SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 22
22 5. júní 2011
H
austið 1971 var Einar í landi
að fara með bát sinn í slipp
þegar hann varð var við
neyðarblys sem síðar reynd-
ist vera frá færeysku fiskiskipi.
Þegar skipið fannst, hafði það rekið
inn fyrir brimgarðinn vestur af Selvogi,
með drauganet í skrúfunni, og drógu
þeir skipið til Þorlákshafnar. Að sögn
Einars er það liðin tíð að skip lendi í
óhöppum sem rekja má til drauganeta.
Stöðugleikamælingum ábótavant
Hinn 2. desember sama ár bjargaði Einar
fjögurra manna áhöfn þegar Ásdís, 20
lesta bátur, sökk skyndilega í vondu
veðri. Einar og áhöfn hans á skipinu Jóni
Vídalín voru að landa þegar tekið var
eftir neyðarblysi.
Leystu þeir þá bátinn og héldu út.
„Við vorum komnir hérna inn að
bryggju og vorum að byrja löndun þegar
við sjáum blys koma frá Ásdísi. Ásdísi
hafði hvolft úti við nesið, en þau komust
í björgunarbátinn sem stefndi inn í
grunnbrot. Við komumst sem betur fer
inn fyrir þau áður en björgunarbáturinn
lenti í briminu, sem hefði orðið til þess
að þau hefðu endað á hvolfi,“ segir Ein-
ar.
Þegar síðasta manni hafði verið komið
úr björgunarbátnum, slitnaði hann frá
og því mátti þetta ekki tæpara standa.
Einar vill meina að ekki hafi verið passað
eins vel upp á stöðugleika báta í þá daga
eins og er gert í dag, og telur hann það
vera orsök þess að bátnum hvolfdi. Jafn-
framt segir hann að stöðugleikamæl-
ingar báta hafi ekki verið nægjanlega
góðar og markvissar í þá daga, en úr því
hafi verið bætt síðar meir.
Alelda á mjög skömmum tíma
Hinn 11. desember tveimur árum síðar, á
afmælisdegi Einars, björguðu Einar og
áhöfn hans á Arnari ÁR 55 síðan 12
manna áhöfn af skipinu Ingvari Einars-
syni sem varð alelda úti af Vík í Mýrdal.
„Það kviknaði í honum austur af
Kötlugrunni og þegar að við komum að
honum logaði stór hluti af honum.
Áhöfnin var ekki komin í björgunarbát-
inn, en ekki var hægt að komast að hon-
um þar sem eldurinn hamlaði för þeirra
þangað og því stóðu þeir frammi á stefni
og komust þaðan yfir í bátinn til okkar.
Við tókum Ingvar í tog og drógum hann
eiginlega á þurrt, settum hann upp í
fjöruna fyrir vestan Vík og þar sjást
örugglega leifarnar af honum.
Hin 30. október 1976 björguðu Einar
og áhöfn hans enn á ný 6 manna áhöfn af
skipinu Brynjólfi sem sökk skyndilega
suðvestur af Surtsey. Svo heppilega vildi
til að Arnar Ár 55, bátur Einars, var ekki
langt frá og voru þeir í óðaönn að taka
inn trollið. Þeir gátu því skorið á restina
af trollinu þegar þeir sáu í hvað stemmdi
og drifu sig af stað.
„Það var bræla og þeir fengu belginn
inn fyrir og sjó í lestina og þá varð ekkert
við það ráðið,“ segir Einar.
Illa hefði farið ef Einar og félagar
hefðu verið lengra í burtu, þar sem
björgunarbátur Brynjólfs hafði ekki
blásist út. Þegar þetta gerðist var komið
svarta myrkur og báturinn sökk mjög
fljótt. Mennirnir hefðu því líklegast lent
í sjónum í svarta myrkri og brælu.
Einskær tilviljun
Einar haut afreksverðlaun sjómanna-
dagsins árið 1976 fyrir ofangreind björg-
unarafrek, en nokkrum árum síðar
komu Einar og áhöfn hans að gúmmí-
báti, en þar innanborðs sátu tveir menn
og hafði trilla þeirra sokkið. Hjálp-
arbeiðnir þeirra höfðu engan árangur
borið og ekkert hafði sést til neyð-
arblysa. Það var því aðeins fyrir ein-
skæra tilviljun að mennirnir, sem voru
feðgar, fundust þarna úti á banka.
Það var því ótrúleg tilviljun að örlögin
höguðu því svo að Einar og áhafnir hans
voru til taks þegar hjálparbeiðnir bárust.
Þegar þessar fimm áhafnir hafa verið
taldar, hefur Einar komið að því að
bjarga 24 mönnum úr klóm hafsins.
Bættur aðbúnaður
Á árunum 1971–1979 fórust 150 sjómenn
við störf sín. Þegar fjöldi drukknaðra
sjómanna á þessum árum er borinn sam-
an við fjölda síðustu ára má sjá gríð-
arlegan mun. Má einna helst rekja það til
mikilla framfara í sjávarútvegi og betri
aðbúnaðar.
„Það er ekki hægt að neita því að að-
búnaður hefur allur breyst til batnaðar.
Það eru kröfur tímans. Þótt flotinn okk-
ar sé orðinn frekar gamall núna, hafa
þessi skip mestmegnis verið endurnýj-
uð,“ segir Einar.
Hann bendir jafnframt á að öll ný-
smíði taki mið af því að gera aðbúnað
betri fyrir sjómenn, betri fyrir skipin
sjálf og betri útbúnað fyrir vinnslu um
borð. Þá kveðst Einar ánægður með störf
Slysavarnaskóla sjómanna, sem menntar
sjómenn í öryggisfræðum.
Einar á og rekur útgerðina Auðbjörgu
ehf. frá Þorlákshöfn. Auðbjörg var
stofnuð árið 1971, en Einar keypti út-
gerðina tveimur árum síðar. Í dag á út-
gerðin þrjú skip sem og 100% eignarað-
ild í Atlantshumri ehf sem á eitt skip til
viðbótar, og er eru þá skipin orðin fjögur
talsins.
Sjómannadagurinn í Þorlákshöfn
verður með glæsilegasta móti þetta árið
þar sem bæjarfélagið á 60 ára afmæli um
þessar mundir. Auðbjörg, útgerð Einars,
mun bjóða gestum og gangandi til sigl-
ingar. Sigling þessi hefur verið fastur
liður í sjómannadegi Þorlákshafnar í
fjölda ára og verður engin breyting þar á
í ár.
Til gamans má geta þess að alnafni
Einars, sem alltaf var kenndur við Aðal-
björgina, tók þátt í því að bjarga, ásamt
hermönnum bandamanna, 198 sjóliðum
af Skeena, sem var kanadískur tundur-
spillir sem strandaði í Viðey árið 1944.
Skipstjórinn Einar Sigurðsson við höfnina í Þorlákshöfn
Bjargaði fimm áhöfnum
á árunum 1971-1979
Einar Sigurðsson,
skipstjóri og fyrrum
oddviti bæjarstjórnar í
Þorlákshöfn, hlaut af-
reksverðlaun sjó-
mannadagsins fyrir 35
árum. Björgunarafrek
hans urðu til þess að
bjarga samtals fimm
áhöfnum á árunum
1971–1979.
Róbert Benedikt Róbertsson robert@mbl.is
Meðaltal yfir dauðsföll sjómanna
25
20
15
10
5
0
19
47
–5
0
19
51
–5
5
19
56
–6
0
19
61
–6
5
19
66
–7
0
19
71
–7
5
19
76
–8
0
19
81
–8
5
19
86
–9
0
19
94
-99
20
00
-04
20
05
-09
17
20
20
25
20
21
13
11
8
3 2 1
Graf Eins og sést á grafinu hefur dauðsföllum sjómanna fækkað umtalsvert. Athygli vekur
að árið 2008 lést enginn sjómaður við vinnu sína.