SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Qupperneq 21

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Qupperneq 21
3. júlí 2011 21 Þ egar leikarinn Peter Falk var eitt sinn á ferðalagi í Afríku og kom í lítið fátæklegt þorp þutu börn í áttina til hans og hróp- uðu fagnandi: „Columbo! Columbo!“ Í þessu fátæka héraði var bara eitt sjónvarp og þar höfðu börnin kynnst lögreglu- manninum Columbo. „Columbo var mesta sjónvarpslögregla allra tíma,“ sagði leikarinn Stephen Fry þegar hann frétti lát Peter Falk, leikarans sem lék Columbo svo eftirminnilega. Lögreglan í Los Angeles sendi fjölskyldu leikarans samúðarkveðjur og sagði Col- umbo hafa verið eina bestu löggu í sögu sjónvarps. Falk lést á heimili sínu í Kaliforníu fyrir skömmu 83 ára gamall, en heilsa hans hafði verið slæm síðustu árin og hann þjáðist af Alzheimer. Með glerauga Þessi vinsæli leikari fæddist árið 1927. Þegar hann var þriggja ára var annað auga hans fjarlægt vegna meins í sjón- himnu og hann fékk í staðinn glerauga sem hann gekk með alla ævi. Hann var vel menntaður, stundaði meðal annars nám í stjórnmálafræði, stjórnsýslufræð- um og bókmenntum áður en hann sneri sér að leiklist. Hann lék í fjölmörg- um kvikmyndum og var tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna, ár- ið 1960 fyrir hlutverk sitt sem morðingi í Murder, Inc. og ári seinna fyrir leik í Poc- ketful of Mirac- les sem hinn virti leikstjóri Frank Capra leikstýrði. Capra sagði seinna: „Vinnan að mynd- inni var þjáning- arfull, fyrir utan sam- starfið við Pet- er Falk. Hann var gleði mín og tenging við raunveruleik- ann.“ Leik- stjórinn bætti því við að sam- vinna við Falk hefði fengið hann til að gleyma þrá- hyggjukenndri löng- un sinni til að myrða aðalstjörnu mynd- arinnar Glenn Ford. sem var víst óþolandi allan tímann. „Þakka þér Peter Falk,“ sagði leikstjórinn. Falk lék Columbo í fyrsta sinn í sjón- varpsmynd árið 1968 en vinsældir þeirrar myndar ólu af sér aðra mynd. Sjónvarps- þættirnir voru svo gerðir á árunum 1971- 1978 og óreglulegt framhald varð á þeim á árunum 1989-2003. Leikarinn fékk fern Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Steven Spielbert leikstýrði einum fyrsta Columbo-þættinum, þá einungis 25 ára gamall. Spielberg hefur sagt að á þeim tíma hafi hann lært meira um leiklist af Falk en af nokkrum öðrum. Falk var ákaflega vel liðinn af sam- starfsfólki sínu. Söngvarinn Johnny Cash lék í einum Columbo-þætti og í ævisögu sinn fór hann fögrum orðum um Falk sem hann sagði hafa hjálpað sér á hverj- um degi við að ná tökum á hlutverki sínu, en hann lék morðingja þáttarins. Eins og róni Columbo var um margt sérstök lögga. Hann virtist utan við sig, og auðvelt var að líta svo á að hann tæki ekki eftir neinu, en staðreyndin var sú að ekkert fór framhjá honum. Morðingjarnir van- mátu hann nær alltaf og áttuðu sig ekki á því fyrr en í lokin að hann hafði allan tímann leikið sér að þeim eins og köttur að mús. Columbo var svo illa klæddur að aðrar persónur töldu stundum að hann væri róni. Vörumerki hans var regnfrakki, slitinn og skítugur en Falk hafði á sínum tíma keypt hann fyrir sjálfan sig. Eftir 25 ára notkun í sjónvarpi var frakkinn svo illa farinn að það varð að henda honum og fá annan í hans stað. Columbo reykti vindla öllum stundum. Hann dáði eiginkonu sína, frú Col- umbo sem hann vitnaði stöðugt í en hún sást aldrei á skjánum. Góður myndlistarmaður Peter Falk var mikill listunnandi, þótti ágætur myndlistarmaður og ár- ið 2006 hélt hann sýningu á verkum sínum. Hann var einnig mikill áhugamaður um skák. Leikarinn var tvígiftur. Fyrri eig- inkona hans var píanóleikarinn Alyce Mayo, en þau kynntust á háskólaárum sínum, voru gift í sextán ár, ættleiddu tvær dætur og önnur þeirra starfar sem einkaspæjari. Seinni eiginkona hans var leikkonan Shera Danese sem lifir mann sinn. Þau giftust árið 1977 og hún kom nokkrum sinnum fram sem gestaleikari í Columbo. Besta sjón- varpslöggan Leikarinn Peter Falk er látinn, 83 ára gamall. Hann ávann sér heimsfrægð fyrir leik sinn sem lögreglumaðurinn Columbo í samnefndum sjón- varpsþáttum. Jafnvel í fátækum þorpum í Afríku átti hann staðfasta aðdáendur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@mbl.is Peter Falk og seinni eiginkona hans Shera. Hún lék nokkrum sinnum í þáttunum um Columbo. Peter Falk í sínu frægasta hlutverki sem Columbo. Margir telja Columbo mestu sjónvarpslöggu í sögu sjónvarpsins. Reuters Peter Falk og fyrri eiginkona hans á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1962 en Falk var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna. Skannaðu kóðann til að skoða frétt um andlát Falks.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.