Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 11

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Monitor Lily Allen sló í gegn sem söngkona en gaf út yfirlýsingu á síðasta ári þess efnis að hún væri hætt í tónlistarbransanum. Hún sagði tekjumöguleika ekki vera næga í tónlistinni vegna ólöglegs niður- hals. Allen ákvað því að söðla um og sneri sér að tískubransanum. Viðráðanlegt verð Fyrir hálfu ári síðan stofnaði hún fataverslunina Lucy In Disguise sem hefur greinilega gengið vel því nú hefur Allen ásamt systur sinni, Sarah Owen, ákveðið að hanna fatalínu. Systurnar stofnuðu Lucy In Disguise til að bjóða upp á fallegar vörur á viðráðanlegu verði og mun það sama gilda fyrir fatalínuna sem mun saman- standa af 18 kjólum. Kjólarnir nefndir eftir frægum Nokkrar teikningar af kjólum úr línunni hafa nú þegar litið dags- ins ljós en kjólarnir verða fáanlegir í Lucy In Disguise og á vefsíðu búðarinnar í sumar. Innblásturinn er að sögn Allen hin smekklega Lucy sem ferðast um tímann og klæðist fallegum kjólum. Kjólarnir eru því í margskonar stílum frá hinum ýmsu tímabilum. Hver kjóll verður nefndur eftir frægri persónu eða frægum stað og ríkir mikil spenna fyrir nafngiftunum. Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN Systurnar Lily Allen og Sarah Owen hanna saman fatalínu fyrir búð sína, Lucy In Disguise. Lily Allen hannar kjóla

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.