli. Landis var sviptur Tour de France
titlinum, sem hann vann 2006. Hamilton er nú
öðru sinni í banni og fyrir rúmri viku skilaði hann
ólympíugullinu sínu frá 2004 eftir að hafa játað að
hafa beitt blóðbragðinu. Að auki var áðurnefndum
Ullrich meinað að taka þátt í Tour de France 2006
vegna gruns um lyfjatöku.
Í Bandaríkjunum hefur staðið yfir rannsókn síðan
í fyrrasumar á því hvort Armstrong hafi gerst sekur
um svik og meinsæri þegar hann keppti fyrir lið
bandaríska póstsins. Í fyrra báðu rannsakendurnir
Hamilton að hjálpa sér við rannsóknina, en hann
kveðst hafa neitað. Þá var honum stefnt og gefinn
kostur á að segja sannleikann eða vera stefnt fyrir
meinsæri. „Mér líður illa yfir að hafa þurft að koma
hingað og gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég held
að þegar upp er staðið […] muni það verða íþrótt-
inni til góðs.“ Einnig sagði hann í viðtalinu í 60
mínútum: „Ja, það er fullt af öðrum svikahröppum
og lygurum, sem hafa komist upp með það. Ekki
bara Lance. Ég meina, með smáheppni hefði ég
sloppið þrátt fyrir að vera svikahrappur og lygari.“
Armstrong hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa
haft rangt við og ítrekaði það eftir að viðtalið birtist
við Hamilton.
Íþróttahetja
undir ámæli
Lance Armstrong neitar ásök-
unum um kerfisbundið svindl
Lance Armstrong bíður á ráslínunni í hjólreiðakeppni í Kaliforníu í
fyrra. Hann hætti keppni í hjólreiðum í febrúar.
Reuters
Tyler Hamilton fær kossa á kinnar eftir sigur í Tour
de Romandie í Lausanne í Sviss árið 2004.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Á að taka verðlaunatitla Lance
Armstrong af honum sé hann sekur
um lyfjanotkun? Þannig spyr Eu-
gene Robinson í grein í Washington
Post og kemst að þeirri niðurstöðu
að það sé vonlaust verk og sóun á
starfsorku að ætla að reyna að hafa
hemil á lyfjanotkun atvinnumanna í
íþróttum. Hafi Armstrong logið til
um lyfjanotkun eigi hann að eiga
það við samvisku sína, ekki lögin.
Og hvað þótt
hann sé sekur?
Blað unga fólksins
Fylgir Morgunblaðinu
alla fimmtudaga
Auglýsingasími569 1198