SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 6
6 3. júlí 2011
Þ
að er líklega vel við hæfi að Ice-
landair er samstarfsfyrirtæki Þórs-
ara á Akureyri við hið árlega Polla-
mót, sem nú stendur yfir. Þar líða
um velli knattspyrnumenn 30 ára og eldri og
sannast á sumum, eins og flugfélagið auglýsir
gjarnan, að hugurinn ber menn hálfa leið.
Sumir eru reyndar í toppformi og blása
vart úr nös eftir heilan leik. Þar fara hugur og
hönd saman, hugur og fótur, réttara sagt.
Aðrir kvarta undan því að skilaboðin úr heil-
anum berist ekki eins hratt niður í fæturna og
á árum áður. Hugurinn ber þá hálfa leið og
ekki einu sinni flugfélag dugar til að komast
lengra!
Ég hitti gamalkunnan leikmann á Þórsvell-
inum í gærmorgun.
Hvernig er heilsan?
„Fín,“ sagði hann, brosti breitt og tók á
sprett.
Laust eftir hádegi hittumst við aftur.
Hvernig er heilsan?
„Alveg þokkaleg,“ sagði hann og stakk að-
eins við fæti.
Um kaffileytið dró fyrir sólu í Eyjafirði um
stund og þá líkingu má nota um suma þátt-
takendur á Pollamótinu.
Við hittumst þriðja sinni.
Hvernig er heilsan?
„Hún hefur oft verið skárri,“ sagði hann,
settist og hélt um mjöðmina.
Fallþunginn er meiri á Þórsvellinum norð-
an Glerár en á KA-svæðinu á Brekkunni. Þar
hlaupa um 1.500 strákar (og nokkrar stelpur)
úr 5. flokki og á þeim vígstöðvum er vanda-
málið ekki það sama og hjá þeim eldri; frekar
að fæturnir vinni hraðar og með öðrum hætti
en hugurinn vill helst.
En fjörið er hið sama á báðum stöðum.
Helst að meira sé tuðað í dómaranum á Þórs-
svæðinu enda inneignin þar meiri á reynslu-
bankanum margumrædda.
Páll Magnússon, sem einn hefur dæmt á
hverju einasta móti, kvartaði þó ekki undan
framkomu leikmanna í gær. Hefur marga
fjöruna sopið og flautar bara aðeins hærra en
venjulega ef einhver er með múður.
Pollamótið er nú haldið í 24. skipti og ef-
laust verður mikið tilstand næst. KA-menn
byrjuðu með Essó-mótið (sem nú nefnist N1-
mót) ári á undan þannig að merkileg tímamót
eru á þeim bænum núna og mikið um dýrðir.
Hópur þeirra heldri er marglitur. Margir
leikmannanna hafa komið ár eftir ár. Þeir
sem elstir voru á fyrstu mótunum hafa
reyndar lagt skóna á hilluna en þeir sem rétt
voru skriðnir yfir löglegan Pollamótsaldur
fyrir aldarfjórðungi eru sumir hverjir enn á
kreiki. En bera sig misjafnlega.
Nokkrir stjórnmálamenn eru á svæðinu,
fjölmiðlamenn, að minnsta kosti einn at-
vinnumaður í handbolta – Róbert Gunn-
arsson – og einhverjir fyrrverandi atvinnu-
menn í þeirri íþrótt. Fjöldi þekktra
fótboltamanna er svo auðvitað mættur til
leiks; hetjan Arnór Guðjohnsen kemur fyrst-
ur upp í hugann. Einnig lögreglumenn og
lögfræðingar, húsmæður, hagyrðingar,
bændur og búalið.
Víkingar eru með fjölmenna sveit að vanda
þar sem Andri Marteinsson og Atli Einarsson
eru fremstir í flokki. Einhvern tíma hafa þeir
fagnað sigri og stefna ótrauðir á gullið sem
fyrr. Atli brosti í gær eftir sigurleik. „Ætli
þetta verði samt ekki síðasta mótið mitt,“
hvíslaði hann að mér. Það er eins og ég hafi
heyrt það áður …
Sumir leggja nefnilega skóna á hilluna í lok
Pollamóts og segjast aldrei ætla að taka þá
fram aftur. Mæta svo alltaf galvaskir að ári.
Sannað að
hugur ber
suma bara
hálfa leið!
Lengi lifir í einstaka
gömlum glæðum
Bræðrasynirnir Halldór Ómar Áskelsson, fyrrverandi landsliðsmaður úr Þór, til vinstri, og Bragi Sigurðsson,
heimilislæknir á Akureyri, mættust í fyrsta skipti á knattspyrnuvelli í gær. Frændurnir sættust á skiptan hlut.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þuríður Þorsteinsdóttir í Reyni (til hægri) stígur
dans við Úlfhildi Indriðadóttur í liði ÍR-drottninga.
Lengst til vinstri er Berglind Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Skapti
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Sagan segir að áður en
fyrsta Pollamótið var
haldið hafi Þórsarar
hringt í Veðurstofu Ís-
lands og spurt hvenær
mestar líkur væru á
góðu veðri nyrðra. Svar-
ið hafi verið fyrsta
helgin í júlí, og þess
vegna sé mótið ætíð
haldið þá. Þetta var rifj-
að upp þegar sólin birt-
ist skyndilega um miðja
viku og hiti hækkaði um
nokkrar gráður, eftir
ótrúlegt kuldakast upp
á síðkastið.
Mestar líkur
á góðu veðri
Aðalsteinn Sigurgeirsson formað-
ur Þórs fyrir aldarfjórðungi velti
því fyrir sér, þar sem hann sat í
búningsklefanum með nokkrum
öðrum „gamlingjum“ eftir að þeir
léku sér saman í fótbolta, hvort
ekki væri þjóðráð að hópurinn
keppti einhvern tíma.
„Það væri gaman að halda mót
fyrir okkur,“ sagði Aðalsteinn upp
úr eins manns hljóði og hinum
leist vel á hugmyndina.
Já, höldum Pollamót, sagði ein-
hver. „Og þá gerðum við það
bara,“ segir Aðalsteinn þegar
hann rifjar þetta upp nú.
Með Steina á æfingunni voru
meðal annars Benedikt Guð-
mundsson, sem einnig hefur verið
formaður Þórs, og Bjarni Hafþór
Helgason, stormsenter og tónlist-
armaður með meiru. Hann samdi
Pollamótslag sem ómar gjarnan
við félagsheimilið Hamar.
Mótið var smátt í sniðum í upp-
hafi, níu lið tóku þátt en þeim
fjölgaði ört. Eftir því sem þeir
elstu á fyrstu mótunum eltust var
komið á fót sérstakri deild 40 ára
og eldri. Flottasta breytingin varð
svo auðvitað þegar kvennalið
bættust í hópinn.
„Það væri gaman að halda mót fyrir okkur“
Hvar man eftir Duffys gallabuxum? KA-menn skrýddust í gær búningum
frá síðara hluta síðustu aldar. Kempurnar heita, frá vinstri, Eggert Sig-
mundsson, Guðmundur Sigurðsson og Arnar Valsteinsson.
Morgunblaðið/Skapti
www.noatun.is
www.noatun.is
Pantaðu veisluna þína á
eða í næstu Nóatúns verslun
Grillveislur
1299
á mann
vERÐ FRá
mEÐmEÐl
æti
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafille
Þín samsetning
Grillveislur Nóatúns