SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 36

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 36
36 3. júlí 2011 V ísifingur hægri handar er orð- inn að nokkurs konar ein- kennismerki Þjóðverjans Seb- astians Vettels. Hann sýnir fjöldanum gjarnan fingurinn – en alltaf í góðu og með bros á vör, því með þessum hætti fagnar hann fyrsta sæti; hvort sem er á æfingu eða í keppni. Vettel, sem í dag (sunnudag) fagnar enn einu sinni, að þessu sinni 24. afmæl- isdeginum, þótti snemma ótrúlega þroskaður og hæfur ökumaður og segja má að um þessar mundir komist enginn keppinautanna með framenda bílsins þar sem Þjóðverjinn ungi er með aftur- dekkin. Að minnsta kosti enginn einn ökuþór öðrum fremur. Keppt hefur verið átta sinnum í form- úlu 1 í ár, Vettel sigrað í sex skipti en í tvígang orðið að láta sér annað sætið lynda. Hann getur þó ekki annað en verið ánægður með stöðuna, því enginn hefur nokkru sinni byrjað keppnistímabil jafn glæsilega og Vettel nú. Spennandi verður að sjá hvort hann heldur sínu striki í Silverstone á Eng- landi um næstu helgi. Byrjaði átta ára Fróðir menn segja enga tilviljun hve hratt Þjóðverjanum skaut upp á stjörnuhimininn enda stefndi hann lengi markvisst að því að ná árangri. Ótrúlegt en satt: Vettel var farinn að keppa á kart-bílum að- eins átta ára. Það var árið 1995. Mörgum finnst skemmtilegt að prófa slíkt tæki í sumarfríinu en guttinn tók það strax alvarlega og lagði líklega með því grunninn að glæstum ár- angri síðar. Vettel er sá yngsti sem keppt hefur í formúlu 1; var 19 ára og 53 daga þegar hann ók fyrir lið Toro Rosso í Tyrklands- kappakstrinum 2006 og 17. júní árið eftir varð hann yngsti ökuþór sögunnar til að fá stig í formúlu 1, 19 ára og 349 daga. Það var í Indianapolis í Bandaríkjunum 17. júní. Kannski má kalla hann Íslands- vin fyrir að velja þann dag … Vettel varð yngstur til að stíga á efsta þrep verðlaunapalls eftir að hann kom fyrstur í mark í Monza á Ítalíu haustið 2008 og í fyrra varð hann svo yngsti heimsmeistarinn, 168 dögum yngri en Bretinn Lewis Hamilton þegar hann varð meistari 2008. Barnungur átti Vettel sér reyndar þrjú átrún- aðargoð; Mikjála sem allir voru í hópi mestu afreksmanna ver- aldar. Þetta voru bandaríska körfuboltagoðsögnin Michael Jor- dan, söngvarinn Michael Jackson, einnig úr Vesturheimi, og landi Vet- tels, kappaksturskempan Michael Schumacher. Vill aðeins það besta … Sagan segir að strák hafi mest langað til að feta í fótspor Jacksons en fljótt áttað sig á að röddin væri ekki nógu góð og því látið þann draum lönd og leið. Formúluunnendur mega þakka fyrir það í dag. Vel má vera að hann Elskulegastur ökuþóra Sebastian Vettel hefur ekið eins og sá sem valdið hefur í kappaksturskeppni ársins. Formúluvinir geta reyndar þakkað fyrir að hann var ekki nógu ánægður með eigin söngrödd sem barn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Númer eitt! Sebastian Vettel fagnar sigri á sinn hátt.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.