SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 2

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 2
2 3. júlí 2011 Við mælum með 4. júlí Námskeið hefst í söng og leiklist í Borgarleikhúsinu. Hvert nám- skeið stendur í fimm daga og er unnið markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og að efla sjálfstraust þeirra. Kennslan byggist aðallega upp á leiklist- aræfingum en einnig verður sung- ið og dansað. Námskeiðin eru ætl- uð börnum á aldrinum 8 til 13 ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiklist og söngur 13 Sækjum ekki vatnið yfir lækinn Kjartan Guðjónsson og Hanna María Sigmundsdóttir, nemar við Land- búnaðarháskóla Íslands, stefna bæði á búskap í framtíðinni. 21 Besta sjónvarpslöggan Leikarinn Peter Falk er látinn, 83 ára gamall. Hann er frægastur fyrir túlkun sína á lögreglumanninum Columbo. 24 Slangan hans Hjalta Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina. 26 Engeyingar komnir í bók saman Oft er rætt og ritað um Engeyjarættina, þann fjölda sem kenndur er við Engey á Kollafirði. Út er að koma myndarlegt niðjatal. 28 Hugmyndir komm- únismans … Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa bók um íslenska kommúnista, sem kemur út í októberbyrjun. 32 Barn gæti skriðið … Hvalaskoðunarvertíðin er byrjuð og mörg fyr- irtæki víðsvegar um landið tekin að sigla með áhugasama gesti til að sjá steypireyði og fleira. 36 Elskulegastur ökuþóra Sebastian Vettel hefur ekið eins og sá sem valdið hefur í kappakst- urskeppni ársins. Hann var hins vegar ekki sáttur við söngröddina. 40 Slökun og ró Það er best að reyna að slaka á öðru hverju og hafa það notalegt. Á sumrin getum við líka notað tækifærið og slakað á utandyra. Lesbók 44 Barátta ólíkra strauma Hinn metnaðarfulli og merkilegi þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðarsonar um Pál blaðamann er kominn út í kilju. 34 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 21 Augnablikið E inn uppáhaldsstaðurinn minn í Reykja- vík er Ingólfstorg. Einhverjir kunna kannski að hvá við þessu en svo margir virðast tala illa um Ingólfstorg, segja það „ljótt steinsteyputorg“ og þar fram eftir götunum. Borg er meira en grasbalar og blóm, því borg er fyrst og fremst mannlíf og það er á því sviði sem Ingólfstorg blómstrar. Á torginu kemur saman ótrúlega fjölbreyttur hópur fólks, hjólabretta- kappar, mótorhjólagengi, fjölskyldufólk úr hverf- inu, skyndibitaþyrstir unglingar, rónar, ferða- menn og aðrir miðbæjargestir. Á þessu svæði er byggt þétt og því er gott að fá smá pláss til að anda og athafna sig. Allir lifa í sátt og samlyndi á torg- inu, hjólabrettafólkið skemmtir fólkinu sem sest í tröppurnar með ísinn sinn. Stökkin á hjólabrett- unum eru líka mjög vinsæl hjá yngstu kynslóðinni sem hefur sérstaklega gaman af að fylgjast með þessari tegund mannlífs. Minnstu börnunum finnst líka ánægjulegt að skoða mótorhjólafákana sem lagt er í hópum við Vallarstræti. Þarna sér maður að það eru ekki öll mótorhjól sköpuð eins, en flokkadrættir eftir lögun eru greinilegir. Það er sem betur fer ekki öllum sama um torgið en fallið var frá þeim skipulagsbreytingum að færa gula og rauða húsið við Vallarstræti inn á torgið. Það hefði svo sannarlega verið slæmt fyrir mann- lífið á torginu. Einhvern veginn er alltaf eins og það megi ekki vera auður blettur í Mið- eða Vest- urbæ án þess að það þurfi að troða húsi á hann. Á þessu svæði er hvað mest talað um þéttingu byggðar en það þarf líka að muna að þarna býr fólk með fjölskyldur, sem þarf rými eins og aðrir. Krakkar í Vesturbænum spila líka fótbolta og fara út að hjóla eins og aðrir krakkar. Bílaumferðin í kringum torgið er samt hvimleið, sérstaklega við Hafnarstræti og væri ánægjulegt ef þeirri leið yrði alfarið lokað. Það er alltaf verið að tala um að byggja ofan á hús en hér ætla ég að stinga upp á því að lækka hús. Ég legg til að það verði ein hæð tekin ofan af Morgunblaðshúsinu, svo það verði jafn hátt og hin við hliðina á því. Þannig myndi njóta aðeins meiri sólar á þessu góða torgi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hjólabrettakappar setja mikinn svip á Ingólfstorg og skemmta miðbæjargestum. Morgunblaðið/Ernir Mannlífið blómstrar á Ingólfstorgi 3. júlí Spænsk dag- skrá og fágætar plöntur í Dalbæ á Snæfjalla- strönd. Kristinn H. Árnason gít- arleikari verður með tónleika, reiddir verða fram spænskir réttir og sagt frá Spánverjavígunum 1615. 7. júlí Alþýðu- hljómsveitin Brother Grass spilar í Land- námssetri í Borgarnesi. Hljómsveitin spilar bræðing af bluegrass, blús, folk, gospel og fleiru. 8. júlí Félagar úr sönghópnum Voces Masculorum syngja þjóðlög, ætt- jarðarsöngva og sálmalög undir- leikslaust í Hörpunni. GRÓÐURMOLD - 50 LTR Fáðu fjóra en borgaðu einungis fyrir þrjá. Stykkjaverð, kr 1290 4 fyrir 3

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.