SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 28

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 28
28 3. júlí 2011 gys að slíkum ótta. Í Frjálsri þjóð birtist þá um sumarið skopstæling eftir ritstjórann, Sverri Hólmarsson, á dagbókarbrotum Matthíasar Jo- hannessens, ritstjóra Morgunblaðsins: „Skyldu Rússar vera komnir inn í Tékkóslóvakíu? Áreið- anlega. Þessir níðingar, djöflar. Ég veit, að þeir ráðast inn í Tékkóslóvakíu, eins og ég finn blóðið streyma eftir æðum mér. Evtúsénko, Evtúsénkó, Tarsis. Ég verð að muna að hlusta á fréttirnar.“ Þeir hafa örugglega hlegið mikið á ritstjórnar- skrifstofu Frjálsrar þjóðar þegar þetta var skrifað. En viku síðar réðust Rússar inn í Tékkóslóvakíu. Þannig að spáin sem var lögð Matthíasi í munn og átti að vera skopleg rættist. Í hugleiðingu um herstöðvamál í Rétti 1973 hæddist Árni Björnsson að rússagrýlunni. Hann viðurkenndi að Kremlverjar hefðu látið öllum ill- um látum í Austur-Evrópu en sagði að þeir hefðu ekki farið inn í hernaðarlega veik lönd, og nefndi Afganistan sem dæmi ásamt fleiri löndum. „Ástæðan er ofureinföld. Það hefur alltaf verið lygi, að árás frá Sovétríkjunum væri yfirvofandi,“ sagði Árni. Svo merk þótti ritgerð Árna að Samtök herstöðvaandstæðinga gáfu hana út sérprentaða. og jafnvel aftökur, eins og alls staðar annars stað- ar þar sem kommúnistar komust til valda.“ Afneitun á skelfilegum staðreyndum Nú gengu margir af trúnni og afneituðu komm- únismanum, sumir að vísu seint en var það ekki bara af því að þeir vissu ekki betur? „Í bókinni fjalla ég talsvert um það hvað menn gátu vitað. Sannleikurinn er sá að menn gátu allt frá upphafi vitað um kúgunina í Rússlandi. Til dæmis þýddi Morgunblaðið þegar á þriðja áratug margar greinar eftir Anton Karlgren, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn, um ástandið í Rússlandi. Margar fréttir birtust þar um hung- ursneyðina í Úkraínu. Á árunum 1930-40 kom út fjöldi bóka sem lýstu hinu raunverulega ástandi í Sovétríkjunum, bæði á íslensku og öðrum tungu- málum. Spurningin er ekki hvers vegna menn gengu af trúnni og urðu viðskila við kommúnistahreyf- inguna. Hún er: Hvers vegna gengu hinir ekki af trúnni þrátt fyrir að skelfilegar staðreyndir blöstu við? Hvers vegna var Arnór Hannibalsson til dæmis sá eini sem gagnrýndi ástandið í Sovétríkj- unum eftir dvöl sína þar en ekki félagar hans sem fóru til kommúnistalanda um sama leyti? Ég skal þó játa að ég hef vissa samúð með þessum mönn- um. Þeir voru í þröngri stöðu. Þeir voru einskonar strandaglópar, áttu til dæmis sumir maka frá þessum löndum og voru líka bundnir sínum vina- hóp. En Hallgrímur gamli Pétursson sagði að við mættum ekki taka vinskap fram yfir sannleik- ann.“ Geturðu rökstutt þennan harða dóm með dæmum? „Eitt dæmi er að Guðmundur Finnbogason landsbókavörður sagði við Þórberg Þórðarson 13. september 1939 að Stalín myndi áreiðanlega ráð- ast á Pólland. Þórbergur tók því fjarri og sagðist þá skyldu hengja sig. Stalín réðst á Pólland sunnudaginn 17. september 1939. Ég skal nefna tvö önnur dæmi af mörgum: Margir óttuðust sumarið 1968 að Sovétmenn ætl- uðu sér eitthvað illt í Tékkóslóvakíu. Aðrir gerðu D r. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur ver- ið að vinna að bók um íslenska komm- únista síðustu fjögur árin samhliða þýðingu sinni á Svartbók kommúnismans sem kom út 2009. Bókin, Íslenskir kommúnistar 1918–1998, sem er um fjögur hundruð blaðsíður og verður ríkulega myndskreytt, kemur út í októ- berbyrjun. Þegar Hannes er spurður um áherslur í verkinu segir hann: „Rannsóknarspurningin í bókinni er: Að hversu miklu leyti voru íslenskir kommúnistar raunverulegir kommúnistar? Hið augljósa svar er að þeir voru það í alveg sama skilningi og komm- únistar erlendis. Með öðrum orðum, íslenskir kommúnistar voru hvorki betri né verri en kommúnistar annars staðar. Í bókinni dreg ég fram í dagsljósið fjöldann allan af staðreyndum sem sýna hversu náin tengsl íslenskir komm- únistar höfðu við hina alþjóðlegu komm- únistahreyfingu og hversu hrifnir þeir voru af of- beldi. Margir vinir íslensku kommúnistanna í hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu voru hrottar og pyndingameistarar.“ Ertu að segja að ef kommúnistar hefðu komist til valda á Íslandi þá hefðu þeir fangelsað óvini sína og staðið fyrir pólitískum réttarhöldum eins og gert var í hreinræktuðum kommúnistalönd- um? „Enginn vafi. Alls staðar þar sem reynt hefur verið að framkvæma kommúnisma hefur það ver- ið gert með hrottaskap, kúgun og virðingarleysi fyrir öðrum skoðunum. Það er engin ástæða til að ætla að það hefði orðið öðruvísi hér á landi. Hend- rik Ottósson sagði til dæmis, þótt hann væri ef til vill að tala í hálfkæringi, að eftir byltinguna yrðu borgararnir geymdir úti í Grímsey. Arnór Hanni- balsson og Árni Bergmann hafa báðir lýst Sovét- Íslandi eins og það hefði vafalaust orðið, og Áki Jakobsson hefur sagt að sem betur fer hefðu ís- lensku kommúnistarnir ekki náð völdum því þá hefðu þeir breyst í illmenni. Hefðu kommúnistar komist til valda á Íslandi þá hefðu risið fangabúðir í Grímsey, þá hefðu verið haldin sýndarréttarhöld Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hugmyndir kommúnismans lifa enn góðu lífi Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa bók um íslenska kommúnista, sem kemur út í októberbyrjun. Hann vill gera upp við kommúnismann eins og gert var við nasismann og telur réttarhöldin yfir Geir H. Haarde vera sýndarréttarhöld. ’ Í bókinni dreg ég fram í dagsljósið fjöldann allan af staðreyndum sem sýna hversu náin tengsl íslenskir komm- únistar höfðu við hina alþjóðlegu komm- únistahreyfingu og hversu hrifnir þeir voru af ofbeldi. Margir vinir íslensku kommúnistanna í hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu voru hrottar og pyndingameistarar.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.