SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 33

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 33
5. júní 2011 33 „Laxness byggði skáldsögu sína Gerplu meðal ann- ars á Fóstbræðrasögu, en nú hafa Baltasar Kormák- ur og leikhópur hans tekið skáldverk Laxness og skapað úr því hrífandi leikhúsverk. Sýningin er nokk- urs konar leikur með þjóðararfinn, þar sem vísað er í hugmyndir okkar um Ísland og söguöldina, í þjóðleg minni og eldri leikhúsform. Kjarni sýningarinnar er saga Þormóðs Kolbrúnarskálds, skáldsins sem legg- ur allt í sölurnar fyrir hetjuhugsjónina og skáldskap- inn, yfirgefur konu og börn – og þarf að lokum að horfast í augu við það að ef til vill hefur hann fært allar þessar fórnir fyrir rangan málstað, fyrir eitthvað sem var hégómi einn.“ - Af vefsíðu Þjóðleikhússins     „...Þetta hentar leikhúsforminu mjög vel þótt at- burðarás sögunnar eins og höfundur setur hana fram í bók sé ekki fylgt eftir í hörgul ... Til að mynda eru allir leikarar í glímubúningum í grunninn og íslensk dægurlög eru leikin í fimmundarútsetningu...Ljóst er að leikhópurinn hefur unnið vel saman sem ein heild, en vinna Baltasars í leikhúsi byggist mikið á hópvinnu. Hér hefur það sýnt sig að litlir og einfaldir leikhústöfrar með samstilltum hópi geta skipt sköp- um í verki sem þessu.“ Ingibjörg Þórisdóttir, í dómi um verkið fyrir Morgunblaðið, febrúar 2010. Garpsskapur, skáld- mennt, hégómi sem ber nafnið Cafe Opera. Ilmur Kristjánsdóttir aumkaði sig yfir vesælan blaðamanninn og gaf honum kaffi en verðlag þarna í Norvegi er ekkert grín eins og við þekkjum öll, 1.800 krónur eða svo fyrir tvöfaldan espresso (og ég er bara að ýkja pínulítið). Það sem ég fann þarna um kvöldið – og ég átti eftir að finna það enn betur daginn eftir – er hversu þéttur og ljúfur þessi hópur er. Fyrir það fyrsta er reynslan þarna drjúg, en þetta var svona eins og að landsliðið væri að fara út að keppa eins og Ari orðaði það. En þar fyrir utan fann ég fyrir einlægri vináttu og heil- næmum félagsskap. Fólk var að a.m.k. ekki að flýta sér í burtu og virtist njóta samvista hvað annars, burtséð frá Bergen og leiklistinni. Næsti dagur Föstudagur var ferðadagur og ég vissi að sunnudagur yrði það sömuleiðis. Þannig að laugardagurinn var eina færið sem ég hafði til að kynna mér þennan fal- lega bæ, sem kom mér dulítið á óvart. Bæjarstæðið er gríðarlega fallegt þar sem hver fjallasalurinn rekur annan. Falleg húsin fylla þá upp í hæðirnar og eru mikið augnayndi. Til að hafa orku í þetta allt fyllti ég rækilega á tankinn um morguninn með norsku brauðmeti og áleggi. Nei, ekki skyldu olíubornir frændurnir hafa mikið af molbúanum og þessi þriggja daga ferð snerist upp í þriggja daga megrunarferð þar sem vatnið var nýtt til hins ýtrasta. Stöku tómatur datt svo upp í mig en nokkrir þeirra höfðu hrotið of- an í tösku mína þegar morgunverðaratið stóð sem hæst. Björn Thors var svo vinsamlegur að benda mér á það að mæta u.þ.b. klukkutíma fyrir lokasýninguna, þá gæti ég andað að mér stemningunni sem leikur um hópinn fyrir sýningu. Og ekki stóð á vinsamlegum afglapaskapnum. Sindri, Stefán Hallur og Atli Rafn lögðu undir sig förðunarherbergið og stunduðu þar framsækin fang- brögð, félögum sínum til ómældrar kátínu. Menn og konur voru stemmd, það var tilfinnanlegt. Á rölti mínu baksviðs rakst ég svo á vin minn Gísla Galdur en hann sér um hljóðmynd verksins. Hann tjáði mér að megináhrifin lægju í endurgerð Johns Carpenters á myndinni The Thing frá 1982 en þar að auki var sýn- ingin skreytt vel til fundnum dægurlögum. Þursarnir áttu t.d. gott innslag og dægurflugan ódauðlega „Ég er kominn heim“ lúrði þarna líka. Gísli, sem stóð til hliðar við sviðið þar sem hann framdi sína galdra, var íklæddur forláta glímubúningi eins og aðrir leikarar en hann hefur starfað á vettvangi leikhússins um nokkra hríð, kom m.a. að verkinu Húmanimal sem leikfélagið Ég og vinir mínir setti upp fyrir tveimur árum eða svo. Undir lokin Sýningin gekk vonum framar þó að leikararnir væru á því að sýning tvö hefði verið sú besta. Alltént sáu þeir einhver smáatriði sem leikmaður úti í sal nam ekki. Nú var skundað á opinberan bar/veitingahús leik- listarhátíðarinnar þar sem tekið var á móti gerpl- ungum og þeim fagnað. Hópurinn kom sér fyrir úti á notalegum svölum og lét gamminn geisa yfir drykkjum og hnetum. Atli Rafn tók mig á eintal og sagði mér frá því hvernig sýningin hefði breyst í gegnum tíðina, hún hefði raunverulega tekið mjög miklum breytingum. Hún hefði t.d. verið stytt um góðar tuttugu mínútur strax eftir frumsýningu og at- riði sem hefðu verið æfð í þaula hefðu t.d. ekki kom- ist um borð ef svo mætti segja. Langt atriði þar sem þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Bessason voru að mynda vináttutengsl var t.d. skorið í burtu og maður fann að þetta var greinilega mikið uppáhaldsatriði hjá hópnum. Flugan, elskulegur blaðamaður yðar, fékk svo að fljóta með út á flugvöll daginn eftir. Eftir temmilegan skammt af japli, jamli og fuðri var lagt af stað en sumir leikararnir komu með seinni skipunum upp í rútuna. Það var ekki fyrr en Ólafur Darri hringdi í viðkomandi og hótaði að knúsa þá (með dýpri röddu en venjulega að áeggjan blaðamanns) að þeir skiluðu sér alla leið. Blaðamaður varð vitni að miklum sigrum þarna úti í Bergen, sýning þessi stendur keik og klár og hún er orðin það þétt að það rennur ekki vatn á milli í fram- færslunni. Það væri til mikillar gæfu fyrir fleiri þjóðir að sjá hversu sniðugir og vitlausir við Íslendingar getum verið og að sjá að við höfum húmor fyrir eigin bullugangi. Ekki er þá verra í leiðinni að sýna fram á að það norpar alveg framúrskarandi leikhúsfólk hérna á skerinu … Hópurinn stillti sér upp eftir síðustu sýninguna og var að vonum vel stemmdur. Ilmur Kristjánsdóttir nýtti færið og bað einn af starfsmönnum leikhússins að smella einni laufléttri fyrir sig á forláta iPhone-síma. Ljósmynd/Ilmur Kristjánsdóttir Baltasar Kormákur við klettinn góða sem var einn af aðal- leikurunum hvað sviðsmyndina varðar. Atli Rafn (nánast úr mynd), Ólafur Egill, Brynhildur Guðjóns og Jóhannes Haukur koma sér í stemningu fyrir lokasýn- inguna. Ilmur Kristjánsdóttir reyrir á sig glímubelttið góða en hún fór með hlutverk Þórdísar Kötludóttur í verkinu. ’ Ég get ekki lýst því öðruvísi en svo að maður gekk beinn í baki út af sýning- unum tveimur sem mér öðlaðist að sjá. Þetta „mojo“ sem í sýn- ingunni er, þessi sjarmerandi kraftur sem um hana leikur... Skannaðu kóðann til að sjá myndskeið frá frægðarför Gerpluhópsins til Bergen,

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.