SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 34
34 3. júlí 2011
K
nattspyrnufélagið Valur
fagnar 100 ára afmæli í ár og
af því tilefni hannaði Guð-
mundur Jörundsson sér-
stakan hátíðarbúning fyrir félagið. „Ég
sóttist eftir þessu,“ segir hann um
hvernig þetta kom til. „Grunn-
hugmyndin var að þetta átti að vera
búningur sem þeir myndu spila í allt
sumarið,“ segir hann en út af styrkt-
araðilunum var það snúið. „Þeir áttu að
spila í þessu á afmælisleiknum en þetta
endaði í að vera söluvarningur og svo
voru strákarnir myndaðir í þessu. Þetta
er hinn opinberi afmælisbúningur,“
segir hann en búningurinn er óneit-
anlega virðulegri en þeir sem leik-
mennirnir klæðast venjulega.
Guðmundur útskrifaðist sem fata-
hönnuður frá Listaháskóla Íslands í vor
og vakti útskriftarlína hans töluverða
athygli. Hann starfar líka sem aðal-
hönnuður Herrafataverzlunar Kormáks
& Skjaldar og hefur gert jakkaföt fyrir
þessa herramannslegu búð.
Vantar fallega búninga
„Ég elska Val svo mikið,“ segir hann
um af hverju hann langaði til að gera
þetta. „Mig langaði til að gera eitthvað
fyrir Val á afmælinu. Mér fannst hafa
vantað fallega búninga í fótboltanum.
Það er svo sjaldan sem búningarnir eru
fallegir.“
En hvað finnst honum helst vanta í
búningana?
„Það er lítið sem þarf að gera, helst
leita aftur í að gera fallegri smáatriði.
Það eru auglýsingarnar sem sjúska
þessa búninga alltaf strax,“ segir hann
en auglýsingar frá hinum ýmsu fyrir-
tækjum eru ekki prýði á búningunum
þó þær kunni að vera gagnlegar.
Einna mest áberandi við hátíðartreyj-
una er reimaða hálsmálið, sem Guð-
mundur segir vera „mjög klassískt“.
Hann er með hugmynd um að gera
síðar búning sem liðið gæti spilað í og
ljóstrar upp pælingum um leðurbætur
og leðurreimar.
Hefur það ekki áhrif á leikmenn
hvernig þeir taka sig út í búningnum?
„Þeir hefðu náttúrlega unnið þennan
leik ef þeir hefðu spilað í þessu!“ segir
Guðmundur og vísar til afmælisleiksins
við ÍBV.
Treyjan er úr bómull
Efnisval afmælisbúningsins er óvenju-
legt, treyjan er úr bómull en núorðið
eru alltaf notuð gerviefni í þessar flíkur.
„Það er strax miklu fallegra að hafa
þetta úr bómull. En það er hægt að gera
fallegar treyjur þó þær séu úr gervi-
efni,“ segir hönnuðurinn sem valdi líka
efnið með tilliti til aðdáendanna en það
er auðvitað miklu þægilegra að vera í
bómullartreyju.
Annað sem Guðmundi fannst að jafn-
aði ekki vera fallegt í fótboltabúningum
er hvernig er prentað með stafrænum
hætti á þá. Valsmerkið er saumað í há-
tíðartreyjuna sem hann hannaði. „Það
gerir svo mikið. Það er svo ljótt þegar
þetta er prentað,“ segir hann en stórt
Valsmerki er fyrir miðju á treyjunni.
Merkið er vel staðsett með tilliti til þess
að hægt er að vera í jakka yfir á leikjum
án þess að skyggja á merkið.
Innblásturinn að þessu og öðru kem-
Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson er hér ásamt leikmanni Vals, Matthíasi Guðmundssyni, sem er íklæddur afmælisbúningnum sem Guðmundur hannaði.
Úrvals hátíðar-
búningur
Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson vildi gera
eitthvað fyrir knattspyrnufélagið sitt í tilefni
aldarafmælisins og útkoman varð sérstakur há-
tíðarbúningur sem liðsmenn Vals klæddust á af-
mælinu og er nú til sölu á Hlíðarenda.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Mynd: Ómar Óskarsson omar@mbl.is