SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 37
5. júní 2011 37
ásamt félögum mínum verkfræðistofu í
áratugi og ég sótti hingað í slökun - en
fyrir mörgum öðrum er veiðin alltaf
keppni,“ segir hann og brosir. „Þeir vilja
veiða sem mest.
Ég er enginn stórveiðimaður. Ég er
gutlari. Ég nota veiðina sem heilsubót og
afslöppun. Þegar ég rak verkfræðistofuna
var ég sífellt í hasar og samkeppni og þá
var gott að koma hingað í sambandsleys-
ið.
Ég hef notið lífsins hér.“
„Það er ekkert sem toppar þessa á“
Við Árni Björn sitjum fyrir utan veiðihúsið
Rauðhóla og drekkum kaffi. Þangað til
okkar koma þau Andrés Magnússon, sem
hefur veitt álíka lengi í dalnum og Árni
Björn, og Ebba systir hans en hún hefur
komið þangað í tvo áratugi og hefur setið í
stjórn veiðifélagsins Ármanna eins og Árni
Björn bróðir hennar; hún var fyrsta konan
í stjórn stangveiðifélags hér á landi.
Árni Björn hefur frá árinu 1988 alltaf
veitt í þrjá daga í Laxárdal á vorin og aftur
í þrjá eða fjóra síðustu dagana á haustin,
áður en veiðinni lýkur í ágústlok.
„Ég veiði síðan alltaf líka í sex daga í
Mývatnssveitinni, fyrst um Jónsmessuna
og síðan í ágúst - og svo veiði ég eitthvað
smávegis annarsstaðar.“ Hann kímir.
„Hér í Laxárdal var þetta hús komið
þegar ég byrjaði að veiða hér en það var
líka hægt að tjalda. Ég byrjaði hinsvegar
að veiða í Mývatnssveitinni árið 1992 og
þar var alltaf verið í tjaldi. Þar veiddi ég
með Bjarna Kristjánssyni rektor, Jóhanni
Bjarnasyni og Hauki Brynjólfssyni.
Hérna í dalnum lærði ég allt sjálfur, á
veiðina og veiðistaðina, en upp frá kenndi
Bjarni mér á ána,“ segir hann og brosir.
Það kemur á óvart að þrátt fyrir allar
ferðirnar í Laxárdal hefur Árni Björn aldr-
ei veitt þar í júlímánuði frá því hann kom
þangað fyrst. Hann segist ætla að bæta úr
því í sumar og er mjög spenntur fyrir því;
þá ætlar hann að veiða með þurrflugu. En
hver skyldi munurinn vera á því að veiða
í Laxárdal og efra svæðinu, í Mývatns-
sveitinni?
„Himinn og haf!“ segir hann ákveðinn.
Andrés bætir við að í Laxárdalnum þurfi
að ganga mikið um þegar komið er að
vori og kanna aðstæður, því botninn
breyti sér svo mikið milli ára.
„Það er mun erfiðara fyrir óvana að
koma hingað í dalinn að veiða og ætla að
setja í fiska,“ segir Árni Björn. „Oft tekur
menn langan tíma að læra á ána hér. Ætli
það hafi ekki tekið mig fimm til tíu ár að
ná þokkalegur tökum á þessu. En eftir
rúm tuttugu ár er ég samt ennþá að læra á
ána.
Í Mývatnssveitinni er áin auðveiddari
og meira af fiski sem tekur. Hann er erf-
iðari hérna, en hinsvegar er umbunin sú
að hér er fiskurinn svolítið stærri að
meðaltali. Það má fá stóra bolta hérna.“
Þeir segja erfitt að kenna óvönum á
veiðisvæðið þar sem veiðistaðir breytast
milli ára. „Á vorin hópar urrðinn sig og er
víða í torfum. maður hittir ekki alltaf á
slíkar torfur en það kemur fyrir og það er
gaman,“ segir Árni Björn og glampinn í
augunum staðfestir það.
Þeir Árni Björn og Andrés fullyrða að
áin verðlauni þá veiðimenn fyrir þolgæð-
ið, sem leggi á sig að kynnast leynd-
ardómum hennar.
„Það er ekkert sem toppar þessa á, hér
í Laxárdalnum. Hún er algjör snilld. Ég
hef ekki fundið neitt í veiði sem toppar
Laxárdalinn, ekki síst þegar gróðurinn er
kominn vel af stað.“
En hvað með eftirlætis veiðistaði? „Ég
gæti nefnt staði á öllum svæðum. Þeir eru
allir í uppáhaldi. Ég gæti verið bara í
Birningsstaðaflóanum hér við húsið í þrjá
daga. Ef enginn fiskur tæki yrði ég líklega
svolítið leiður, en það er gríðarlega mikið
af fiski hér.
Ég stoppa aldrei lengi á sama stað, ég
er hér til að hreyfa mig og safna þreki;
hreyfa mig og njóta náttúrunnar. Að fá
fisk er bara bónus.“
Gaman að sjá fiskinn elta
Það er svalt þótt við sitjum í skjóli við
veiðihúsið og Árni Björn segir að ekki
hafi verið svona kalt í opnun síðan vorið
1995 en þá fraus í lykkjum stanganna.
„Þá gekk á með hríð og við gátum varla
veitt fyrir snjókomu. Þá fékk Magnús
tengdarsonur minn sinn fyrsta fisk og
hann man vel eftir þeirri ferð.
Veðrabrigðin geta líka verið snögg hér.
Eitt árið sveiflaðist hitinn um ein 26 stig á
einum degi. Við fórum út í hörku frosti
en um kvöldið voru menn að veiða berir
að ofan í vöðlunum.
Það var ævintýralegt.“
Aftur berst talið að muninum á veið-
inni í Mývatnssveit og Laxárdal og segir
Árni Björn veiðina tvisvar til þrisvar
sinnum meiri í Mývatnssveitinni, en þar
er líka veitt á fleiri stangir.
„En hér þarf meira að leita að fiski og
það er skemmtilegra að ná honum,“ segir
hann. „Hér þarf að hafa fyrir þessu.
En veiðitæknin hefur breyst talsvert.
Hér áður fyrr veiddu menn bara með
straumflugum, stundum með dropper,
en nú er andstreymisveiðin orðin mjög
algeng. Það er nýtt og menn veiða miklu
meira á þann hátt. Þetta er hluti af þró-
uninni.
Einn veiðifélagi okkar, Valgarð Ragn-
arsson, var að leggja til að veiðimenn
ættu að sleppa öllum fiski sem þeir veiða
andstreymis en þeir gætu tekið þá sem
elta straumfluguna og taka. Mér finnst
það ekki vitlaus hugmynd.
Sjálfur hef ég ekki veitt mikið með
andstreymistækninni, mér finnst
skemmtilegra að kasta straumflugu, og
finnst gaman að sjá fiskinn elta. En hver
hefur sitt lag á þessu, þetta er eins og með
ánamaðkinn, fluguna og spúninn. Þegar
veitt er andstreymis er agnið fært nær
fiskinum og sumir ná gríðargóðum ár-
angri í því. Mér finnast báðar aðferðirnar
ágætar.“
Spurningin hvenær hann tekur
Við Varastaðahólma kastar Árni Björn á
báðar hendur þegar hann veiðir sig niður
strengina. Að þessu sinni nær hann ekki
að landa fiski þótt þeir séu þarna, enda
eru aðstæðurnar ekki beint veiðimönn-
um vinsamlegar, í bítandi kuldanum.
Jónas veður upp gegn straumnum og
kastar stutt fram fyrir sig, með þrjár
púpur á taumnum og tökuvara. Í eitt sinn
bregður hann við fiski og hátt upp úr
vatninu hendist þriggja til fjögurra punda
urriði en losnar af króknum.
Þegar Árni Björn kemur aftur upp í
hólmann lítur hann yfir strengina og seg-
ir að reynslan hafi kennt sér að fiskarnir
séu þarna víða. „Aðal tökustaðurinn er
við grjótið þarna,“ segir hann og bendir,
„þar hjá er stríður straumur og flúðir á
milli, þar má líka hitta á hann. Svo liggja
fiskar í rennunni hérna við landið, og í
gamla daga lá hann oft í víkinni fyrir
handan, í kyrrara vatni. Þó við förum
héðan fisklausir, eða setjum í einn eða
tvo og missum þá, þá vitum við samt að
hann er hérna. Spurningin er bara hve-
nær hann tekur,“ segir hann og brosir.
Þegar ég spyr hvort þa sé einhver regla
hvenær urriðin tekur, þá segist Árni
Björn ekki geta sagt til um það, bætir síð-
an við að það sé ekki gæfulegt að kasta í
tveggja til þriggja stiga hita.
Hann lítur aftur út yfir ána og hugsar
sig um, segir síðan að það gangi ekki allt-
af jafn vel. „En þetta er ævintýraheimur
og margir veiðimenn hafa ekki hugmynd
um að hann sé til.“
Morgunblaðið/Einar Falur
„Maður veiðir bara þegar línan er
í vatninu,“ segir Árni Björn Jón-
asson og lyftir stönginni við
Varastaðahólma ofarlega í Lax-
árdalnum. Skyldi hann vera á?
„Veiðimenn hafa ýmsa sérvisku. Ég hef veitt
með þessa húfu í yfir tuttugu ár,“ segir Árni
Björn Jónasson verkfræðingur þegar við Jón-
as sonur hans höfum vaðið út í Var-
astaðahólma í Laxá í Laxárdal, í Suður-
Þingeyjasýslu, þar sem þeir köstuðu síðan
flugum sínum fyrir urriðana. Þeir feðgar voru
í hópi veiðimanna sem „opnaði“ þetta róm-
aða urriðasvæði um helgina og gekk vel,
þrátt fyrir umtalsverðan kulda; hollið fékk
um 100 silunga á stangirnar tíu og flesta ríg-
væna. Í hópnum voru fleiri skyldmenni Árna
Björns; Ragna dóttir hans, tengdasonurinn
Magnús og Ebba systir hans. Fjölskyldan
heldur tryggð við þennan hrífandi dal og ána
sem um hann rennur. Með eru líka veiði-
félagarnir Hilmar Ragnarsson, Andrés Magn-
ússon, Þorbjörn Helgi Þórðarson, Valgarð
Ragnarsson, Gunnar Baldur Norðdahl, Alex-
ander Smárason, Jón Eyjólfur Jónsson, Ás-
geir Böðvarsson og Björn Steinar Sólbergs-
son.
Það sem Árni Björn kallar sérvisku veiði-
manns, bláu prjónahúfuna, má líka segja um
ástundun hans á þetta svæði, Laxárdalinn,
en þar hefur hann veitt í opnunarhollinu síð-
ust 23 árin. Og hefur hann einnig veitt í síð-
asta holli sumarsins ár hvert og ennfremur í
sex daga á sumri í Laxá í Mývatnssveit,
svæðinu fyrir ofan Laxárdal.
Í árnefndum Laxár í Laxárdal og Hítarár
Árni Björn rak í tæp þrjátíu ár verkfræðistof-
una Línuhönnun og sinnir ennþá ýmiskonar
verkfræðistörfum og ráðgjöf. Hann veiðir
ekki bara í Laxá í Laxárdal heldur er þar líka í
árnefndinni.
„Árnefndin var stofnuð þegar Stangaveiði-
félag Reykjavíkur tók við svæðinu fyrir tveim-
ur árum,“ segir hann. „Þá komu í hana fjórir
menn að norðan og ég að sunnan. Síðan
hefur reyndar verið fjölgað í nefndinni enda
hefur verkefnunum fjölgað.“
Þetta er ekki eina árnefndin sem Árni
Björn situr í fyrir SVRF.
„Nei, ég hef líka verið í árnefnd Hítarár. Í
gamla daga var ég að aðstoða Odd Helga-
son, fyrrum leigutaka hennar og tengdason
hans og vin minn Steinar Friðgeirsson, en ég
byrjaði að veiða í Hítará ásamt félögum árið
1982 og hefur sá hópur veitt í henni síðan.
Þegar SVFR tók ána yfir æxluðust mál þann-
ig að ég lenti í árnefndinni og sá verk-
fræðistofan sem ég rak, Línuhönnun, einnig
um endurbygginguna á veiðihúsinu Lundi við
Hítará, ásamt Vatnari Viðarssyni arkitekt,
þeim mikla öndvegismanni.“
Veitt með Árna Birni
Jónassyni í Laxá í Laxárdal
Hefur veitt
í opnunarholl-
inu síðustu
23 árin
Árni Björn Jónasson