Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Það er ekki alltaf auðvelt að skilja merkingu lagatexta. Monitor tók saman nokkra sem hafa valdið miklum misskilningi í gegnum tíðina. Ástarlag eða pólitískur áróður? Material Girl Madonna Margir halda að lagið sem skaut Madonnu upp á stjörnuhimininn hafi verið sungið frá hennar innstu hjartarótum en poppdrottningin var í raun að gera grín að efnishyggju heimsins. Í viðtali við tónlist- artímaritið Rolling Stone árið 2009 sagði Madonna lögin Material Girl og Like A Virgin hafa verið sungin í mikilli kaldhæðni til að ögra heiminum. „Textinn fjallaði alls ekkert um mig,“ sagði söngdívan um smellina. „Veraldlegir hlutir skipta mig litlu máli og ég var svo sannarlega ekki hrein mey.“ Born In The USA Bruce Springsteen Það er kannski augljóst fyrir mörgum en þessi misskildi baráttusöngur Bandaríkjamanna er með þeim kaldhæðnari í mannkynssögunni. Margir Bandaríkjamenn syngja hástöfum er lagið er spilað fyrir hafna- boltaleiki og fyllast þjóðerniskennd án þess að hlusta almennilega á textann. Lagið var samið til að benda á neikvæð áhrif stríðsins í Víetnam á Bandaríkjamenn en viðlagið hljómar svo vel fyrir flestum að versin eiga til að gleymast. Bohemian Rhapsody Queen Oft hefur því verið haldið fram að hið stórmerkilega lag Queen segi frá baráttu söngvarans Freddie Mercury við alnæmi og dramatískur textinn um eftirsjá tákni erfiðleik- ana við að sætta sig við dauðann. Meðlimir sveitarinnar hafa ekki viljað tjá sig mikið um sanna merkingu textans en Mercury hafði látið hafa eftir sér að orðin væru samsuða af einhverju rugli sem rímaði og passaði vel við tónlistina. Mr. Tambour- ine Man Bob Dylan Ótalmargar kenningar hafa verið uppi um merkingu textans í lagi Dylans og yfirleitt hefur verið talið að lagið fjalli um ofskynjunarlyf og Mr. Tam- bourine Man sé þá eiturlyfjasali Dylans. Yfirbragð lagsins styður kenninguna vel og þykir um margt líkjast áhrifum eiturlyfja á borð við LSD en Dylan segist ekki hafa tekið slíkt fyrr en eftir að hann samdi lagið. Hann seg- ir lagið alls ekki vera um eitur- lyf heldur leitina að innblæstri og bendir á að fyrirmyndin að hinum fræga tambúrínumanni sé tónlistarmaðurinn Bruce Langhome sem lék á stóra tyrkneska tambúrínu í mörgum laga Dylans. Summer of ‘69 Bryan Adams Árið 1969 var Bryan Adams tíu ára gamall svo lagið hefur nákvæmlega ekkert að gera með ártalið. Textinn segir frá sumri þar sem hann var í hljómsveit, varð ástfanginn og lærði á gítar en Adams segir allt það vera bull í kringum merkingu lagsins. Talan 69 vísar nefnilega í kynlífsstell- ingu sem hann er mjög svo hrifinn af og lagið fjallar aðallega um að njóta ásta á sumrin, sama hvort það er árið 1969 eða 1999. Hotel California The Eagles Furðulegur textinn við þetta fræga lag hefur fengið ótalmargar túlkanir í gegnum árin. Ein er sú að lagið vísi í hótel sem stofnandi Djöflakirkjunnar, Anton La Vey, keypti en meðlimir sveitarinnar segja hana ranga. Lagið fjalli í raun um háan lifistandard sveitarinnar í Bandaríkjunum og Los Angeles. Lucy In The Sky With Diamonds The Beatles John Lennon hélt því staðfastlega fram alla tíð að lagið hafi verið samið í kringum mynd sem sonur hans teiknaði og hefði ekki að gera með ofskynjunarlyfið LSD þrátt fyrir að orðin Lucy, sky og diamonds myndi skammstöfun lyfsins. Textinn hljómar svo sannarlega eins og eitthvað sýrutripp en Lennon stóð fastur á sínu þrátt fyrir að hafa viðurkennt að margir aðrir textar Bítlanna hafi vissulega fjallað um eiturlyf og reynslu þeirra af slíku. Every Breath You Take The Police Ástfangin pör hafa löngum túlkað textann sem rómantískan ástaróð og lagið hefur verið leikið í brúð- kaupum um árabil. Sting hafði þó allt annað í huga og hefur sagt að lagið sé í raun mun óhuggulegra en fólk grunar. Hann skrifaði textann er hjónaband hans var í rúst og vildi tjá afbrýðisemi og þráhyggju sem helltist yfir hann á því tímabili. Hann segir textann eiga meira við eltihrelli en ástfangna menn. STING Á SÍNAR DÖKKU HLIÐAR HÓTELIÐ GÆTI VERIÐ HIMNARÍKI EÐA HELVÍTI ÞEIR HITTU LUCY IN THE SKY WITH DIAMONDS AF OG TIL MADONNA VEIT AÐ NEKT SELUR MERCURY SAGÐI TEXTANN VERA BULL OG VITLEYSU BRUCE GLOTTIR LÍKLEGA Í KAMPINN Á HAFNABOLTALEIKJUM ER HANN AÐ HUGSA UM KYNLÍFSSTELLINGAR? HVER VAR EIGINLEGA HERRA TAMBÚRÍNA?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.