Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 „Ég hef sungið mikið frá því að ég var svona tíu ára gamall,“ segir Dagur Sigurðsson, sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna í ár. Keppnin fór fram um helgina og tók Dagur lagið Helter Skelter sem Bítlarnir gerðu frægt um árið. Hann öskraði eins og vanasti rokkari í gegnum lagið sem þykir frekar erfitt viðureignar. „Ég hef ekki lært söng af neinu viti en hef farið í einhverja örlitla einka- kennslu,“ segir Dagur sem er engu að síður feiknagóður söngvari sem á framtíðina fyrir sér. „Mig langar til að læra söng og er búinn að reyna að komast inn í FÍH í þrjú ár en ekkert gengur,“ útskýrir Dagur og gerir grín að öllu saman. „Ég bara fæ ekki inngöngu,“ segir hann og hlær. Söngelskir bræður Dagur byrjaði söngferil sinn inni í herbergi með eldri bróður sínum en þeir voru duglegir við prófa sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. „Við bræðurnir vorum mikið að spila og syngja saman. Við vorum tímunum saman inni í herbergi að fikta eitthvað við að spila,“ segir Dagur og bendir á að bróðir hans sé líka fær söngvari. „Hann er mjög góður söngvari þó hann sé ekki búinn að fatta það ennþá,“ útskýrir Dagur sem vonar að þeir bræðurnir geti jafnvel gert eitthvað saman í tónlistinni seinna. „Það væri algjör snilld.“ Ekki brjálaður sólógæi Þegar Dagur var 13 ára gamall byrjaði hann í hljóm- sveit og þá var ekki aftur snúið. „Þá fór ég að syngja eins og brjálæðingur og hef ekki hætt síðan,“ segir Dagur sem spilar einnig á gítar. „Ég er að mestu sjálflærður á gítar og er svona í meðallagi,“ segir hann hógvær. „Ég er allavega ekki þessi brjálaði sólógæi,“ segir Dagur sem stefnir á að starfa í tónlistargeir- anum í framtíðinni og er strax byrjaður að semja eigin lög. „Ég hef samið nokkur lög en enginn hefur heyrt þau ennþá,“ útskýrir Dagur. „Þetta hefur verið bara fyrir sjálfan mig,“ segir Dagur en bendir á að lögin þurfi kannski að fara að líta dagsins ljós bráðlega. „Ég hef ekki þorað að taka þetta neitt lengra en nú er algjörlega kominn tími á það.“ Dagur segir textagerðina þó ganga heldur brösulega hjá sér. „Ég hef samið einhverja texta en er eitthvað tregur í textagerðinni,“ útskýrir hann hlæjandi og bendir á að lagasmíðarnar liggi betur fyrir honum. „Lögin koma bara eins og ekkert sé.“ Besti söngvarinn á Músíktilraunum 2008 Árið 2008 tók Dagur þátt í Músík- tilraunum og fékk þann heiður að vera valinn besti söngvari keppninnar það árið. „Þetta var sama ár og Agent Fresco vann,“ bendir Dagur á og bætir við að hann sé yfir sig ánægður að hafa verið valinn besti söngvarinn þegar samkeppnin var svo hörð. „Arnór söngvari í Agent Fresco er stórkostlegur svo ég er mjög stoltur að hafa verið valinn fram yfir hann,“ segir Dagur sem tók einnig þátt í Söngkeppni framhaldskólanna árið 2008, þá fyrir hönd Fjölbrautaskólans við Ármúla. „Þá tók ég þátt með lagið We All Die Young og lenti í þriðja sæti,“ segir Dagur sem var á sínu öðru ári í FÁ á þessum tíma en skipti seinna yfir í Tækniskólann. Félagslífið tók sinn toll „Á sínum tíma ákvað ég að fara í FÁ til að komast á upplýsinga- og fjölmiðlabrautina þar en strax á fyrsta árinu mínu var hún lögð af,“ útskýrir Dagur sem ákvað þó að halda áfram í skólanum um sinn. „Ég hellti mér út í félagslífið og lét námið kannski sitja of mikið á hakanum eins og vill svo oft gerast,“ útskýrir Dagur sem var formaður Nemendafélags FÁ um tíma er hann gekk í skólann. „Á endanum langaði mig til að fara að sinna náminu almennilega og skipti þá yfir í Tækniskólann sem býður einmitt upp á upplýsinga- og fjölmiðlabraut,“ segir hann ánægður með námið í Tækniskólanum. „Námið er frábært og það eru allar gerðir af fólki í skólanum svo allir geta fundið sér einhvern sem þeim líkar vel við,“ útskýrir hann og bætir við að hann kunni virkilega vel við sig í nýja náminu. „Þetta er grunnnám sem er undirbúningur fyrir framhaldsnám sem nefnist grafísk miðlun og er mjög spennandi,“ segir Dagur sem lætur þó tónlistardrauminn ganga fyrir. „Mig langar að sjá hvert ég kemst í þeim geira.“ Leynileg hljómsveit í bígerð Dagur er mögulega að byrja í nýrri hljómsveit á næst- unni en vill lítið gefa upp um verkefnið að svo stöddu. „Ég er kannski að fara að byrja í hljómsveit en umræð- urnar eru á viðkvæmu stigi,“ útskýrir hann leyndar- dómsfullur. „Ég get ekki sagt mikið meira um það í bili,“ segir Dagur en viðurkennir þó að tónlist hljómsveitar- innar verði líklega blúsrokkuð. „Ég er mjög blúsrokkaður gæi svo tónlistin yrði líklega í þeim stíl,“ útskýrir Dagur sem sannaði sig svo sannarlega sem blúsrokkaður söngvari í Söngkeppninni síðustu helgi. „Maður þarf nú samt að koma með eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta svo það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir hann raunsær. blúsrokkaður Mjög gæiHinn tvítugi Dagur Sigurðsson sigraði Söng-keppni framhaldsskólanna síðustu helgi fyrir Tækniskólann með sinni eitursvölu blúsrödd. DAGUR Á 60 SEKÚNDUM Besti söngvari í heimi? Robert Plant. Uppáhaldshljóm- sveit? Led Zeppelin. Uppáhaldslag? Since I‘ve Been Loving You með Led Zeppelin. Besta plata allra tíma? The Wall með Pink Floyd hafði mjög mikil áhrif á mig. Versti söngvari í heimi? Billie Joe Armstrong í Green Day. Versta lag sem þú hefur heyrt? Friday með Rebecca Black. VAR LAGIÐ VITSKERT VERA TILEINKAÐ EINHVERJUM? TAKTAR À LA ROBERT PLANT DAGUR AÐ BLÚSROKKA SIG UPP MEÐ GÍTAR Í HÖND

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.