SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 42
42 3. júlí 2011 É g hef stundum lagt stutta ljóða- texta fyrir nemendur mína og m.a. notað þá til að kalla fram umræðu um málfræði. Jafnframt hef ég reynt að sýna fram á að það getur verið gott að þekkja til málfræðihugtaka þegar rýnt er í merkingu texta. Lítum á þetta gullfallega kvæði Einars Benedikts- sonar, Landið helga (brot): Þótt allir knerrir berist fram á bárum / til brots við eina og sömu klettaströnd, / ein minning fylgir mér frá yngstu árum / – þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. / Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum / við ljós sem blakti gegnum vetrar- húmið. / Og svo var strokið lokki af léttri hönd / sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. Eftir að hafa rætt þá fallegu hugsun í fyrri hluta þessa texta að gömul minning birtist manni sem framtíðarsýn (handan við gröf og dauða), vildi ég dusta rykið af þolmynd sagna og sagði: „Finnið tvær þolmyndir í seinni helmingi þessa und- urfagra brots.“ Sprækir nemendur voru snöggir það því: a) ein bæn var lesin; b) lokki var strokið. Ég spurði síðan: „Hver er gerandinn í fyrri þolmyndinni?“ Glaðlegur nemandi: „Gerandinn er ekki sjáanlegur en væntanlega er það móðir barns sem er að sofna.“ Ég: „Já, germyndin væri þá t.d.: „Einhver (sennilega móðirin) las bæn tár- fellandi.“ Svo eyddi ég nokkrum orðum í að tala um muninn á þolmynd og ger- mynd: Hún las bæn (germynd); bæn var lesin (af einhverjum): þolmynd. Síðan spurði ég: „Hver er þá gerandinn í seinni þolmyndinni?“ Hikandi nemandi: „Konan?“ Ég: „Nei, en þú ert heit.“ Síðan sagði ég eitthvað á þessa leið: „Það er ekki þannig að konan hafi strokið lokk af hend- inni á barninu, heldur var það hönd (kon- unnar) sem strauk lokki (barnsins) áður en hún (höndin) slökkti ljósið og signdi rúm- ið. Með öðrum orðum: Hér er gerandinn sýnilegur (í forsetningarlið), höndin (á móðurinni) er gerandinn.“ Til viðbótar benti ég svo á beygingarfræðilegt atriði: að okkur væri kennt að orðið hönd væri hendi í þágufalli; en það hentaði Einari Bene- diktssyni ekki að virða þá reglu hér enda þarf hönd að ríma við strönd og lönd. Niðurstaða: Til að glöggva okkur fyllilega á texta þarf að gefa sér dálítinn tíma, og gaman er að geta beitt hugtökum í um- ræðu um hann. Höskuldur Þráinsson segir í sinni ágætu Handbók um málfræði: „Germynd er hin ‚venjulega‘ mynd sagna og þolmynd má leiða af henni með því að gera andlagið (þolandann) að frumlagi (og bæta hjálparsögn við).“ Höskuldur skýrir svo mál sitt nánar með dæmum, sbr. líka dæmin hér að ofan. Og áfram með hugtökin. Kennarinn: „Hvers vegna er eðlilegt að segja: ‚á næt- urnar’ en ekki ‚í fæturnar’ eða ‚á veturn- ar’?“ Íbygginn nemandi: „Af því að nótt er kvenkynsorð og greinirinn þar er því -nar (hinar) í þolfalli fleirtölu. En vetur og fótur eru karlkynsorð og greinirinn þar er því -na (hina) í þolfalli fleirtölu.“ Ég minntist hér að ofan á ágæta hand- bók Höskulds Þráinssonar um málfræði. Mig langar einnig að geta um bók sem er nýútkomin og heitir Handbók um ís- lensku og er hagnýtur leiðarvísir um ís- lenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun. Ritstjóri er Jóhannes B. Sigtryggs- son. Þarna eru rædd fjölmörg atriði sem gagnast öllum sem áhuga hafa á íslensku máli. Í bókinni kemur m.a. fram að eft- irmáli (kk.et.) sé ekki það sama og eft- irmál (hk.ft.). Þess vegna beri að segja: Þessu fylgdu engin eftirmál (ekki: „eft- irmálar“). Það getur verið árangursríkt að rýna í merkingu orða. Dr. Helgi Guðmundsson sem lengi var prófessor við Háskóla Ís- lands hefur fengið margar stórsnjallar hugmyndir um dagana eins og bækur hans og greinar eru til vitnis um. Í bók- inni Land úr landi (2002) er stutt grein (bls. 99-103) um hina alþekktu þjóðsögu Nátttröllið, þar sem ung kona gætir bæj- arins ein á jólanótt meðan fólkið er við messu. Tröll kemur á gluggann og segir m.a.: „Snör mín hin snarpa og dillidó.“ Helgi Guðmundsson bendir á að orðið snör merki ‚tengdadóttir’. Þá má lesa það út úr sögunni að tröllið sé enginn annar en tengdafaðirinn sem ætli að notfæra sér það að stúlkan sé ein heima. Þannig fær sagan alveg nýja merkingu – og það er ég viss um að margur femínistinn hefði orð- ið stoltur ef hann hefði áttað sig á því sem Helgi Guðmundsson sá. Hér er semsagt um eins konar viðvörun að ræða sem konur hafa gefið konum og aðeins konur skildu. Gætið ykkar, konur, á „tengdó“ ef þið eruð einar heima! Snör mín hin snarpa og „tengdó“ ’ Hér er semsagt um eins konar viðvörun að ræða sem konur hafa gefið konum og aðeins konur skildu. Gætið ykkar, konur, á „tengdó“ ef þið er- uð einar heima! Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Vinnu bók Pedró mörgæ s Málið El ín Es th er Sko, þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Þegar þú segir: „Ég braut eggið,“ ert þú gerandi, en ekki eggið, eins og þú hefur skrifað... Nú? Af hverju? En ég vil ekki vera gerandi! Af því að þeir fara í fangelsi! S umarsýningin mikla verður í Mjólkurbúðinni, í Ketilhúsinu og í menningarhúsinu Hofi. Á sýningunni, sem er og opn- unarsýning Listasumars á Akureyri, getur að líta prjónahönnun, fatahönn- un, veflistaverk, tauþrykk, þæfingu, útsaum, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og margskonar óhefð- bundin þráðlistaverk unnin með bland- aðri tækni. Textílfélag Íslands var stofnað 1974 af nemendum og kennurum text- íldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Í dag eru félagskonur 80 og þátttakendur í sumarsýningu félagsins fyrir norðan 39, eða um helmingur félagskvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem Textílfélag Ís- lands sýnir norðan heiða. Byrjað verður að opna sýninguna í Ketilhúsinu kl. 14:00. Guðrún Mar- inósdóttir, sem er ein af stofnendum Textílfélagsins, opnar sýninguna form- lega kl. 14:00. Hennar verk eru einmitt til sýnis þar, en einnig eiga verk Anna Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Erlendsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ásdís Birg- isdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guð- rún Hadda Bjarnadóttir, Helene Magn- ússon, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Heidi Strand, Ingiríður Óðinsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, Ragn- heiður Björk Þórsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Rósa Kristín Júl- íusdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Lára Shanko, Sólrún Friðriksdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Þórey Eyþórsdóttir. Úr Ketilhúsinu er stutt ganga yfir í Mjólkurbúðina í Listagilinu og þar verð- ur opnað rúmlega 14:00. Þar sýna Auð- ur Vésteinsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Kristveig Hall- dórsdóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir. Þriðja og síðasta opnun Sumarsýn- ingarinnar verður síðan í menningar- húsinu Hofi kl. 16:00 og þar syngur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, sem er meðal nýj- ustu meðlima félagsins, við undirleik Hjörleifs Hjartarsonar á Tjörn. Í Hofi sýna Anna Guðmundsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Brynja Emilsdóttir, Bjargey Ingólfs- dóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, María Valsdóttir, Margrét Linda Gunn- laugsdóttir, Rósa Helgadóttir, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Sveina Björk Jó- hannesdóttir, Steinunn Björg Helga- dóttir og Þóra B. Schram. Sýningarstjóri Sumarsýningarinnar er Björg Eiríksdóttir myndlistarmaður, en upphengingu í Hofi annaðist Elín Ingólfsdóttir útstillingarhönnuður. Hönnunarverk eru og aðallega í Hofi, myndlistartextíll í Ketilhúsinu og blanda af hvoru tveggja í Mjólkurbúð- inni, mest textílverk þó. Textílfélag- ið sýnir á Akureyri Í dag leggur Textílfélag Íslands Akureyri undir sig, heldur þar sumarsýningu sem er svo viða- mikil að sýnt er á þrem stöðum í bænum og tekur um helmingur félagskvenna þátt í sýningunni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Myndvefnaður eftir Sólrúnu Friðriksdóttur. Sýndur í Ketilhúsinu. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.