SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 28
28 5. júní 2011
N
ý bók Björns Bjarna-
sonar, Rosabaugur
yfir Íslandi, skaust
beint í efsta sæti met-
sölulista Eymundsson. Hið um-
deilda Baugsmál sem kostaði
harðvítugar deilur í mörg ár vek-
ur því enn forvitni. Í þessari
athyglisverðu bók er saga Baugs-
málsins rakin, en af hverju ákvað
dómsmálaráðherrann fyrrver-
andi að skrifa bókina?
„Strax og Baugsmálinu lauk
var ég þeirrar skoðunar að það
þyrfti að liggja fyrir yfirlit yfir
það,“ segir Björn. „Ekki endilega
yfir það sem gerðist í dómsalnum
heldur það sem tengdist málinu
utan hans. Ég taldi víst að ekki
væri öllum ljóst hvernig málið
væri í raun vaxið, að það snerist
um meira en málaferlin sjálf. Ég
hélt að yngri mönnum, blaða-
mönnum eða lögfræðingum,
þætti spennandi að skoða málið
og skrifa um það, en það gerðist
ekki og fyrst ég hafði tíma þá
ákvað ég að gera það sjálfur. Ég
hafði mótað mér þá skoðun að
undir hatti Baugsmálsins tengd-
ust margir þræðir: stjórnmál,
viðskipti, fjölmiðlun, rétt-
arvarsla og staða embættismanns
eins og dómsmálaráðherra. Ég
skrifaði þessa bók til að sanna til-
gátu mína, tengja þessa þræði.“
Einhverjir myndu kannski
tala um þráhyggju í þessu sam-
bandi. Hvað segirðu við því?
„Ég skrifaði þessa bók ekki af
því að ég sé með málið á heil-
anum. Stundum hugsaði ég þeg-
ar ég rýndi í heimildirnar: Hvers
vegna í ósköpunum er ég grufla í
þessu? Ég lét þó ekki staðar
numið og bókin er komin út og
ég tel að það hafi verið þess virði
og nauðsynlegt að skrifa hana.
Hún á brýnt erindi í pólitíska
samtíð okkar. Nú eru miklir um-
brotatímar í stjórnmálum og
viðskiptum auk þess sem unnið
er að víðtækri rannsókn efna-
hagsbrota. Þessi bók fjallar ekki
um Baugsmálið í þröngum skiln-
ingi heldur áhrif Baugsmálsins og
bylgjurnar sem það sendi út í allt
samfélagið.“
Þú varst dómsmálaráðherra á
tíma Baugsmálsins og varst
gagnrýndur fyrir að tjá þig um
það opinberlega. Er þessi bók á
einhvern hátt málsvörn þín?
„Mér finnst ég ekki hafa mikið
að verja í þessu máli, sé bókin
málsvörn er það fyrir aðra en
mig. Ég dróst aðeins óbeint inn í
málið fyrir orð sem ég lét falla í
blaðagreinum, í viðtölum í út-
varpi og á vefsíðu minni. Lög-
menn Baugs sögðu að ég hefði
farið yfir strikið og báru orð mín
undir dómara en hvorki undir-
réttur, Hæstiréttur né mannrétt-
indadómstóllinn í Strassborg
tóku undir með þeim. Fyrir
kosningarnar 2007 lögðu Baugs-
menn mikið á sig til að koma mér
út úr pólitíkinni. Jóhannes Jóns-
son gerði það meðal annars með
birtingu auglýsingar þar sem
sjálfstæðismenn voru hvattir til
að strika mig út af lista í alþing-
iskosningum. Ætlunin var að
bola mér úr stjórnmálum með
því að beita mætti peninganna.“
Hefðir þú mátt orða hlutina
öðruvísi?
„Það má alltaf orða hlutina
öðruvísi. Kannski mætti einnig
gagnrýna mig fyrir að hafa haldið
mér of mikið til hlés. Það má al-
veg velta því fyrir sér hvort ég
hafi veitt lögregluyfirvöldum
nægilegan stuðning miðað við
það hversu hart var að þeim sótt
við rannsókn Baugsmálsins.
Spurningin er: Gat ég gengið
eitthvað lengra í stuðningi mín-
um við lögregluna? Hugsanlega,
en hvar hefðu mörkin þá verið?
Andrúmsloftið á þessum tíma var
mjög einkennilegt.
Stjórnmálamenn verða ávallt
að gæta orða sinna. Þegar saka-
mál eru annars vegar geta þeir
fyrr farið yfir strikið en aðrir.
Þessi bók er að hluta til leiðbein-
ing til stjórnmálamanna um þau
mörk sem þeir verða að virða.
Það fer ekki framhjá neinum sem
les bókina hversu rækilega for-
ysta Samfylkingarinnar límdi sig
upp við Baug á sínum tíma og
hversu harkalega hún sakaði
andstæðinga sína um annarleg
sjónarmið í málinu. Spyrja má
hvort svigrúm stjórnmálamanna
til stuðnings lögregluyfirvöldum
sé rýmra nú en fyrir hrun. Ekki
er langt síðan ráðherrar héldu
blaðamannafund og fögnuðu því
að fésýslumenn hefðu verið
handteknir og settir í gæslu-
varðhald. Eru stjórnmálamenn
sem það gera komnir yfir strikið?
Ég tel að svo sé.“
Í bókinni birtirðu ekki tölvu-
bréf og þú vitnar ekki í einka-
samtöl. Hvarflaði aldrei að þér
að gera það og lýsa einnig þín-
um tilfinningum á þessum tíma?
„Nei, því þá hefði ég farið út
fyrir þann ramma sem ég setti
mér. Það má segja að þessi bók sé
ekki aðeins samfelld frásögn af
risi og falli stórfyrirtækis heldur
einskonar handbók og leiðarvísir
fyrir þá sem vilja nota efni henn-
ar til að greina samfélagsþróun
eða skrifa meira um það. Aðrir
sjá vafalaust aðra hlið á Baugs-
málinu en ég og verða þá að
skrifa aðra bók. Þá mætti vit-
anlega skrifa heila bók til dæmis
um það sem gerðist árið 2004
þegar Ólafur Ragnar beitti í
fyrsta sinn synjunarvaldinu og
neitaði að undirrita fjölmiðlalög-
in.“
Hvað hefði farið öðruvísi ef
forsetinn hefði ekki synjað fjöl-
miðlalögunum staðfestingar?
„Eitt af því sem réð úrslitum
um að ég ákvað að ljúka við bók-
ina var að ekki var minnst á
Baugsmálið í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis, eins og hefði
þurft að gera í siðferðiskafla
þeirrar skýrslu. Þar var talað um
hugmyndafræði eftirlitsleysisins
og látið eins og ekkert hefði verið
gert af hálfu stjórnvalda. Þegar
rætt er um bankahrunið segir
fólk gjarnan: Hvar var aðhaldið?
Hvar var eftirlitið? Hefði fjöl-
miðlafrumvarpið náð fram að
ganga hefði það verið til marks
um fyrirstöðu í þjóðfélaginu. Þá
hefðu kannski verið settar
skorður við ýmsu öðru og þá
hefðu framámenn í viðskiptalífi
ekki talið að hér væri þjóðfélag
þar sem þeir gætu farið sínu fram
og kæmust upp með það. Nið-
urstaðan í fjölmiðlamálinu varð
til þess að skapa þá tilfinningu að
stjórnmálamenn hefðu ekki roð
við viðskiptavaldinu. Fjár-
málamenn hefðu undirtökin. Í
fjölmiðlamálinu fóru þeir sem
vildu aðhald halloka, aðhaldið
varð því ennþá minna en ella
hefði orðið. Þróunin hefði al-
mennt orðið önnur ef aðhalds-
sjónarmið hefðu sigrað í fjöl-
miðlamálinu Um það getur
enginn efast.“
Það slær mann mjög þegar
maður les bókina hversu margir
fullyrtu, án þess að geta sannað
það, að lögreglan hefði gengið
erinda stjórnmálamanns, Dav-
íðs Oddssonar, í Baugsmálinu.
Þetta eru mjög alvarlegar full-
yrðingar, hvaða áhrif heldurðu
að þær hafi haft?
„Þær voru mjög skaðlegar. Ég
er alveg sannfærður um að þessar
stöðugu árásir á ríkislög-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Leiðbeining til
stjórnmálamanna
Björn Bjarnason hefur skrifað áhugaverða bók um Baugsmálið.
Hann segir bókina eiga brýnt erindi í pólitíska samtíð okkar. Í
viðtali ræðir Björn um Baugsmálið og áhrif þess máls. Hann vík-
ur meðal annars að fjölmiðlamálinu og segir að þróunin hefði
orðið önnur og betri hefðu aðhaldssjónarmið sigrað í því máli.
Björn Bjarnason: „Þessi bók fjallar ekki um Bau
’
Hefði fjölmiðlafrumvarpið náð fram
að ganga hefði það verið til marks um
fyrirstöðu í þjóðfélaginu. Þá hefðu
kannski verið settar skorður við ýmsu öðru
og þá hefðu framámenn í viðskiptalífi ekki
talið að hér væri þjóðfélag þar sem þeir
gætu farið sínu fram og kæmust upp með
það. Niðurstaðan í fjölmiðlamálinu varð til
þess að skapa þá tilfinningu að stjórn-
málamenn hefðu ekki roð við viðskipta-
valdinu. Fjármálamenn hefðu undirtökin.