SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 14
14 5. júní 2011
V
ið erum á uppleið. Með lyftunni á Hilton. Fyr-
irheitna landið er betri stofan á áttundu hæð
sem Eggert Jóhannesson ljósmyndari mælir af-
dráttarlaust með. Ég veit að Eggert er smekk-
maður og Eiður Smári Guðjohnsen treystir því bersýnilega
líka. „Þessi stofa er fyrir fræga fólkið,“ laumar Eggert
sposkur að mér. Látum hann þekkja það, kappinn er ný-
kominn heim af stefnumóti með Lady Gaga. „Er þetta mikil
stássstofa,“ spyr ég prúðbúinn hótelmann sem fylgir okkur
(alltaf gaman að sletta orðum með þremur samliggjandi
essum yfir menn). „Já, þetta er „lounge“ fyrir svíturnar
okkar á níundu hæðinni,“ svarar hótelmaðurinn stoltur.
Eiður Smári mælir hann út með augunum. Lætur það svo
flakka: „Það vantar alveg svona „lounge“ á fimmtu hæð-
ina.“
Hann glottir við tönn.
Hvurslags er þetta eiginlega? Er íslenska a-landsliðinu í
knattspyrnu í kot vísað hér á Hilton? Varla yrði farið svona
með 21 árs-landsliðið! Ekki veit ég hvort hótelmaðurinn
prúðbúni les þessar ósvífnu hugsanir mínar, í öllu falli bif-
ast hann ekki frekar en birkið á Kjalarnesinu.
„Lounge-ið“ stendur undir væntingum og vel það. Út-
sýnið er stórfenglegt. „Þarna er gamla góða Esjan,“ upp-
lýsir Eiður Smári og stökkbreytist eitt augnablik í útskeifan
hreppamann. Það er brýnt að hafa fasta punkta í tilver-
unni. Annar prúðbúinn hótelmaður býður okkur hress-
ingu. Bara vatn, segi ég til að ganga í augun á íþróttamann-
inum sem feykir mér hins vegar um koll eins og hverri
annarri keilu með því að biðja um appelsín – íslenskt í
þokkabót.
Glösin eru full og ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að
bíða. Eiður Smári er fyrst spurður hver staðan sé á hans
knattspyrnuferli?
„Ég er laus allra mála hjá Stoke og staðan akkúrat núna er
sú að Fulham hefur gert mér samningstilboð sem ég er að
skoða. Þetta er samningur til eins árs með möguleika á öðru
ári. Ég hef verið mjög ánægður hjá Fulham og er hrifinn af
félaginu, þjálfarateyminu og leikmönnunum, þannig að ég
mun að sjálfsögðu skoða þetta tilboð mjög vandlega.“
– Er Fulham þá fyrsti kostur?
„Já, eins og staðan er í dag.“
– Er þetta ásættanlegt tilboð? Þá er ég að tala um lengd
samningsins.
„Það held ég. Maður er ekkert unglamb lengur, kominn
yfir þrítugt,“ segir Eiður og brosir.
(Viðtalið fór fram á miðvikudegi, daginn eftir sagði Mark
Hughes starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Fulham. Í
samtali við Sunnudagsmoggann á föstudag sagði Eiður
Smári of snemmt að meta hvaða áhrif það hefði á sína stöðu
en hann muni að sjálfsögðu fylgjast grannt með þróun mála
hjá félaginu á næstunni.)
Lifnaði allur við
– Var mikill léttir að komast til Fulham frá Stoke?
„Já, ég lifnaði allur við eftir þau vistaskipti. Það var erfitt
í Stoke og engan veginn eins og ég hafði gert mér í hug-
arlund.“
– Hvað gerðist hjá Stoke?
„Til að gera langa sögu stutta þá stillti þjálfarinn mér ein-
faldlega ekki upp. Ég kom til Stoke á elleftu stundu og vitað
Eiður hendir reiður
Á ýmsu hefur gengið hjá
Eiði Smára Guðjohnsen
eftir að hann yfirgaf
Barcelona fyrir tveimur
árum. Hann fann sig ekki í
Mónakó, hvarf óvænt frá
Tottenham, var hrað-
frystur hjá Stoke City en
lifnaði aftur við hjá Ful-
ham undir vorið. Hann
hefur enn drjúgan vilja til
að leika knattspyrnu en
viðurkennir að vera farinn
að huga að lífinu sem bíð-
ur hans þegar skórnir fara
á hilluna.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is