SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Page 41
5. júní 2011 41
LÁRÉTT
1. Lita úthlutun með samkomulagi. (10)
4. Hetjukvæði um arsenik og tré. (8)
7. Það sem vampírur kjósa? (11)
9. Kona og Ómar hitta heiðarlegar. (6)
10. Merja kynkirtil íþróttafélags. (7)
12. Undarlegi Leó ruglast yfir óskiptanlegum.
(12)
14. Nem hund með kænsku. (6)
15. Peninga frelsi í fjárskorti. (9)
17. Ávextir sem þarf ekki opna eru í almannaeign.
(7)
18. Smár er ekki með mikla drykki. (11)
21. Dansar með spil. (7)
24. Útbreiðslur í rugli fyrir greindari. (10)
26. Engin panik út af átfrekju. (4)
27. Fiskur með galla. (6)
28. Að setja miða á brugg við mörk. (10)
30. Klifurberg getur ummyndast í súrt berg. (10)
31. Eftir langar. (5)
32. Að neðan kem með strípaðan múr fyrir við-
kvæman. (8)
33. Glaður og málhreifur. (6)
LÓÐRÉTT
1. Fólið mitt getur búið til kraft. (9)
2. Á viðsnúinn maga horfi ekki sá sem sér um
stjórn. (11)
3. Smár borði vegna auðmýktar. (9)
5. Skrumskælir ísskáp. (5)
6. Grænmetið á rassinum? (8)
7. Búi greiðir fyrir kaupstaðarmann. (9)
8. Flökkusaga um kú. (4)
11. Æ innileg ruglast í heilindum. (8)
13. Nálgun er að koma saman. (6)
16. Skreyting með kyrrð setta. (7)
19. Þitt eigið band er ljóður. (10)
20. Yndislegastur missir sig yfir best földum. (10)
22. Þannig fær svoli öfugan sið. (9)
23. Afhendir mat. (6)
24. Læknir sem er veikur er ósk. (7)
25. Næðingurinn tapar guði hjá þeim sem er ekki
opinskár. (7)
27. Venjur sem þú ættir. (6)
29. Rísla aftur í landi. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn ásamt úr-
lausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 5. júní rennur út 9.
júní. Nafn vinningshafans birt-
ist í blaðinu 12. júní. Heppinn þátttakandi hlýtur bók
í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 29. maí er
Sigurvin Ólafsson, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavík.
Hann hlýtur í verðlaun bókina Ljósu eftir Kristínu
Steinsdóttur. Vaka-Helgafell gefur út.
Krossgátuverðlaun
Gylfi Þórhallsson, einn fremsti
skákmaður Norðlendinga um
áratuga skeið, var lýstur heið-
ursfélagi Skáksambands Íslands á
þingi SÍ sem haldið var um síð-
ustu helgi. Allir fundargestir
fögnuðu því að Gylfi skyldi vera
heiðraður með þessum hætti.
Gylfi hefur á löngum ferli unnið
Skákþing Norðlendinga átta
sinnum og 14 sinnum hefur hann
borið sæmdarheitið skákmeistari
Akureyrar. Hann hefur setið í
stjórn Skákfélags Akureyrar í 27
ár, þar af 15 ár sem formaður og
verið kjölfestan í öflugu barna-
og unglingastarfi félagsins.
Um Gylfa má viðhafa sömu orð
og Helgi Sæmundsson hafði um
Jóhann Þóri Jónsson; að í skák-
inni hafi hann fundið gullæð í
gráu bergi. Bestu skákir Gylfa
snúast um dirfsku og glæsileg
sóknartilþrif. Gylfi tók þátt í
fyrstu viðureign Íslandsmóts
taflfélaga sem fram fór á Ak-
ureyri haustið 1974. Þá mættu
TR-ingar til leiks með Friðrik
Ólafsson og Guðmund Sig-
urjónsson og nokkrar von-
arstjörnur aðrar en það var gamli
skákkennari Gylfa, Júlíus Boga-
son, sem tók á móti TR-liðinu á
Akureyrarflugvelli. Gylfi hefur
síðan teflt sleitulaust í þessari
skemmtilegu flokkakeppni og
aðeins misst úr þrjár skákir.
Þegar kemur að því að velja
eina af mörgum snjöllum sókn-
arskákum Gylfa beinist athygli
að sigurskák hans yfir sænska
stórmeistaranum Thomas Ernst.
Skákin var tefldi á einu þeirra
móta sem Arnold Eikrem hélt í
Gausdal í Noregi en þangað gerðu
margir íslenskir skákmenn góða
ferð á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar. Ernst var á þessum
árum þekktur fyrir gríðarlega
byrjanaþekkingu og ekki auðvelt
að slá hann út af laginu á því
sviði. Það tókst Gylfa samt sem
áður með frekar óhefðbundinni
uppbyggingu stöðu sinnar.
Gausdal 1992:
Gylfi Þórhallsson – Thomas
Ernst
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 g6 7.
O-O Bg7 8. Be3 O-O 9. h3 Bd7
10. Dd2 He8 11. Hfe1 Hc8 12. Had1
Re5 13. f4 Rc6 14. Rf3 Dc7 15. a3
Hed8 16. Rg5!?
„Gylfaginning“. Svartur lætur
hjá líða að hrekja þennan riddara
af höndum sér með 16. … h6
sennilega vegna þess að það
veikir peðastöðuna örlítið
kóngsmegin.
16. … Ra5 17. Bd3 e6 18. Df2 b6
19. e5!
Hvítur hefur komið mönnum
sínum haganlega fyrir. Þessi
peðaframrás á fullan rétt á sér. Ef
19. … Re8 þá kemur 20. f5! t.d.
20. .. gxf5 21. Bxf5! með óstöðv-
andi sókn, t.d. 21. … exf5 22. Rd5!
Dxc2 23. Re7+! Kf8 24. Rxh7+!
Kxe7 25. exd6+ Ke6 26. Bg5+ Be5
27. Rf8 mát!
19. … dxe5 20. fxe5 Dxe5 21.
Rxf7!
Glæsilega leikið.
21. … Kxf7 22. Bd4 Dh5 23.
He5!?
Einfaldara var 23. Bxf6 Bxf6 24.
Re4 De5 25. Hf1 og vinnur.
23. … g5 24. Hxa5! bxa5 25.
Bxf6 Bxf6 26. Hf1 Dh6 27. Re4
Ef leiðin sem Gylfa valdi er
borin saman við útreikninga öfl-
ugs forrits á borð við „Rybku“ þá
er matið lengi þannig að allt sé í
himnalagi hjá Ernst þar til 29.
leikurinn birtist.
27. … Ke7 28. Rxf6 Hf8
29. Rg8+!
Smiðshöggið.
29. … Hxg8 30. Df7+ Kd6 31.
Hd1 Hg7 32. Ba6+! Ke5 33. Df2!
Hótar 32. Dd4+ Kf5 33. Bd3
mát.
33. … Dh4 34. g3 Hxc2 35. He1+
Kd5 36. Bb7+ Kd6 37. Df8+ Kc7
38. gxh4 Hg6 39. h5! Kxb7 40.
hxg6
- og svartur gafst upp.
Gylfi Þórhallsson heiðursfélagi SÍ
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta