SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 42

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 42
42 5. júní 2011 É g er stundum spurður að því hvaða hjálpargögn verði mér notadrýgst í skrifum mínum. Satt að segja vefst mér þá tunga um tönn; það er nefnilega ekki hlaupið að því að rjúka í bókaskápinn sinn og velja bók til að bjarga því sem bjargað verður ef manni sýnist það, sem á blaðinu stendur eftir mann sjálfan, vart standa undir nafni sem góður texti. Í einu verka sinna greinir Þórbergur Þórðarson, sá mikli stílsnillingur, frá því er hann eitt sinn reyndi að ráða bót á sjúkdómi sem hrjáði ungan mann nokk- urn. Sá er fyrst greindi sjúkdóminn, sóknarprestur úti á landi, taldi augljóst að allt æði mannsins benti til þess að hann þjáðist af sulli í höfði sem lýsti sér með því að hann leitaði „að ám og lækj- um eins og vönkuð kind, situr þar og rær og því hraðar eftir því sem straumhrað- inn er meiri“. Þórbergur afneitar snarlega kenning- unni um höfðusullinn en gerir sér þess í stað grein fyrir að hér er upprennandi séní á ferð sem beri að hlúa að, enda minnti hegðan mannsins mjög á margan andans jöfurinn, t.d. Jónas Hallgrímsson sem „var allur í bunulækjum og bakka- fögrum ám“. Lækningin sýnist Þórbergi liggja í aug- um uppi. Brýnt sé að halda sjúklingnum frá „guðsorðalestri, sálmasöng, mógröf- um og kirkjugöngum“ og auk þess skuli forða honum frá ómerkilegum blöðum og tímaritum „lítilsigldum litteratúr“ o.fl. Þess í stað skuli haldið að hinu unga efni í snilling „frumlegri ljóðgerð og list- rænum prósa“, ekki síst Hvítum hröfn- um og Bréfi til Láru sem, eins og fyrir tilviljun, eru verk eftir Þórberg sjálfan sem raunar hlýtur að hafa þekkt sjálfan sig í sjúkdómslýsingu prestsins. Ég leyfi mér að taka undir orð Þór- bergs, að nokkru leyti að minnsta kosti. Ég tel að vísu að ekki geti skaðað neinn að hlusta á presta flytja mál sitt ef þeir sýna tungumálinu tilhlýðilega virðingu, og sálmasöngur getur vart orðið til tjóns nema um óvenjulegt hnoð sé að ræða undir leiðinlegu lagi. Það er hins vegar þetta með frumlega ljóðagerð og list- rænan prósa sem ég staldra við. Hvað er frumleg ljóðagerð og listrænn prósi? Þar á Þórbergur sennilega við skáldskap þar sem möguleikar tungumálsins eru nýttir til hlítar, þar sem lognmolluleg og svæf- andi orð og orðatiltæki eru útlæg, allt það sem vanabundin notkun hefur gert máttlaust og deyjandi og hefur engan slagkraft lengur. Hér má minna á að Þórbergur varði mestallri starfsævi sinni til þess að rann- saka tungumálið og eðli þess, hvernig því mætti beita best. Verk hans eru stað- festing þess hversu vel tókst þar til. Ég get ekki stillt mig um að birta hér lítinn kafla úr Íslenskum aðliAthöfnin, sem lýst er, telst ekki til tíðinda – nema mál- farslegra. Þórbergur býst til að kveðja elskuna sína og fýsir að líta þannig út að hún heillist og geta víst allir sett sig í því í spor hans. Hann þarf því að raka sig og hefst nú athöfnin:  Það skal samt burt af andskotans smettinu. Og svo tók ég að sarga upp skeggbroddana einn eftir annan, út- flúraði allt skeggstæðið með dreyrandi flumbrum, hamaðist því arvítugar á helvítis ógæfunni, svipti í sundur húðinni hér og þar, beit á jaxlinn, bölvaði hástöfum, æjaði, ákallaði frelsara mannkynsins, forhertist aftur. Og loks, þegar þessari heiftúðugu styrjöld átti að heita lokið, glóði ásýndin þarna í speglinum, útsöxuð og blóðþrútin eins og fullt tungl í eld- mistri. Svona eiga karlmenn að raka sig – með orðum. Fullyrða má að flestum þeim sem flytja mál sitt, hvort sem er munnlega eða skriflega, er jafnan mikið í mun að á þá sé hlustað og textinn hrífi. Glögg þekk- ing á tungumálinu og möguleikum þess er þar traustur grundvöllur. Traustastur verður hann með lestri góðra bóka eins og Þórbergur bendir raunar á. Þessi staðhæfing er að vísu svo margtuggin að jaðrar við klisju en svo er þó ekki. Köll- um það fremur algild sannindi. Ég vík aftur að upphafi þessa pistils, spurningunni um hvaða bækur hafi dug- að mér best í skrifum mínum. Ég svara henni svona: Engin ein bók, heldur ótal bækur. Ég þarf að vísu eins og flestir að fletta upp í íslenskri orðabók til að gæta að stafsetningu, en miklu oftar nýti ég mér Íslenska samheitaorðabók sem æði oft hefur bent mér á blæbrigði sem að góðum notum gætu komið – og ég minni á að það var einmitt Þórbergur Þórð- arson og Margrét kona hans sem gáfu eigur sínar til þess að sú bók mætti líta dagsins ljós. Við heiðrum minningu snillingsins með því að læra af bókinni. Af höfuðsulli og snilligáfu El ín Es th er Málið Finnst þér ekki stundum eins og það veki upp snillinginn í þér að lesa Þórberg? Nei! Bara alls ekki! Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is E itt helsta markmiðið með þátttöku í Feneyjatvíær- ingnum er að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðlega list- samfélaginu. Með þátttökunni eru einnig byggðar brýr sem tengja ís- lensku listasenuna við hina alþjóðlegu samtímalistasenu. Þannig opnast möguleikar fyrir íslenska listamenn á erlendri grundu og vakinn er áhugi er- lends fagfólks í myndlist og listáhuga- manna á íslensku listalífi. Myndlistin er alþjóðlegt tungumál þar sem líf einstaklingsins og samfélag manna eru til stöðugrar umfjöllunar og endurskoðunar. Í byrjun júní annað hvert ár safnast hinn alþjóðlegi list- heimur og heimspressan saman í Fen- eyjum til að vera viðstödd opnun tvíæringsins. Yfirskrift 54. Fen- eyjatvíæringsins, „ILLUMInations“, vísar til tvíæringsins sem eins mik- ilvægasta vettvangs listheimsins til að upplýsa, deila þekkingu og eiga í sam- ræðu. Það er ómetanlegt fyrir þjóð sem byggir afskekkta eyju að taka virkan þátt í þeirri samræðu. Þetta er því ein- stakt tækifæri til að mynda tengsl, vekja athygli á íslenskri listasenu og fá umfjöllun erlendis. Mikil verðmæti eru fólgin í tengslamyndun, öflun þekk- ingar og miðlunar hennar til íslensks menningarsamfélags. Til að nýta þessi verðmæti sem best er nauðsynlegt að vanda umgjörð þátttökunnar, sér í lagi hvað varðar kynningu og almanna- tengsl. Á undanförnum árum hefur þessi Brú til al- þjóðlega list- heimsins Eftir ríflega öld á sjónarsviðinu er Feneyjatvíær- ingurinn einn stærsti og virtasti viðburður á sviði samtímalista og jafnframt eini alþjóðlegi myndlistarviðburðurinn sem íslenska þjóðin tekur þátt í. Edda Sigurjónsdóttir edda@icelandicartcenter.is Lesbók ananna hefur ávallt verið til staðar og er góð sátt um að auka hana enn frekar á þessu sviði, enda vel fallið til að styrkja faglega vinnu, málefninu til góðs. Fjöldi handrita er í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands, enda safnið ein elsta stofnun landsins. Það var stofnað 1863 þegar fáar aðrar stofnanir voru starfandi á þessu sviði. Í Þjóðminjasafninu eru því skráð og varðveitt pappírs- og skinnhandrit, einkaskjalasöfn og hvers konar lögform- legir gjörningar. Þar á meðal eru bók- menntalegar uppskriftir, kvæði og gjörningar. Í Þjóðminjasafninu eru handrit með tónlist, brot úr messusöngsbókum, salt- arabrot, lögbókarbrot og nokkur emb- ættisbréf. Í safninu eru einnig fjölskrúðug papp- írshandrit. Skinnhandritsbrot Þjóð- minjasafns Íslands komust flest í eigu safnsins á fyrstu árum þess þegar Sig- urður málari Guðmundsson veitti safninu forstöðu. Hann safnaði af áhuga og dugnaði merkum gripum í samræmi við skilgreinda söfn- unarstefnu þess tíma. Vitað er að Sigurður lýsti eftir hand- ritum og þá sérstaklega eftir litskrúðugum handrits- U m þessar mundir er unnið að aukinni samvinnu þjóð- menningarstofnana Íslands í því skyni að efla faglegt starf um varðveislu þjóðararfsins. Hef- ur þegar verið lagður grunnur að sam- vinnu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð- skjalasafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um varðveislu og miðlun skjalasafna, handrita og ljósmynda. Markmiðið er að þjóðminjar og ljósmyndir verði varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands, handrit í Árnastofnun og skjalasöfn í Þjóðskjalasafni. Til þessa hefur töluvert verið af handritum og skjölum í Þjóðminjasafni og ljósmyndum í Þjóðskjalasafni vegna sögu stofnananna, lögbundins hlut- verks og aðstæðna. Samvinna stofn- Samvinna um varð- veislu þjóðararfsins Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.