Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 14
14 ef það yrði gerð mynd. Það er byrjað að skrifa og skemmtilegur hópur kemur að því. Það yrði virkilega gaman því mig hefur alltaf langað til að búa til bíómynd. Hvert er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér á ferlinum? Mér fannst ótrúlega gaman að gera Atvinnu- mennirnir okkar. Það voru algjör forréttindi að fá að gera svoleiðis þátt og fá að fara heim til allra þessara manna sem maður hefur litið upp til. Ég hugsa að ég sé stoltastur af þeim þáttum sem er athyglisvert því þar var lítið um fíflaskap og meira um sjónvarp. En það sem stendur upp úr er eiginlega bara að hafa fengið að vinna við að fíflast með sínum bestu vinum og fengið laun fyrir. Það eru forréttindi. Á það kannski betur við þig að gera efni þar sem fíflagangur er ekki aðalatriðið, eins og að leika? Já, ég hef mikinn áhuga á því að gera meira af því að leika og eins að gera sjónvarpsefni þar sem fíflagangur er ekki aðalatriðið. Ég veit alveg að Sveppi og Pétur Jóhann eru mun fyndnari en ég. Mér finnst alltaf jafn- skrýtið þegar einhver segir við mig að þeir séu það vegna þess að það er bara staðreynd, þeir eru miklu fyndnari. Ég hef komið öðruvísi að þættinum. Ég tel sjálfan mig góðan í því að vita hvað er fyndið og hvað virkar, en það hefur ekkert alltaf verið mitt hlutverk að vera fyndinn. Ef þú ert skemmtilegur í sjónvarpi er kannski léttara fyrir þig að taka verkefni á borð við til dæmis Atvinnumennina okkar og einhver alvarlegri án þess að þú þurfir að láta alla grenja úr hlátri. Þegar kemur að gríninu hjá okkur Sveppa þá hef ég oft litið á mig sem eins konar Scottie Pippen. Jordan hefði ekki unnið þessa sex titla hefði hann ekki haft Pippen með sér. En vissulega var Jordan sterkari og vinsælli leikmaður. Menn þurfa að finna hvað þeir hafa og nýta sér það. Ef þér byðist að verða forseti Íslands eitt kjörtímabil gegn því að drekka átta Burn-drykki á dag, myndir þú taka því? Allan daginn. Það er fyndið að maður lærir með tímanum að maður þarf að vera góður við kostandann sinn. Við Sveppi vorum skelfilegir fyrst, þá vorum við svo miklir töffarar og nenntum ekki að pæla neitt í kostandanum. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta sá sem borgar launin þín, þannig að maður þarf að vera góður við hann. Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr, Simmi og Jói, Auddi og Sveppi. Hver er besti dúettinn og hver er versti dúettinn? Jón Gnarr og Sigurjón eru tvímælalaust fyndnastir og Simmi og Jói eru duglegastir. Við Sveppi erum bara saman félagarnir eitthvað (hlær). Monitor FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Ég gerðist því miður svo ljótur að leggja annan strák í einelti þegar ég var yngri. Ég hef alltaf séð eftir því og hringdi í hann fyrir fimm árum og bað hann innilegrar afsökunar, sem hann kunni að meta. Þykki Special Egill Gillz Einarsson fékk að semja nokkrar spurningar fyrir félaga sinn Audda.* Líður þér best þegar þú ert með vel áfengan drykk og þú ert að þamba hann? Mér líður best í góðra vina hópi, eins og til dæmis á spilakvöldum, en viðurkenni að ég hata ekkert að hafa bjór við hönd. Ertu spilafíkill og alkóhólisti þegar þú ferð til útlanda? Nei. Ég er blautari en hérna heima og hata ekki að kíkja í póker, en þetta er fullhart orðað hjá Agli. Ef það væri hægt að veðja á tvær rottur í kapphlaupi á Íslandi, myndirðu veðja á þær? Ef ég fengi góðar líkur. Núna varstu mjór en samt feitur fyrir nokkrum árum. Í dag ertu hins vegar ekki ólíkur Jason Statham, sæmilega kjötaður og tekur 120 í bekk. Myndirðu segja að það væri bara Þykka að þakka eða var það breyttur lífsstíll? Egill má eiga það að hann á stóran þátt í að ég nennti að fara að æfa. Ég lít nú ekkert út eins og Jason Statham, en er vissulega í betra formi og hann á smá þátt í því. Myndirðu éta pung fyrir að fá hár aftur? Allan daginn. Samt ekki allan daginn. Ég myndi gera það einu sinni. Myndirðu setja tunguna á þér á punginn á Sveppa í 10 sekúndur ef þú fengir þykkt dökkt hár fyrir það? Já. Er það rétt að þú kaupir það mikið af höttum í útlöndum að þú sért alltaf með hattapoka og hann er heilagari en allt, enginn má snerta hattapokann? (Skellihlær) Ég kaupi oft hatta og er stundum með hattapoka, eins asnalegt og það er að segja frá því, en hann er ekki heilagur. Er það rétt að þú sért með mynd af Þykka berum að ofan heima hjá þér uppi á vegg? Það er rétt að hann gaf mér mynd af sér berum að ofan með kokteil í jólagjöf. En hún er inni í vaskahúsi, hún hangir ekki frammi. Er það rétt að þú komst að Írisi, kærustunni þinni, einn daginn þar sem hún var að taka handhristing yfir þeirri mynd? Aldrei í lífinu. Það er eitthvað að honum! *Egill, Auddi og Mon- itor hvetja ekki til eineltis þótt þessar spurningar kunni að gefa annað til kynna.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.