SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 36

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 36
36 5. júní 2011 Þ að þarf þolinmæði til að ná fiski upp við þessar aðstæður,“ segir Árni Björn þar sem við stöndum upp í hné í allstríðum streng austan við Varastaðahólma í Laxá, of- arlega í Laxárdal. Hann fiskar hitamæli upp úr vasa og mælir lofthitann, sem er ekki nema tvær gráður, og síðan vatnshit- ann. „Vatnið er ekki nema 4,7 gráður,“ segir hann og brosir, dregur síðan línu út af hjólinu og byrjar að kasta straumflug- unni. „Vanalega nenni ég ekki að veiða ef vatnið er einungis um fjórar gráður, þá er erfitt að fá fiskinn til að taka,“ segir hann og fylgist með rennsli línunnar, sem dansar eftir strengnum, yfir ólgur sem grjót í botni mynda. Þegar línan er komin niður af Árna Birni dregur hann svolítið af henni að sér, sveiflar henni aftur fyrir sig og leggur hana síðan aftur út í strauminn um leið og hann gengur áfram. „Kolbein Grímsson sagði réttilega að það væri nóg að sveifla einu sinni, maður veiðir bara þegar línan er í vatninu,“ segir hann og veiðir niður strenginn. „Þótt aðstæður séu erfiðar, eins og núna, þá finnst mér samt alltaf eins og hann taki í næsta kasti. Það er svo sér- kennilegt. En áin er líka full af fiski.“ Þarf að leggja talsvert á sig Það er ekkert ný staðhæfing að urr- iðasvæðin í Laxá séu sögð full af fiski. Þau eru tvö þessi svæði, ofan Laxárvirkjunar; Laxá í Mývatnssveit er það kallað þar sem Laxá rennur úr Mývatni, þar er veitt með 14 stöngum, og síðan tekur Laxárdalurinn við, veiðisvæði með tíu stöngum. Þetta er kyngimagnað en jafnframt furðulega lok- að og afskekkt veiðisvæði við suðurenda Aðaldals, í þröngum dal þar sem búið er á nokkrum jörðum en aðrar löngu komnar í eyði. Margir hafa haldið því fram að á þessum urriðasvæðum Laxár sé einhver besta urr- iðaveiði sem finnist á þessari jörð, enda er fæðiframboðið fyrir fiskana með ólík- indum gott, segja sérfræðingar. Neðan virkjunar, þar sem áin er þekkt sem Laxá í Aðaldal, eru fleiri urriðasvæði, kennd við Hraun, Staðar- og Múlatorfu, og laxveiðisvæðin kennd við Laxárfélagið og Nes. Árni Björn Jónasson er með reynslu- mestu veiðimönnum á urriðasvæðunum ofan virkjunar, enda hefur hann veitt í nokkra daga árlega á þeim báðum í yfir tuttugu ár. Ég fylgi þeim Jóansi syni hans suður eftir dalnum, framhjá eyðibýlinu Ljótsstöðum og við stöðvum bílinn undir kjarri vaxinni hlíð, á bakkanum gegnt Varastaðahólma en hér áður var þar á vesturbakkanum kotbýlið Varastaðir. „Ég veð þetta allt hér meira og minna,“ segir Árni Björn þegar þeir Jónas gera stangir sínar klárar. „Menn þurfa að leggja talsvert mikið á sig við þennan veiðiskap. En botninn er meira og minna sendinn og þótt staðir virðist illa væðir, eins og Húsa- pollar, þá hef ég samt vaðið þar um allt gegnum árin.“ Hann segist ætla að veiða strengina austan hólmans með straumflugu en Jón- as að beita andstreymistækninni; dagin áður, opnunardaginn fékk hann þarna fjóra væna fiska, meðalþyngd þeirra var um 1,8 kíló. „Ég ætla að reyna straumfluguna í svona tvo tíma og ef það gengur ekki verður bara að hafa það, enda eru aðstæð- urnar erfiðar, afskaplega kalt,“ segir Árni Björn. Vætt er út í hólmann að ofanverðu, við læsum örmum saman og göngum út í strauminn, varlega, enda er mikið í ánni og straumurinn stríður. Notar veiðna sem heilsubót Ég kom til móts við Árna Björn þar sem hann var ásamt ættingjum og öðrum veiðifélögum í veiðihúsinu Rauðhólum í Laxárdal. Veiðin í dalnum hafði hafist daginn áður og veiðimenn nokkuð ánægðir með árangurinn, miðað við norðanáttina og kuldann; þeir höfðu haft hendur á nokkrum tugum vænna silunga. „Að grunni til hefur þessi hópur verið að koma hingað í opnunina síðan 1988,“ segir Árni Björn. Einhverjir hafa fallið út og aðrir bæst við, eins og gengur. „Gunn- ar Rafn Jónsson frá Húsavík stjórnaði þá veiðinni og með honum voru bræður hans og starfsfélagar Gunnars úr læknastétt. Við byrjuðum með tvær stangir í hópnum þeirra, vorum svo komnir með fjórar, síð- an sex.“ En Árni Björn veiddi fyrst í Lax- árdalnum sumarið 1986. „Það var Rafn Hafnfjörð heitinn sem benti mér á að fara hingað, þegar ég spurði hann hvert væri gott að fara með fjölskylduna í veiðiferð. Það er því honum að þakka að ég upp- götvaði Laxárdalinn. Fram, að því hafði ég verið að veiða í Þorleifslæknum og hér og þar á Suður- og Vesurlandi, en Rafn benti mér á þessa perlu.“ Í fyrstu veiðiferðinni voru Árni Björn, eiginkona hans og tvo barna þeirra, þau tjölduðu á Jónasarvöllum og þá veiddi hann í einn dag - og segist hafa sett strax í rosalegan bolta. „Það er trúlega stærsti fiskur sem ég hef sett í hérna. Hann var með kryppu, hann var svo stór. Ég var búinn að missa han þrisvar sinnum frá mér en var loksins að ná honum; þá kunni ég ekkert að veiða á flugu en var með kaststöng með flugu og sökku. Þegar ég var loksins búinn að koma fiskinum upp að fótunum á mér þá kvaddi hann með því að spretta upp flug- unni.“ Árni Björn réttir úr tveimur fingr- um til að sýna hvernig réttist úr krók- unum - „þetta var tvíkrækja,“ segir hann. „Þetta var á Ytri-eyri og þarna féll ég fyrir þessari á,“ segir hann og hlær. „Annars veiddi ég nokkra fiska þennan dag, flakaði, saltaði og pakkaði þeim í ál- pappír. Þeir brögðuðust yndislega í tjald- inu.“ Árið eftir kannaði Árni Björn Laxá í Að- aldal, laxasvæðið fyrr neðan stíflu, ásamt Sigurði Ringsted félaga sínum. „Ég áttaði mig þá á því að þar sem ég byggi fyrir sunnan gæri ég ekki sinnt allri ánni. Ég ákvað því að einbeita mér að sil- ungasvæðunum og vera ekkert að veiða fyrri neðan virkjun. Ég leit frekar á veið- ina sem afslöppun en keppni. Ég rak „Þetta er ævintýra- heimur“ Í meira en tuttugu ár hefur Árni Björn Jónasson komið að kasta flugum sínum fyrir urriðann í opnunarholli Laxár í Laxárdal. Jafn lengi hefur hann veitt í lokahollinu í ánni. Hann segir marga veiðimenn ekki hafa hugmynd um að þessi æv- intýraheimur sé til. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Loftfimleikar. Vænn urriði hendist upp þegar hann kennir flugu Jónasar Björnssonar. Morgunblaðið/Einar Falur Stangveiði

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.