SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 47
3. júlí 2011 47
F
ela Ransome Kuti fæddist 15.
október 1938 í Abeokuta,
litlum bæ í Nígeríu um 100 km
norðan við höfuðborgina La-
gos. Hann var næstyngstur af fimm
systkinum í miðstéttarfjölskyldu. Faðir
hans var fyrsti formaður kenn-
arasambands Nígeríu en móðir hans
kvenréttindakona og pólitískur bar-
áttumaður. Fela langaði til að vera tón-
listarmaður frá barnsaldri og um tví-
tugt fluttist hann búferlum til London
og skráði sig í Trinity College of Music.
Þar dvaldist hann næstu fjögur ár og
lærði á píanó auk þess að leggja stund á
nám í tónsmíðum. Hann stofnaði sína
fyrstu hljómsveit, Koola Lobitos, og
byrjaði að spila á hinum ýmsu klúbb-
um borgarinnar sérstaka blöndu af
djassi og vesturafrískri „High Life“-
tónlist. Þar kynntist hann einnig fyrstu
konu sinni sem hann eignaðist þrjú
börn með, þar á meðal soninn Femi
Kuti sem hefur haldið tónlistararfleifð
föður síns við.
Fæðing afróbítsins
Árið 1963 snýr Fela aftur til Lagos og
stuttu síður endurvekur hann Koola
Lobitos og spilar með þeim á klúbbum
víða í Lagos, en undir lok sjöunda ára-
tugarins fær hann hins vegar tromm-
arann Tony Allen til liðs við sig sem
átti eftir að hafa mikil áhrif. Annað
sem breytti lífi og þar með tónlist Fela
Kuti var ferð hans til Bandaríkjanna
1969. Á meðan á dvöl Fela og Koola
Lobitos í Los Angeles stóð kynntist
hann ýmsum sem tengdust Black Pant-
her-hreyfingunni. Þar á meðal var
Sandra Isidore sem varð ástkona hans
og eins konar menningarlegur lærifað-
ir. Hún kynnti hann fyrir kenningum
Malcolm X og Elridge Cleaver.
Fela og hljómsveitin hans lentu í úti-
stöðum við útlendingaeftirlitið í
Bandaríkjunum og neyddust til að yf-
irgefa landið en áður náðu þeir að fara í
hljóðver og taka upp efni sem síðar var
gefið út sem 69 Los Angeles Sessions.
Hljómur sveitarinnar var breyttur og
þarna var að fæðast það sem Fela sjálf-
ur kallaði Afrobít, tónlistarstefna sem
blandar djassi og fönki saman við hefð-
bundna afríska tónlist með flóknum
samofnum ryþma og söngstíl þar sem
aðalsöngvari og bakraddir kallast á.
Kalkútta lýðveldið
Þegar Fela kom aftur til Lagos var hann
breyttur maður. Til þess að undirstrika
það lagði hann niður millinafn sitt,
Ransome, sem hann sagði vera þræla-
nafn en tók í staðinn upp nafnið
Anikulapo sem þýðir „Sá sem ber
dauðann í skjóðu sinni“.
Hann breytti nafninu á hljómsveit
sinni í Africa 70 og settist að ásamt
hljómsveit, fjölskyldu, dönsurum og
ýmsum áhangendum í stóru húsi, eins
konar kommúnu, þar sem hann var
einnig með upptökuaðstöðu. Þar stofn-
aði hann sitt eigið ríki, Kalkútta lýð-
veldið, og sagði sig úr lögum við níger-
íska ríkið.
Þá stofnaði hann klúbb sem var kall-
aður Helgidómurinn (The Shrine) þar
sem hann og félagar í Afrika 70 hófu að
spila reglulega auk þess að taka upp
efni og gefa út. Helgidómurinn var ekki
aðeins klúbbur, heldur eins konar
samkomustaður fyrir framsýna afríska
hugsuði þar sem áherslan var ekki á
ættbálka eða þjóðerni heldur samafr-
ískar hugsjónir og samstöðu.
Fela varð fljótt vinsæll í Nígeríu og
varð nokkurs konar hetja fátæks al-
múgans. Hann bar litla virðingu fyrir
yfirvöldum og í lögum sínum talaði
hann aldrei undir rós; þar var að finna
beinar árásir á spillingu, kúgun stjórn-
valda, arðrán erlendra stórfyrirtækja á
alþýðu landsins og menningarlega
heimsvaldastefnu Vesturlanda.
Ofsóttur af stjórnvöldum
Gagnrýni Fela Kuti á stjórnvöld ásamt
því hversu mikla óvirðingu hann sýndi
með stofnun fríríkis síns gerði að verk-
um að stjórnvöld litu á hann sem ógn.
Á blómaskeiði sínu frá 1970 til 1977
gaf Fela Kuti út tæplega 30 plötur og
þegar mest var gaf hann út sjö plötur á
ári. Lögin spanna frá 10 mínútum og
upp í klukkutíma, sem kom í veg fyrir
útvarpsspilun og að hann næði vin-
sældum í hinum vestræna heimi en
tónlistarmenn á borð við James Brown,
Ginger Baker, Stevie Wonder, Paul
Mcartney og Curtis Mayfield voru
miklir aðdáendur og flykktust til Níg-
eríu til að drekka í sig tónlistina.
Uppvakningar ráðast til atlögu
Árið 1977 gefur Fela út plötuna Zombie
sem varð hans vinsælasta og áhrifa-
mesta plata. Titillagið, sem byggist á
óstöðvandi grúvi, er harkaleg ádeila á
hermenn landsins, „heilalausa upp-
vakninga sem hafi enga sjálfstæða
hugsun og geri ekkert án skipana yf-
irmanna sinna. Lagið kom af stað
vakningu meðal kúgaðra íbúa landsins
sem leiddi til óeirða og mótmæla gegn
hermönnum á götum úti þegar fólk
hermdi eftir uppvakningum er það sá
til hermanna.
Stuttu seinna gerðu 1.000 hermenn
árás á Kalkútta kommúnuna eftir að
hafa lent í útistöðum við strák úr gengi
Fela. Þeir umkringdu húsið og réðust
svo inn og gengu í skrokk á íbúunum,
nauðguðu konum og köstuðu móður
Fela út um glugga á annarri hæð.
Hljóðfæri, upptökur og filmur voru
eyðilagðar og að lokum kveikt í hús-
inu. Fela var barinn þangað til hann
missti meðvitund og fangelsaður í
stuttan tíma. Þegar hann var laus úr
fangelsi fór hann í mál við ríkið en
„óháð“ rannsókn leiddi í ljós að það
hefði verið óþekktur hermaður sem
stóð fyrir aðförinni að húsi Fela. Um
þetta gerði hann lagið Unknown Sol-
dier.
Móðir hans lést nokkrum mánuðum
síðar af meiðslum sem hún hlaut í
árásinni og Fela fór með líkkistuna og
skildi hana eftir við herstöðvar Oluseg-
un Obasanjo sem var hæstráðandi í
landinu. Hann gerði um þetta lagið
Coffin for Head of State þar sem hann
réðst harkalega á Obasanjo. Það sama
gerði hann í laginu ITT International
Thief Thief, sem er gagnrýni á arðrán
vestrænna fyrirtækja á Afríkubúum og
spillta menn eins og Obasanjo sem láta
það viðgangast.
Svarti forsetinn
Eftir árásina á húsið fór Fela í sjálfskip-
aða útlegð til Ghana í ár og þegar hann
kom til baka nákvæmlega einu ári
eftir atburðina giftist hann 27 konum,
flestar voru dansarar hans og bak-
raddasöngkonur, í einni athöfn. Sama
ár er hann rekinn frá Ghana eftir að
óeirðir brjótast út þegar hann spilar
lag sitt Zombie á tónleikum í höf-
uðborginni Accra. Hann fer að tala
um sjálfan sig sem The Black Presi-
dent og hyggst bjóða sig fram til for-
seta þegar lýðveldið er endurvakið
1979 (til 1983) en framboði hans var
hafnað af tæknilegum ástæðum.
Hann lét það þó ekki stoppa sig og
stofnaði nýtt band, Egypt 80, og hélt
áfram að gefa út plötur og fór í tón-
leikaferðir til Evrópu. Hann var líka
farinn að kafa dýpra í Yoruba-trúna.
Þegar Fela var á leiðinni á tónleika-
ferðalag til Bandaríkjanna í september
1984 var hann handtekinn á flugvell-
inum og sakaður um gjaldeyrissmygl.
Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi en
sleppt eftir 20 mánuði er ný stjórn
hafði tekið við og Amnesty Int-
ernational barist fyrir lausn hans.
Dauðinn kemur upp úr skjóðunni
Eftir að Fela losnaði úr fangelsi hélt
hann áfram að gefa út plötur með
Egypt 80 og túra um Evrópu og
Bandaríkin og árið 1986 kom hann
fram á tónleikum til styrktar Am-
nesty International á Giants-
leikvanginum í New Jersey ásamt
Bono, Santana og fleirum. En í byrjun
tíunda áratugarins fór að líða lengra á
milli platna og að lokum hætti hann
alfarið að gefa út. Þetta má líklega
rekja til veikinda hans en hann þjáð-
ist af alnæmi þó að hann neitaði að
viðurkenna það eða leita lækn-
isaðstoðar vegna þess. 2. ágúst 1997
komst dauðinn upp úr skjóðu Fela og
hafði sigur á honum. Meira en milljón
manns syrgðu þegar hann var borinn
til grafar í Lagos. Fela Kuti var tón-
listarmaður, byltingarsinni og frum-
kvöðull. Hann var talsmaður hinna
undirokuðu, fátæku og kúguðu í
heimalandi sínu og arfleið hans og
íkonísk staða í Nígeríu á sér aðeins
fordæmi í arfleið Bob Marley á Ja-
maíka.
Fela Kuti bar litla virðingu fyrir yfirvöldum og í lögum sínum talaði hann aldrei undir rós.
Sá sem ber
dauðann í
skjóðu
sinni
Eftir tónleika trommarans Tony Allen
ásamt Stórsveit Samma í Hörpunni
fyrir skemmstu er ekki úr vegi að rifja
upp litskrúðugan feril Fela Kuti, sem
var upphafsmaður afróbítsins.
Davíð Roach Gunnarsson