SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 18
18 3. júlí 2011
É
g verð seint flokkaður með smærri og visnari
mönnum. Góðir 180 sentimetrar á hæð (á
sokkaleistunum) og örugglega 89 kíló að
þyngd (að sokkaleistunum meðvigtuðum).
Samt finn ég til smæðar minnar þetta síðdegi í Árbænum
þegar ég heilsa þeim frændum Óðni Birni Þorsteinssyni
kúluvarpara og Blake Jakobsson kringlukastara. Annar
er sléttir tveir metrar og hinn 194 sentimetrar (og mögu-
lega ekki hættur að stækka) og hamrammir eftir því.
Þeir bjóða mér kaffi og gotterí sem ég þigg með þökkum.
Það er ekki taktískt að styggja menn í þessum stærð-
arflokki. Þeir gætu örugglega komið ofan í mig grænum
baunum – sem ég borðaði síðast þegar ég var þriggja ára.
Til allrar hamingju reynir ekki á það.
Við dettum niður í dúnmjúkt leðrið í stofunni á heimili
Óðins og fljótt kemur á daginn að frændurnir eru ljúf-
mennskan uppmáluð, hógværir en ákveðnir eins og af-
reksmenn eiga að vera. Svo sem vöxturinn gefur til
kynna eru þeir af hraustu húnvetnsku kyni, bræðrasyn-
ir. Blake er sonur Óskars Jakobssonar, sem um árabil var
einn af okkar allra fremstu kösturum, bæði í kúlu og
kringlu, en Óðinn sonur Þorsteins Jakobssonar prent-
ara. Móðir Óðins er Guðrún Óðinsdóttir en móðir Blakes
er Angela Jakobsson frá Texas.
Kastaði fyrst í sveitinni
Óðinn, sem verður þrítugur síðar á þessu ári, byrjaði að
æfa boltaíþróttir sem strákur, bæði handbolta og körfu-
bolta, en reyndi ekki fyrir sér í kastgreinum fyrr en hann
fór í sveit í Holti í Svínadal sumarið 1996. Brá sér þá á æf-
ingu hjá USAH og greip í kringluna. „Ég fann mig strax
vel í þeirri grein,“ rifjar Óðinn upp en eftir þetta lagði
hann leðurtuðrurnar á hilluna.
Sumarið 1998 setti hann Íslandsmet í kringlu í sveina-
flokki og ári síðar í drengja- og unglingaflokki. Ekki varð
aftur snúið. Óðinn var þegar orðinn tveir metrar á hæð á
Þegar til
kastanna
kemur
Bræðrasynirnir Óðinn Björn Þorsteinsson og Blake Jakobsson eru
í hópi okkar fremstu kastara. Óðinn hefur um árabil verið besti
kúluvarpari landsins og nálgast ólympíulágmarkið óðfluga og
Blake á ekki langt að sækja hæfileikana í kringlukastinu enda son-
ur Óskars Jakobssonar, fyrrverandi íþróttamanns ársins.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir. Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is