SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 38
38 5. júní 2011 Blake Lively hefur vakið athygli fyrir fatastíl sinn jafnt og leik og tekur sig jafnan vel út. L eikkonan Blake Lively hefur vakið mikla athygli síðustu misseri, bæði fyrir leik sinn og líka flottan fatastíl. Hún varð fræg fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl þar sem hún leikur Serenu van der Woodsen en þættirnir fjalla um líf vel settra ungmenna í New York-borg. Lively er þó ekki sjálf frá stórborginni. Hún er Kaliforníu- stúlka, fæddist 25. ágúst 1987, og er því 23 ára. Hún á einn bróður og þrjú hálfsystkini og hafa þau öll, ásamt foreldrum hennar, starfað í skemmtanaiðnaðinum. Hún fór með for- eldrum sínum í leiklistartíma, sem þau kenndu í, því þau vildu ekki skilja hana eftir hjá barnfóstru. Hún hefur sagt að það hafi hjálpað henni í leiklistinni að hafa fylgst með kennslunni. Falsaðar nektarmyndir í umferð Hún komst í fréttirnar í vikunni út af nektarmyndum sem voru birtar á netinu. Myndirnar virðast vera af Lively og sýna konu sem lítur út fyr- ir að vera hún taka myndir af sjálfri sér með síma í spegli. Talsmaður leik- konunnar segir að myndirnar séu „100% falsaðar“ og að Blake hafi „aldrei tekið nektarmyndir af sjálfri sér. Blake mun lögsækja þá sem birtu þessar myndir fyrst og aðra sem endurbirta þær.“ Þrátt fyrir að þetta sé stressvaldandi fyrir leikkonuna þýðir þetta allavega að hún sé komin hátt upp í himinhvolf stjarnanna miðað við hversu mikla athygli fréttin fékk. Hún er þó ekkert endilega hrædd við nektina því það hafa verið nektarsenur í tveimur myndum sem hún hefur leikið í, The Town og The Private Lives of Pippa Lee. Lively hefur verið þekkt fyrir langa og ljósa lokka sína. Það vakti því mikla athygli þegar hún litaði hárið á sér rautt. Það var þó ekki bara til gamans eða tilbreytingar heldur fyrir hlutverk í myndinni Hick þar sem hún leikur á móti ungstirninu Chloe Moretz og hinum gamalreynda Alec Baldwin. Leikkonan reynir að taka að sér fjöl- breytileg hlutverk en í þessari mynd leikur hún konu frá suðurríkjunum sem er eiturlyfjafíkill og móðir Luli McMullen, sem hin þrettán ára Moretz leikur. Níu mánuðir á ári fara í tökur á Gossip Girl hjá Lively en hún leikur líka í kvik- myndum og velur því þessa einu mynd sem hún hefur tíma til að leika í á ári vel. Nýjasta mynd hennar er ofurhetjumyndin The Green Lantern, sem verður frumsýnd á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Bandaríkjunum en hér heima í byrjun ágúst. Þar leikur hún Carol Ferris, aðalkvenhlutverkið, á móti Ryan Reynolds sem er Hal Jordan/ Green Lantern. Leikkonan var lengi í ástarsambandi með samleikara sínum í Gossip Girl, Penn Badgley, sem fer með hlutverk Dans Humphreys. Þau hættu nýlega saman eftir þriggja ára samband. Sem stendur er hún tengd við annan leikara, Leonardo DiCaprio, sem sjálfur hætti nýverið með kærustu sinni til nokkurra ára, ísraelsku fyrirsætunni Bar Refaeli. Þau eyddu fríi saman í Suður-Frakklandi fyrir skemmstu þar sem pressan fylgdist grannt með þeim þó þau létu ekki ná myndum af sér saman. A lmyrkvi á sólu var 30. júní 1954. Stjarnfræðingar reiknuðu út að tungl gengi fyrir sólu um hádegi þennan dag og hvergi sæist betur til þessa náttúrufyrirbæris en syðst á landinu. Fjöldi fólks gerði sér því ferð austur í Vík í Mýrdal, á Dyrhólaey og að Skógum undir Eyjafjöllum til að fylgjast með þess- um einstæða atburði. Var Flugfélag Íslands með sérstaka ferð austur á Skógasand en þangað var flogið reglulega á vegum félagsins á þessum árum. „Nú er kl. orðin rúmlega 12. Titrandi sólmyrkvarákir bylgjast yfir landið og gefa umhverfinu einhvern dularfullan og annarlegan svip,“ sagði ritstjórinn Sigurður Bjarnason frá Vigur í frásögn sinni í Morg- unblaðinu. „Við erum að verða hálf loppin. … Svartur sandurinn, sem við stöndum á verður þungbúnari á svipinn og skrúðgrænt landið upp af honum missir smám saman lit sinn. Það skyggir smám saman meira. Sólskífan er orðin örmjó. Útsýnið þrengist. Nú sést varla orðið tilFólk í Mýrdal fylgist með sólmyrkvanum gegnum svört spjöld og varð vitni að ótrúlegu náttúruundri. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 1954 Kvöldroði á miðjum degi Blake Lively skaust upp á stjörnuhimininn sem slúðurstúlkan Serena van der Woodsen. Hún hefur líka vakið athygli fyrir flottan fatastíl og er andlit Chanel. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reuters Káta Kali- forníustúlkan Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.