Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor Pirates Of Silicon Valley (1999) Nördar elska þessa mynd, ekki síst fyrir þær sakir að hún fjallar um tölvunörda. Kvikmyndin segir frá upphafsmönnum Microsoft og Apple, þeim Bill Gates og Steve Jobs, á virkilega skemmtilegan hátt og baráttunni þeirra á milli. Star Trek: The Wrath Of Khan (1982) Auðvitað er það skylda hins almenna nörds að horfa á Star Trek. Þessi er í uppá- haldi hjá mörgum, einkum vegna þess að hinn upprunalegi Captain Kirk er í henni. Vísindaskáld- skapur í sinni hreinustu mynd, sem sagt mjög nördaleg kvikmynd. War Games (1983) Ungur maður brýtur sér leið inn í móðurtölvu banda- ríska hersins og heimurinn er á barmi þriðju heimsstyrj- aldar. Kvikmyndin er frábærlega fyndin sökum þess hve stutt þróun heimilistölva var komin á þessum tíma. Planet Of The Apes (1968) Upprunalegu kvikmyndirnar um apaplánetuna eru klassískar nördakvik- myndir og þá er ekki verið að tala um nýju útgáfuna með Mark Wahlberg í aðalhlut- verki. Ef vottur af nördi blundar í þér munt þú fíla þessar myndir í botn. Alien (1979) Geimverur, vélmenni, geimpl- ánetur, Sigourney Weaver í hörkustuði og Ridley Scott í leikstjórastólnum. Þessi nördablanda getur ekki klikkað. Pi (1998) Leikstjórinn Darren Aronofsky er þekkt- astur fyrir kvikmyndirnar Black Swan og Requiem For A Dream. Þessi flaug ekki eins hátt en myndin segir frá ofsóknarbrjáluðum stærðfræðingi sem leitar að leyninúmeri sem mun útskýra alheimsmynstrin er leynast í náttúrunni. Nörd! Office Space (1999) Kvikmyndin náði ekki miklum vinsældum á sínum tíma en hefur með tímanum orðið að költmynd nörda- samfélagsins. Nördið Peter Gibbons plottar gegn stórfyrirtækinu sínu og reynir að stela peningum af því með tölvuvírus. Frábær mynd sem allir sannir nördar og jafnvel fleiri verða að sjá. Star Wars (1977) Nördar halda því yfirleitt fram að fyrstu þrjár Star Wars myndirnar hafi verið frábærar en þær síðari algjört rusl. Mundu því að tala alltaf illa um seinni þrjár Star Wars í návist nörda. The Matrix (1999) Fyrsta myndin er sögð best og er jafnan talin vera mesta nördamynd sögunnar, ekki síst fyrir þær sakir að hún er næstum óskiljanleg. Lord Of The Rings (2001) Allir vita að Lord Of The Rings eru nördamyndir. Alvöru nördar lásu bækurnar fyrst, jafnvel nokkr- um sinnum, og fóru svo á kvikmyndirnar. Spaceballs (1987) Költgrínmynd nördanna er án efa Spaceballs sem gerir óspart grín að Star Wars kvikmynd- unum. Nördalegur húmor út í gegn. 2001: A Space Odyssey (1968) Virkilega erfið mynd til að skilja en kannski eru einhverjir nördar færir um það. Myndin er í hæsta gæðaflokki og því dáð og dýrkuð af nördum víðsvegar um heim. Sumar kvikmyndir verða að teljast nördalegri en aðrar. Monitor tók saman nokkrar sem flokkast undir svokallaðar nörda- myndir sem er á engan hátt fullkomnuð skilgreining eins og er. Ef þú hefur séð fleiri en sjö af eftirfarandi kvikmyndum telst þú svokallað nörd. Ef ekki er aldrei of seint að finna sitt innra nörd og leggjast yfir Matrix, Star Trek og Star Wars. Finndu þitt innra nörd Hristur og hrærður Tegund: Bílaleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: Sony Computer Dómar: Gamespot: 8,5 / IGN: 8 / Eurogamer: 8 Crysis 2 TÖ LV U L E I K U R Ein þekktasta sería bílaleikja á PlayStation 3 er hin hraða og has- arfulla Motorstorm-sería. Á dögunum kom út þriðji leikur seríunnar, Motorstorm Apocalypse. Hér detta leikmenn inn í hóp ofurhuga sem eru að keppa inni í stórborg. Eina vandamálið er að borgin er að hruni komin vegna kröftugra jarðskjálfta. Í Motorstorm Apocalypse er nokkuð skemmtilegur söguþráður sem fleytir mönnum í gegnum leikinn, en í honum fara leikmenn í hlut- verk þriggja ökuþóra sem þurfa að þeysast í gegnum hverja brautina á fætur annarri. Í byrjun eru einungis smáskjálftar í borginni, en þegar á líður þyngjast skjálftarnir og fara heilu skýjakljúfarnir að hrynja yfir leikmenn þegar hámarkinu er náð. Fullkomin partí- og netspilun Fyrir utan söguþráðinn er í leiknum fullkomin partí- og netspilun, en allt að fjórir geta spilað á sama skjánum (split-screen) og svo geta allt að 16 manns spilað í gegnum netið. Netspilun leiksins er mjög öflug og hafa framleiðendur hans tekið það besta úr spilun skotleikja á netinu og sett inn í bílaleikjaformið og virkar það mjög vel. Það eru fjölmargar gerðir farartækja í Motorstorm Apocalypse og eru þar á meðal mótorhjól, fjórhjól, buggybílar, rallíbílar, trukkar og margt fleira. Hver gerð er mismunandi í stýringu og hegðun og þurfa leikmenn að læra inn á kosti hvers farartækis. Adrenalínhlaðin upplifun Grafík leiksins er stórkostleg og hreinlega ótrúleg upplifun þegar heilu skýjakljúfarnir fara að hrynja yfir leikmenn og einnig hvernig brautirnar breytast hring eftir hring sökum jarðskjálftanna. Þeir sem eru með þrívíddarsjónvörp eru svo bænheyrðir þar sem leikurinn er einhver flottasti þrívíddarleikur sem komið hefur út á PlayStation 3. Hljóð og tónlist leiksins henta honum mjög vel, ekkert stórkostlegt, en þéttur taktur tónlistarinnar er viðeigandi þegar heilu byggingarnar eru að hrynja allt í kring. Eftir að hafa spilað Motorstorm Apocalypse er ég bæði hristur og hrærður, enda er hér á ferðinni adrenalínhlaðin upplifun sem er í senn einföld og fjölbreytt. Ólafur Þór Jóelsson

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.