SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 45
5. júní 2011 45
Þ
að er hollt að halda
bókhald yfir það sem
maður les, þó það
geti stundum komið
óþægilega á óvart. Það getur
nefnilega verið lærdómsríkt að
sjá að maður er ekki bara að
lesa meistaraverk bókmennt-
anna svona dagsdaglega. Oftar
en ekki grípur maður ein-
hvern reyfarann eftir þung-
lyndan Skandinava eða
skvísusögu eftir glaðlyndan
Engilsaxa í stað þess að sökkva
sér niður í meistaralega grein-
ingu á afleiðingum kúgunar
nýlenduveldanna eða harm-
þrungna frásögn af einmana-
legu lífi fátækrar fjölskyldu í
Fjarskanistan.
Þetta ætti ekki að vera
vandamál í sjálfu sér, það er
ekkert athugavert við það að
lesa skemmtilegar bækur, nei,
vandamálið er það þegar ein-
hver segir við mann: Ertu að
lesa þetta drasl!?
Ég geri reyndar ráð fyrir því
að flestir þeir sem þetta lesa
séu lausir við slíkt jóss, en þá
líka að þeir þekki það frá
æsku sinni, þekki þá tilfinn-
ingu sem enskumælandi kalla
„guilty pleasure“, þ.e. að
njóta einhvers sem maður
skammast sín fyrir að njóta.
Þeirri spurningu hvers
vegna maður les vondar bæk-
ur hafa margir reynt að svara,
til mynda skrifaði George Or-
well grein um það sem er
meðal annars í greinasafninu
Stjórnmál og bókmenntir sem
Bókmenntafélagið gaf út í lær-
sómsritaröð sinni í hitteðfyrra.
Sú grein fer reyndar að
stórum hluta í það að telja
lesandanum trú um það að
þær bækur sem Orwell hélt
upp á sem unglingur, og má
ráða af textanum að hann
kann enn að meta, hafi verið
góðar bókmenntir þrátt fyrir
allt. Orwell var nefnilega enn
að glíma við samviskubitið
eftir að einhver sagði við
hann: Ertu að lesa þetta
drasl!?
Draslið
lifi!
’
Þeirri spurn-
ingu hvers
vegna maður
les vondar bækur
hafa margir reynt
að svara.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Yfirvöld í Singapore eru vönd að
virðingu sinni, svo vönd að
bannað er að gagnrýna opinber-
ar stofnanir opinberlega, þar
með talið réttarkerfið. Þetta
sannaðist áþreifanlega þegar
breski blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Alan Shadrake var
handtekinn og síðar dæmdur
fyrir að halda því fram á prenti
að sitthvað væri bogið við rétt-
arkerfið í landinu.
Shadrake, sem er á 77. ald-
urári, býr í Bretlandi og Malasíu
og hefur gefið út ýmsar bækur
og skrifað fyrir blöð víða um
heim. Hann var handtekinn í
Singapore fyrir tæpu ári, daginn
eftir útgáfu bókar sinnar, Once
a Jolly Hangman: Singapore
Justice in the Dock. Í bókinni
fjallar hann um dauðarefsingar í
Singapore, en þeim er gjarnan
beitt á andófsmenn og þá sem
gagnrýnt hafa stjórnarfar í ein-
ræðisríkinu sem hefur verið
undir stjórn sama flokks í hálfa
öld og sá flokkur undir stjórn
feðga lungann af þeim tíma.
Eitt af því sem vakið hefur
mikla athygli í Singapore er að í
bókinni ræðir Shardrake við
böðulinn fyrrverandi Darshan
Singh, sem stýrði aftökum í
helsta fangelsi Singapore um
áraraðir, en er nú komin á eft-
irlaun og býr í Ástralíu. Auk
þess ræðir Shadrake við mann-
réttindafrömuði, lögmenn og
fyrrverandi lögreglumenn.
Að mati ríkissaksóknara
Singapore varpar bókin rýrð á
dómskerfi og sjálfstæði Singa-
pore og því var Shadrake hand-
tekinn og kærður fyrir að móðga
réttinn. Bók hans var þó ekki
bönnuð opinberlega, en bóksal-
ar í Singapore urðu þó snimm-
hendis við þeim tilmælum yf-
irvalda að hætta að selja hana og
hún er víst nánast ófáanleg í
borgríkinu.
Shadrake var sleppt gegn
tryggingu og síðan var mál hans
tekið fyrir í október sl. Í þeim
málarekstri, sem lauk mánuði
síðar, var hann dæmdur í sex
vikna fangelsi og ríflega sekt, en
Shadrake varði sig sjálfur með
aðstoð lögfræðings sem barist
hefur gegn dauðarefsingum.
Shadrake áfrýjaði dómnum en
hann var svo staðfestur fyrir
áfrýjunarrétti í vikunni og Sha-
drake var settur inn á miðviku-
dag sl. Hann þarf að sitja inn í
átta vikur hið minnsta, enda
hefur hann lýst því yfir að hann
muni ekki greiða sektina og því
sitja tveimur vikum lengur í
fangelsi, þó hugsanlega losni
hann fyrr ef hann hegði sér
sómasamlega í fangelsinu.
Ýmsir hafa gagnrýnt dóminn,
þar á meðal alþjóðleg samtök
blaðamanna og mannréttinda-
samtökin Amnesty.
arnim@mbl.is
Gagnrýni bönnuð
Breski rithöfundurinn Alan Shadrake var settur inn fyrir gagnrýni.
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
SUNNUDAGSLEÐSÖGN kl. 14,
í fylgd Hrafnhildar Schram
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar
og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt,
íslenskir listmunir og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Eitthvað í þá áttina,
sýning um kortagerð, skrásetningu
og staðsetningu.
14. maí - 21. ágúst
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Bátasafn Gríms Karlssonar:
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
15. maí – 15. sept.
Róðu betur, kær minn karl
- Af sjókonum á 18. öld
Fyrirlestur 5. júní
Ragnhildur Bragadóttir
sagnfræðingur kl. 16.00
Sumarsýningin Fundað í Fjölni
Fjölbreyttar sýningar í báðum
söfnum
Opið alla daga 11-18
www.husid.com sími 483 1504
Sýningarsalir safnsins eru
lokaðir vegna uppsetningar
sýningar.
HLUTIRNIR OKKAR
– safneign safnsins
verður opnuð fimmtudaginn
9. júní kl. 17.
Safnbúðin er opin á
opnunartíma safnsins.
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17. KRAUM og kaffi.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
21. maí til 26. júní
Harpa Árnadóttir
MÝRARLJÓS
Sýningin er hluti af Listahátíð
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Síðasta sýningarhelgi:
Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar
Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Myndin af Þingvöllum
Sýningarstjóri:
Einar Garibaldi Eiríksson
Verk frá 1782-2011
eftir 50 höfunda
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Hugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
List án landamæra - Abstrakt
Jón B.K. Ransu og Guðrún Bergsd.
Laugardag 4. júní
Ratleikur - kl. 14
Fræðsla og útivist fyrir fjölskylduna
í höggmyndagarðinum
Víðistaðatúni.
Styttuganga - kl. 15
Útilistaverkin í miðbæ Hafnarfjarðar
skoðuð með leiðsögn.
Gengið frá Hafnarborg
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis