SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 27

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 27
3. júlí 2011 27 skipasmiðir á sínum tíma. Pétur segir athyglivert að næstu ættliðir frá Pétri og Ólöfu hafi áfram stundað útgerð, landbúnað og skipasmíðar, „og virðast lítt hafa blandast kaupmanna- og embættismannastétt- um Reykjavíkur,“ eins og hann segir. Pétur Guðfinnsson segir áberandi fram eftir síðustu öld hve margir Engeyinga bjuggu á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur, „og raunar má segja að vel- flestir niðjar þeirra, sem nú telja hartnær fimm þús- und, búi enn á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins eitt barna þeirra flutti af svæðinu, Guðríður (1812-1889), sem varð prestmaddama austur á landi, og á fjölda afkomenda þar og í Húnaþingi.“ Í bókinni eru hátt í 3000 ljósmyndir og svo skemmtilega vill til að sú elsta er ekki tekin syðra heldur austur á Jökuldal og er af prestshjónunum í Hofteigi á Jökuldal, Guðríði og séra Þorgrími Arnórs- syni. Myndin mun tekin 1867 af dönskum ljósmynd- ara sem ferðaðist um landið. Í ritinu er ekki ítarefni um einsktalinga nema um þau Pétur og Ólöfu. En vert er að nefna að þar er birt merk ritgerð eftir sr. Þórð Ólafsson frá Hlíðarhúsum (1863-1948) um fiskveiðar Reykvíkinga á síðari hluta 19. aldar. „Þar kemur skýrt fram hinn mikli þáttur Péturs Guðmundssonar og sona hans í þróun báta- smíða, auk þess sem hinar almennu upplýsingar um fiskveiðarnar eiga ekki síður við útgerð Engeyinga en annarra Seltirninga og Reykvíkinga á þessu tímabili,“ segir Pétur Guðfinnsson. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra 1963-1970. Sigríður Björnsdóttir eiginkona Bjarna Benediktssonar. Mæðginin Guðfinna Pétursdóttir og Pétur Hafliðason 1874 áður en Pétur hélt til Þýskalands að læra beykisiðn. Að námi loknu ferðaðist hann víða um heiminn og sneri ekki til Íslands fyrr en árið 1889. Þá var móðir hans löngu látin. Prestshjónin Þorgrímur Arnórsson og Guðríður Pétursdóttir. Þetta er elsta myndin í bókinni, líklega tekin 1867. Horft til Engeyjar frá Reykjavík. Myndin er tekin um 1880. Þjóðminjasafn Íslands Guðrún „yngri“ Pétursdóttir, yngsta dóttir hjónanna í Engey, eiginmaður hennar, Kristinn Magnússon og sonurinn Pétur. ’ Áberandi var fram eftir síðustu öld hve margir afkomenda Ólafar og Péturs í Engey bjuggu á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur, og raunar má segja að velflestir niðjar þeirra, sem nú telja hartnær fimm þúsund, búi enn á höfuðborgarsvæðinu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.