SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 38
38 3. júlí 2011
Ú
rslit kosninga til Alþingis vorið 1987 voru um margt sögu-
leg, því aldrei áður hafði fjórflokkurinn goldið afhroð með
viðlíka hætti. Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar,
sem varð til fáum dögum áður en framboðsfrestur rann út,
fékk 10,9% greiddra atkvæða. Þótti mörgum sem hin forna fótbolta-
hetja fengi ósanngjörn málagjöld þegar kom til uppgjörs milli hans og
Sjálfstæðisflokksins. Hulduherinn kom úr felum og atkvæði alls 16.588
kjósenda komu sjö mönnum á þing. Hin stjórnmálahreyfingin, utan
fjórflokksins, sem bauð fram í kosningunum þetta vor, var Kvenna-
listinn. Í kosningum fjórum árum fyrr hafði hann fengið atkvæði 5,5%
kjósenda og þrjár konur á þing: Guðrúnu Agnarsdóttur, Kristínu Hall-
dórsdóttur og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur.
Árið 1987 greiddu ríflega 10% kjósenda Kvennalistanum atkvæði sitt
og með því urðu þingkonurnar alls sex. Stjórnmálahreyfingin var með
því orðin margs megnug og öll vötn féllu til Dýrafjarðar á þann veg að
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði stjórn-
Stjórnarmyndun. Við upphaf viðræðna Sjálfstæðisflokks og Kvennalista vorið 1987. Frá vinstri talið: Friðrik
Sophusson, Kristín Einarsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Guðrún Agnarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Myndasafnið 20.05.1987
Reynsla kynja
sé jafngild
A
lbert Mónakóprins festir loks ráð sitt en hann gengur að
eiga Charlene Wittstock í tvöfaldri athöfn um helgina en
borgaraleg vígsla var haldin á föstudagskvöld og viðhafn-
arbrúðkaup með bæði tignum og frægum gestum á laug-
ardag. Wittstock er 33 ára gömul og fyrrverandi afrekssundkona og
Ólympíukappi. Borgaralega vígslan var haldin þar sem Rainier, faðir
Alberts, gekk í hjónaband með Hollywood-stjörnunni Grace Kelly
fyrir 55 árum síðar. Wittstock er
með skærblá augu og sterka beina-
byggingu og hafa því ýmsir freistast
til að bera hana sama við hina dáðu
Kelly, sem lést í bílslysi fyrir um
þremur áratugum. Brúðarkjóll Kelly
er heimsþekktur og því pressa á
Wittstock að vera í fallegum kjól en
búist er við því að konunglegi brúð-
arkjóllinn komi úr smiðju Karls Lag-
erfeld hjá Chanel.
Þetta er fyrsta hjónaband þeirra
beggja en Albert hefur þó ekki verið
aðgerðalaus piparsveinn. Sumir
töldu að hann myndi aldrei festa ráð
sitt en hann á tvö börn utan hjóna-
bands.
Sögusagnir hafa gengið um það síðustu daga að þriðja óskilgetna barnið
hafi nýverið komið í ljós og Wittstock hafi því ætlað að hætta við brúð-
kaupið og snúa aftur til Suður-Afríku. Konungshöllin segir þetta vera
„ljótar sögur“, sem eigi rætur sínar í afbrýðisemi.
Athöfnin á laugardag verður haldin að kaþólskum hætti og á eftir henni
tekur við mikil veisla. Yfirkokkur veislunnar er enginn annar er þriggja
stjörnu Michelin-matreiðslumaðurinn Alain Ducasse. Fyrir utan frönsku
kampavínin og vínin frá heimalandi brúðarinnar kemur allt hráefnið í
veislumatinn frá svæðum sem eru í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá
Mónakó, að því er Ducasse sagði í samtali við fréttastofu AP.
Meira en þúsund blaðamenn víðs vegar að úr heiminum fylgjast með
konunglega brúðkaupinu. Hátíðarhöldin hófust reyndar á fimmtudags-
kvöld með ókeypis tónleikum með hinu fræga rokkbandi, The Eagles.
Sjónvarpið sýnir beint frá brúðkaupinu og hefst útsendingin kl. 14.50.
Albert Mónakóprins festir loks ráð sitt þegar
hann gengur í hjónaband með suður-afrísku
sunddrottningunni Charlene Wittstock um
helgina. Henni hefur verið líkt við aðra
Mónakóprinsessu, Grace Kelly, enda með
skarpa beinabyggingu og ljóst hár.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Parið uppáklætt við
frumsýningu á kvik-
myndahátíðinni í
Cannes í maí.
Reuters
Sunddrottning
verður prinsessa
’
Fyrir utan
frönsku
kampavínin og
vínin frá heimalandi
brúðarinnar kemur
allt hráefnið í veislu-
matinn frá svæðum
sem eru í innan við
tíu kílómetra fjarlægð
frá Mónakó.
Frægð og furður