SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 29

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 29
3. júlí 2011 29 Sex árum síðar, á jólum 1979, réðst Rauði herinn inn í Afganistan.“ Sýndarréttarhöld yfir Geir Haarde Hér hafa verið til ýmsir vinstriflokkar, eins og til dæmis Alþýðubandalagið, sem ég geri ráð fyrir að fái umfjöllun í bókinni. Hver voru tengsl þess flokks við erlenda kommúnistaflokka? „Í Alþýðubandalaginu var talsverð togstreita milli þeirra sem vildu ekki gefa upp trúna á Sovét- ríkin og Kína og þeirra sem vildu lýðræði. Það er margt sem er fróðlegt í því sambandi og ég ræði meðal annars tvennt í bók minni. Hið fyrra er að sumir forystumenn Alþýðubandalagsins stunduðu á laun margvísleg samskipti við Sovétríkin. Til dæmis fór Guðmundur J. Guðmundsson í hvíldar- og hressingarferð til Sovétríkjanna árið 1978, tíu árum eftir að samþykkt var formlega í flokknum að rjúfa tengsl við þá sem gerðu innrás í Tékkóslóv- akíu. Lúðvík Jósepsson hitti líka leynilega ýmsa trúnaðarmenn Sovétríkjanna. Hlutur ráðherrafeðr- anna, Inga R. Helgasonar og Svavars Gestssonar, er kapítuli út af fyrir sig, og fleiri dæmi mætti nefna. Hitt atriðið er að jafnvel þótt margir í Alþýðu- bandalaginu höfnuðu tengslunum við Sovétríkin voru þeir hlynntir tengslum við Kína, Albaníu og Kúbu. Þar var hörfað úr einu víginu í annað og horft framhjá því að alls staðar í þessum kommúnista- löndum var ástandið jafn skelfilegt. Raunar er grát- hlægilegt að síðasta verk Alþýðubandalagsins, sem kynnti sig sem lýðræðisflokk, var að þiggja boðs- ferð til kúbverska kommúnistaflokksins í nóv- ember 1998. Ekki sýnir það mikla umhyggju fyrir þeim pólitísku föngum sem sátu í svartholum Kast- rós!“ Er kommúnisminn ekki horfinn úr íslenskum stjórnmálum? Varla lifir hann góðu lífi í nútíma- þjóðfélagi? „Mér finnst óhugnanlegt að hugmynd komm- únista um að hægt sé að stjórna öllu með tilskip- unum og geðþóttavaldi virðist enn lifa góðu lífi. Ég ætla alls ekki að líkja núverandi stjórnvöldum á Íslandi við stjórnvöld í kommúnistaríkjunum en þar gægjast samt fram daufir skuggar fortíð- arinnar. Núverandi seðlabankastjóri sem er gam- all kommúnisti telur sig til dæmis þess umkom- inn að segja: Þetta fyrirtæki má ekki fá fyrirgreiðslu vegna þess að það er vont fyrirtæki. Hitt fyrirtækið má fá fyrirgreiðslu. Forræðishyggjan sést líka í því að nú er verið að tala um það í fullri alvöru að ekki megi selja tóbak nema í apótekum gegn lyfseðli. Ég er and- vígur neyslu tóbaks en ég er bindindismaður fyr- ir sjálfan mig en ekki fyrir aðra. Skýrast finnst mér þetta þó koma fram í sýndarréttarhöldunum sem er verið að halda yfir Geir Haarde og fyrr- verandi kommúnistar standa fyrir. Það er rétt sem komið hefur fram að þessi sýndarréttarhöld eru ekkert í líkingu við sýndarréttarhöldin í Moskvu 1938 eða í Prag 1952 því menn eru ekki pyndaðir og það stendur ekki til að taka þá af lífi. En eins og í þeim réttarhöldum er maður leiddur fyrir rétt vegna pólitískra skoðana, ekki vegna lögbrota.“ Siðferðileg samábyrgð Finnst þér ástæða til að gera upp við komm- únismann á svipaðan hátt og við nasismann? „Ég er sammála dómsmálaráðherrum Evrópu- sambandsins sem ályktuðu á dögunum að ekki hefði verið gert nægilega vel upp við komm- únismann sem kostaði hundrað milljónir manna lífið á 20. öldinni. Það var hins vegar gert eftir- minnilega upp við nasismann. Það eru til ljós- myndir og kvikmyndir úr fangabúðum nasista, það voru haldin réttarhöld yfir þeim í Nürnberg og safnað gögnum um ódæði þeirra. Það hefur ekki verið gert neitt svipað við komúnismann þótt hann hafi verið mannskæðari en nasisminn. Í mínum huga er aðalatriðið að rétta hlut fórnar- lamba kommúnismans, allra þeirra manna og kvenna sem þegjandi og hljóðalaust hurfu inn í þrælabúðir eða voru drepin. Hlutverk sagnfræð- ingsins á ekki síst að vera það að draga fram í dagsljósið hin gleymdu fórnarlömb og um leið vakna spurningar um siðferðilega samábyrgð þeirra sem studdu böðlana.“ Já, en það eru engin fórnarlömb íslenskra kommúnista. Er þá nauðsynlegt að dæma ís- lenska kommúnista hart? „Þá komum við að spurningunni um siðferði- lega samábyrgð. Hér varð ekki kommúnísk bylt- ing og kommúnistar höfðu ekki teljandi völd á Ís- landi. Þeir beittu hins vegar mikilli hörku í orðræðu og réðust með ofstopa á alla þá sem sögðu sannleikann um Sovétríkin, til dæmis Bjarna Benediktsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Það var ótrúleg heift í þessum herbúðum. Við skulum ekki heldur gleyma að íslenskir komm- únistar beittu ofbeldi og sumir urðu jafnvel fyrir örkumlum af þeirra völdum, eins og er rakið í bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland. Óskalandið. Í kommúnismanum er mjög sterkt einræðis- hugarfar og íslenskir kommúnistar voru sann- færðir um að þeir væru í stakk búnir til að skapa þjóðfélag samkvæmt kommúnískum kenningum og voru tilbúnir að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi til að svo mætti verða.“ Áttu von við hörðum viðbrögðum frá vinstri- mönnum við bókinni? „Ég geri ráð fyrir að mörgum muni sárna að rifjað sé upp að þeir lögðu lag sitt við mannskæð- ustu helstefnu 20. aldar. En hugur minn er með fórnarlömbunum, ekki viðhlæjendunum.“ Morgunblaðið/Eggert Hannes Hólmsteinn: „Ég ætla alls ekki að líkja núverandi stjórnvöldum á Ís- landi við stjórnvöld í kommúnistaríkj- unum en þar gægjast samt fram daufir skuggar fortíðarinnar.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.