SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 23

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 23
3. júlí 2011 23 Á stríða er merkileg kennd. Menn ánetjast einhverri iðju, iðka hana eftirleiðis af kostgæfni og elju og eru jafnvel alveg friðlausir komist þeir ekki til að sinna henni um stund. Flestir eiga þessir menn það sameiginlegt að engu tauti verður við þá komið. Einar Falur Ingólfsson blaðamaður kemur með mann af þessu tagi inn á síður Sunnu- dagsmoggans í dag, Robert Neil Stewart hershöfðingja í breska hernum (1891-1972) en hann eyddi nær tuttugu sumrum við veiðar í ám og vötnum Íslands á síðustu öld. Stew- art kom upphaflega með hólkinn með sér en eftir að hafa áttað sig á stangveiðimögu- leikunum sneri hann sér alfarið að stönginni og kenndi Íslendingum eitt og annað um þá göfugu íþrótt stangveiði og kom mörgum bestu veiðiám landsins á kortið. Um reynslu sína ritaði hann bók sem Einar Falur hefur nú þýtt. Þegar hann sótti dóttur hershöfð- ingjans, Nino Stewart, heim á glæsilegt óðalsetur fjölskyldunnar í Skotlandi fyrir skemmstu gat Einar Falur ekki annað en spurt hvernig í ósköpunum stæði á því að faðir hennar hefði kosið að eyða öllum þessum sumrum í einu herbergi í bænum Grænumýr- artungu í Hrútafirði í stað þess að njóta lystisemdanna þarna heima hjá sér og vera með fjölskyldunni. Dóttirin er snögg til svars: „Veiði var hans mikla ástríða.“ Já, ástríða er merkileg kennd. Eða ætti maður að liða orðið sundur í þessu tilviki: á stríða? Sjaldan fellur eplið ... Ungu afreksíþróttamennirnir og frændurnir Óðinn Björn Þorsteinsson og Blake Jak- obsson, sem rætt er við í blaðinu í dag, eru ekki síður ástríðufullir. Þeir eru fremstir meðal jafningja í greinum sínum á landinu, kúluvarpi og kringlukasti, og hafa sett stefnuna á ólympíuleika, Óðinn á næsta ári en Blake eftir fimm ár. Það er mikið átak að komast og halda sér í fremstu röð í íþróttum, ekki síst í einstaklingsíþróttum, þar sem fjárhagslegur stuðningur getur verið af skornum skammti. Menn þurfa að færa enn meiri fórnir til að ná árangri við þær aðstæður og óskandi að þeir frændur nái mark- miðum sínum en aðeins standa sautján sentimetrar milli Óðins og leikanna í Lundúnum næsta sumar. Blake er yngri og bíður síns tíma en fróðlegt verður að fylgjast með hon- um í framtíðinni og hvort hann slær föður sínum, Óskari Jakobssyni, fyrrverandi íþróttamanni ársins, við í kasthringnum. Blake er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, þar sem faðir hans hefur búið lengi, en ánægjulegt er að heyra hann tala af hlýju um Ís- land og lýsa því yfir að hann komi að öllum líkindum til með að keppa fyrir okkar hönd í framtíðinni – ekki Bandaríkjanna. Tungan ein vegur jafnt og fíll Enda þótt Óðinn Björn og Blake séu stæðilegir menn á velli blikna þeir við hliðina á stærsta spendýri heims, steypireyði, sem séra Sigurður Ægisson á Siglufirði gerir prýði- leg skil í Sunnudagsmogganum í dag. Sigurður gjörþekkir skepnuna og skrapp einmitt til fundar við hana á Skjálfandaflóa í vikunni. Mergjað er að grípa niður í lýsingu hans: „Fullvaxin steypireyðarkýr er m.ö.o. þyngri en 1.500 meðalmanneskjur, barn gæti skriðið um víðustu æðarnar, tungan ein vegur jafnt og fíll og sporðblaðkan er breiðari en löggilt mark á fótboltavelli.“ Það er betra að þvælast ekki fyrir því ferlíki. Á stríða „Ég veit ekki hvort dómurunum líkar ekki litarhátturinn á senternum mín- um. Það er alla vega geysilega mikið veiðileyfi sem fæst á þann mann.“ Guðjón Þórðarson þjálfari knatt- spyrnuliðs BÍ/Bolungarvíkur. „Við getum gert rútínur af æfingum sem sumir myndu túlka sem dans en mér finnst það bara glatað því þetta er fáránlega erfitt og bara eins og fimleikar á súlu.“ Jón Baldur Bogason, 25 ára, æfir súlufitness. „Ég var á annarri holu, reyndi að gera mitt besta og sló bara en svo horfði ég á eftir boltanum og skildi ekki hvað hefði orðið af honum. Svo þegar ég kom að holunni þá var hann bara ofan í.“ Ólöf Helga Brekkan, 82 ára kylfingur, sem fór hólu í höggi á Nesvellinum. „Ég veit að þetta er mikill munur en ég væri alveg til í að skipta og vinna á gólfinu í leikskólunum ef ég fengi þessi laun. Það er sorglegt að þurfa að fara í skrifstofustarf til að fá mannsæmandi laun. Þetta eru reyndar laun sem leikskólakennarar eiga skilið að fá.“ Haraldur Freyr Gíslason hætti sem deildarstjóri á leikskóla og varð formað- ur Félags leikskólakenn- ara. Launin hækkuðu um 363 þúsund kr. á máuði. Eru nú 653 þús. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal ina sem komin var hafði hún forgangsröðina á hreinu. Og vegna kolrangrar og iðulega heimild- arlausrar forgangsröðunar varð hið litla stjórnkerfi Íslands upptekið við að ganga erinda fyrrnefnds óþarfa og réð lítt við annað og enn er verið að dreifa kröftum smárrar stjórnsýslu frá eiginlegum vanda. Í því felst mikið skemmdarverk gagnvart raun- verulegum hagsmunum fólksins í landinu. Tveir stærstu bankarnir voru settir í einhvers konar pólitísku óráði algerlega óathugað, án raun- verulegrar umræðu og heimilda í hendurnar á kröfuhöfum bankanna, sem höfðu þó margir þegar selt sínar kröfur sínar til vogunarsjóða sem eru verstu eignarhaldarar banka sem hægt er að hugsa sér. Þessi óvitagangur fól í sér enn ein hörmuleg mistök. Bankarnir eru þegar teknir að auðgast óeðlilega á kostnað fyrirtækja og venjulegs fólks og heimanmundurinn sem átti að verða grunvöllur nýs bankakerfis varð að brúðargjöfum Jóhönnu og Steingríms til braskara á heimsvísu. Og svo notuðu ráðherrarnir illa fengin völd sín (í kjölfar vel skipu- lagðra óeirða, í skjóli eðlilegra mótmæla, sem voru við það að brjóta fámennt lögreglulið landsins á bak aftur) sem enginn stuðningur er við lengur til að koma á öllum sínum grillum í skattamálum, sem þeir höfðu barist fyrir í tvo áratugi og auðvitað var „hrunið“ notað til að réttlæta það skattalega skemmdarverk. Þessi gjörð hefur dregið allan þrótt úr þeim sem að jafnaði sýna það frumkvæðið og þann framfarahug, sem nú er mikilvægastur. Svartsýni eykst, atvinnuleysi eykst, landflótti eykst. Og hagvöxturinn sem sífellt er verið að spá lætur því bíða eftir sér. Lítt dulinn fjandskapur við fjárfestingar bætir ekki úr skák. Ekkert nýtt í augum varðmanns velferðar Og svo var ákveðið án skýringa að öll laun í landinu skyldu framvegis miðuð við að Jón Sigurðsson hefði víst fæðst í Dýrafirði. Og nú stefnir í það að ís- lenskir læknar verði fljótlega jafn margir starfandi erlendis og hér heima. Og formaður Læknafélags Íslands upplýsir að reynt hafi verið án árangurs að fá fund með „velferðarráðherranum“ síðan um áramót til að fara yfir hina alvarlegu stöðu. ÁN ÁR- ANGURS. Velferðarráðherrann er Guðbjartur Hannesson. Hann hefur sjálfsagt góða skýringu á því að hann hafi ekki haft tíma til að ræða við Læknafélag Íslands í hálft ár. Hann veit það best eins og fyrri daginn: Það hefur ekki neitt nýtt kom- ið fram í málinu. Bara hreint alls ekkert nýtt. Klisj- an segir að kjósendur í hverju landi fái þá rík- isstjórn sem þeir eigi skilið. Klisjan sú hefur verið afsönnuð. Það á enginn kjósandi skilið að sitja uppi með ríkisstjórn eins og þessa. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.