SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 26
26 3. júlí 2011
H
vað eiga þau sameiginlegt, Pétur Sig-
urgeirsson biskup og Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir leikskáld? En Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis og
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari? Pétur „sjó-
maður“ Sigurðsson alþingismaður og Pétur Sigurðs-
son forstjóri Landhelgisgæslunnar?
Allt er þetta góða fólk af Engeyjarætt, sem svo er
kölluð og kennd við Engey á Kollafirði. Ættina þá ber
oft á góma hér á landi enda margt þjóðkunnra sem
til hennar teljast. Nefna má fleiri; Bjarna Benedikts-
son alþingismann, ritstjóra, forsætisráðherra og for-
mann Sjálfstæðisflokksins og alnafna hans, núverandi
formann flokksins. Kristján Tómas Ragnarsson yf-
irlækni og prófessor í New York og séra Bjarna Jóns-
son dómkirkjuprest. Hlustendur Rásar 2 heyra oft í
Guðna Má Henningssyni dagskrárgerðarmanni og
áhugamenn um handbolta þekkja Örn Inga Bjarkason
leikmann FH.
Búseta í Engey til 1950
Til Engeyjarættarinnar teljast líka Kristinn Hrafnsson
fréttamaður, Jónmundur Guðmarsson fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Guðrún Ágústs-
dóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar fyrir Al-
þýðubandalagið. Svo mætti auðvitað lengi telja og
hópurinn er fjölskrúðugur eins og nærri má geta.
Þetta má sjá þegar gluggað er í ríkulega mynd-
skreytta bók sem er að koma út og nefnist Engeyj-
arættin – Niðjatal Péturs
Guðmundssonar og Ólafar
Snorradóttur. Þau hjón
bjuggu í eynni á fyrri hluta
19. aldar, Ólöf fædd þar og
uppalin en Pétur fæddist í
Örfirisey og var alinn upp
þar og í Skildinganesi.
Niðjar hjónanna Péturs og
Ólafar eru orðnir um 5000,
að sögn eins þeirra, Péturs
Guðfinnssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Sjón-
varpsins og síðar útvarps-
stjóra, en hann er formaður ritnefndar. „Þau eign-
uðust átta börn, sem upp komust og eignuðust fjölda
afkomenda, sem flestir settust að hér um nes,“ segir
Pétur í formála sínum að bókinni. „Var áberandi
fram eftir síðustu öld hve margir þeirra bjuggu á Sel-
tjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur, og raunar má
segja að velflestir niðjar þeirra, sem nú telja hartnær
fimm þúsund, búi enn á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Pétur. Búseta var í eynni til 1950 og hún varð hluti af
Reykjavík árið 1978.
Sigurður Kristinn Hermundarson ritstjóri bók-
arinnar segir að í útgáfustarfi sínu hafi hann orðið
var við mikinn áhuga á að gefin yrði út dæmigerð
Reykjavíkurætt, alíslensk að uppruna. Augu margra
hefðu leitað til Engeyjar en mörgum væri ljós skyld-
leiki sinn í gegnum eyna. Með heppilega stærð í huga
hafi hann því ráðist í að taka saman niðjatal þeirra
Ólafar og Péturs.
Auk niðjatalsins er að finna í bókinni grein um
upphaf Engeyjarættar, þar sem raktar eru framættir
þeirra hjóna en Ólöf er komin af Erlendi Þórðarsyni
og konu hans Guðrúnu Gunnarsdóttur sem vitað er
að voru bændur í Engey árið 1703. Því er um að ræða
samfellda sögu sömu ættar a.m.k. frá því ári.
Mikið hefur verið gefið út af mannfræðiritum hér á
landi á síðustu áratugum og segir Pétur Guðfinnsson
áhuga á þess háttar lesefni virðast síst fara þverrandi.
„Annarsvegar eru rit um einstakar ættir og hinsvegar
um heil byggðarlög. Hvoru tveggju hefur verið meira
sinnt í hinum dreifðu byggðum landsins,“ segir Pét-
ur. „Brottfluttir þaðan, mest til höfuðborgarsvæð-
isins, hafa gjarnan látið sér annt um tengslin við
gamlar slóðir, og viljað halda til haga fróðleik um
ættingja sem hafa dreifst, sem og um gamla sveit-
unga.“
Blönduðust lítt við heldri stéttir
Hér hafi innfæddir Reykvíkingar sérstöðu. „Minna
ber á ritum af þessu tagi hjá þeim, og á blóma-
tímabili átthagafélaga var lítið um slíkt á þeirra veg-
um, þótt að vísu hafi verið stofnað Reykvíkingafélag
árið 1940, sem starfaði um nokkurt árabil þar á eft-
ir.“
Engeyingar voru þekktir bændur, sjómenn og
Bæjarhúsin í Engey um 1890.
Þjóðminjasafn Íslands
Engeyingar
komnir í
bók saman
Oft er rætt og ritað um Engeyjarættina, þann
fjölda sem kenndur er við Engey á Kollafirði. Út
er að koma myndarlegt niðjatal hjónanna Ólafar
Snorradóttur og Péturs Guðmundssonar sem
bjuggu í eynni á fyrri hluta 19. aldar.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðný, Bjarni, Kristinn og Guðfínna Jónsbörn Oddssonar og Ólafar Hafliðadóttur. Amma
þeirra var Guðfinna Pétursdóttir (fædd 1815) ein dætra Ólafar og Péturs í Engey.
Pétur
Guðfinnsson