Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gefur út sína fyrstu plötu, Wait for Fait, í næsta mánuði. „Wait for Fait er titillag plötunnar. Það fjallar um gæja sem er staddur í stórborg að bíða eftir ástinni sinni,“ segir Jón. Þótt hann neiti því að textinn sé saminn um eigin reynslu á hann ekki langt að sækja efnistökin. Jón bjó í Boston um þriggja ára skeið, þar sem hann stundaði hagfræðinám við Boston University. Hann kynntist kærustunni sinni 17 ára gamall, en þvertekur þó fyrir að lögin séu meira og minna samin um hana. „Þetta er ekki það væmið samband að ég sitji með gítarinn á rúmstokknum og syngi hana í svefn,“ segir hann og hlær. Upphaf tónlistarferils Jóns má rekja til unglingsára hans í Hafnarfirði þar sem hann var iðinn við að troða upp og taka þátt í hæfileikakeppnum. Síðar lá leiðin í Verzlunarskólann þar sem Jón fór með aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum skólans. Hann fór hins vegar fyrst að spila eigið efni á háskólaárum sínum í Boston „þar sem enginn vissi hver maður var og þar varð einhvern veginn nýtt upphaf,“ segir Jón. Jón gaf út sitt fyrsta lag hérlendis í febrúar í fyrra, en það var lagið Lately sem náði miklum vinsældum. Í kjölfarið fylgdu Kiss in the Morning, When You‘re Around og Sooner or Later. „Ameríkuskotið sálarp- opp“ Jóns virðist hafa hitt beint í mark hjá landanum. Þú ert ekki beint með þennan týpíska bakgrunn sem flestar poppstjörnur hafa, ert með BA-gráðu í hagfræði og starfaðir nokkur sumur á markaðsdeild Landsbankans áður en þú fórst á fullt í tónlistina. Var ætlunin upphaflega að fara í hefðbundna, vel launaða 9-5 vinnu? Ætli það hafi ekki verið planið svona framan af. Ef það væri ennþá góðæri þá hefði ég eflaust reynt að fullráða mig á markaðsdeildinni og væri núna að upphugsa einhverja sjúka herferð fyrir Námuna. Það reyndar heillar alveg ennþá en ég er feginn því að hafa ekki farið alveg augljósu leiðina og staldrað aðeins við og gefið því tækifæri að sinna af fullri alvöru því sem mér finnst skemmtilegast. Hvenær breyttist allt? Var einhver vendipunktur sem varð til þess að þú ákvaðst að fara á fullt í tónlistina? Þegar ég fór til Boston í háskólanám árið 2006. Maður var búinn að vera svolítið smeykur við að vera með sína eigin tónlist hérna á Íslandi, enda var maður ennþá ungur og óharðnaður. Það spilaði líka inn í að ég var enn að má af mér söngleikjastimp- ilinn síðan í Verzló. Svo kom ég til Boston þar sem enginn vissi hver maður var og þar varð einhvern veginn nýtt upphaf. Ég asnaðist til að spila þessi lög fyrir fólkið í kringum mig og þau voru bara „yeah, that‘s what‘s fucking up“. Þegar ég fann að fólkið úti var að fíla þetta hélt ég áfram að semja lög og spila. Þarna var ég reyndar það klikkaður að ég hélt að ég myndi bara vera í Boston og verða einhver hetja þar. Auðvitað var það ekki þannig, þetta voru bara einhverjir vinir í kringum mann. Ég myndi segja að annar vendipunktur hafi verið að Frikki bró drullaðist til að gefa út alltof vinsælt lag (Hlið við hlið). Þá hugsaði ég með mér: „Ég er eldri bróðir hans og það er ég sem var alltaf að semja lög, hvaða rugl er þetta? Ég kenndi honum á gítar!“ Þetta á ekki að hljóma svona biturt samt (hlær). En hann setti pressu á mig og mamma og pabbi voru bara: „Heyrðu, litli bróðir þinn er búinn að gefa út lag. Drullast þú til að gefa út lag, þú átt nóg af þessu.“ Þannig að vendipunktarnir eru Boston og Friðrik. Þetta var síðla árs 2009. Hvenær komstu heim frá Boston? Vorið 2009. Síðan fór ég með Kristjáni (Sturlu Bjarnasyni, hægri hönd Jóns í tónlistinni) út í tvo mánuði í reisu um Bandaríkin í október og nóvember. Á meðan ég var úti var Friðrik á þvílíkri uppleið með lagið sitt hérna heima. Hvað gerðist þegar þú komst heim úr Bandaríkjareisunni? Þá fór ég að hugsa um þetta á aðeins alvarlegri nótum. Aðallega vegna þess að það hafði gengið svo vel í Bandaríkjunum og ég hugsaði með mér að nú þyrfti ég að fara að gefa út lög og stefna á plötuútgáfu. Það var gott og hollt að fá viðbrögð frá Íslendingum. Ég man hvað það var ótrúlega gaman þegar ég og Kristján fögnuðum því fáránlega mikið þegar Lately var í 10. sæti á topp 30 lista Rásar 2 og svo 8 mánuðum seinna When You’re Around í 1. sæti á Bylgjunni. Öll þessi litlu skref eru mjög skemmtileg. Í september í fyrra héldum við mjög vel heppnaða tónleika í Risinu en það voru fyrstu tónleikarnir sem Prime (umboðsskrifstofa Jóns) skipulögðu. Tónleik- arnir gengu framar vonum og það mættu svo margir að það þurfti að hætta að hleypa fólki inn. Júlli (Júlíus Jóhannsson, umboðsmaður Jóns) æstist allur upp við þetta og hélt að hann væri kominn með einhvern undra tónlistarmann í hendurnar sem ætti bara milljónir aðdáenda á Íslandi svo hann fór strax í að plana gigg á Græna Hattinum á Akureyri. Þar mættu aftur á móti svona 25 manns. Það var frekar fyndið en kenndi manni um leið að það þarf þolinmæði í þessu öllu. Róm var ekki byggð á einum degi. Þú virðist eiga aðdáendur úr öllum hópum, unglingar, ömmur og afar og allir þar á milli. Er það rétt metið? Já, það er svolítið skemmtilegt. Fyrir svona fjórum mánuðum hefði ég sagt við þig að bara 40 ára og eldri væru að hlusta á þetta. En svo spilaði ég á Samfés og það gekk alveg fáránlega vel. Svo erum við Kristján búnir að vera duglegir að fara í menntaskólana að spila í hádegishléum og við höfum fengið mjög góð viðbrögð þar. En það er rétt sem þú segir, maður hefur séð alveg 65 ára konur klappandi og syngjandi við When You’re Around. Það er svona svipað „crowd“ og maður var að spila fyrir í fjölskylduboðum í gamla daga. Það hefur mótað mig (hlær). Lýstu tónlistinni þinni í setningu sem rúmast í Twitter-skilaboðum. Ameríkuskotið sálarpopp þar sem kassagítarinn er búinn að eignast marga góða vini sem eru til í gott grúv. Þú kemur fram með hljómsveit undir þínu nafni. Hvort er Jón Jónsson sólólistamaður eða hljómsveit? Frá upphafi hef ég hugsað þetta sem Jón Jónsson – söngvari og lagahöfundur. Ég er mikill aðdáandi margra slíkra, John Mayer, Jack Johnson, Gavin DeGraw og allra þessara gæja. Líka vegna þess að tónlistin verður fyrst til á kassagítar og í söng. Ég tala ekki um hljómsveitina John Mayer eða hljómsveitina Elton John, en það er vissulega staðreynd að þessir menn væru lítið án þeirra frábæru hljóðfæraleikara sem spila með þeim. Strákarnir sem spila með mér spila stóra rullu í þessu og Kristján er náttúrulega sérstaklega mikið með puttana í þessu. Ég hef verið duglegur við að gefa þeim það kredit sem þeir eiga skilið enda miklir hæfileikamenn og kannski er það þess vegna sem fólk hefur ruglast og haldið að Jón Jónsson sé hljómsveitarnafn. Á Þorláksmessu birtist frétt um að þú og allt bandið væri lagst í svínaflensu. Hvað var málið? Ég fékk símtal frá mbl.is en þar hafði einhver heyrt af veikindum í bandinu. Einn okkar hafði verið greindur með vott af svínaflensu og fékk eitthvað lyf. Það var í raun ekkert vesen nema hvað að frétta- maðurinn var tilbúinn að blása þetta aðeins upp og setti inn frétt undir fyrirsögninni: „Hljómsveitin með svínaflensu.“ Ég var létt ósáttur með þessa frétt enda kom hún sér ekkert alltof vel fyrir okkur svona rétt fyrir Þorláksmessugigg á Fabrikkunni. Ég held að enginn myndi njóta þess að borða hamborgarann sinn og hlusta á svínaflensuhljómsveit í leiðinni. Ég hringdi aftur í blaðamanninn og útskýrði að ástandið á okkur væri ekki svona alvarlegt. Hann lagaði hana og úr varð einhver mest óspennandi frétt í heimi: „Hljómsveitin með flensu.“ Margir sem heyra lögin þín eiga erfitt með að trúa því að þarna sé Íslendingur á ferð. Stefnir þú á að fara út með þetta? Þegar ég var ungur og vitlaus ætlaði ég að byrja á hinum endanum. Ætlaði bara að byrja í Boston og hélt að það væri nóg að spila þrisvar sinnum á einhverjum bar og þá myndi allt gerast. Núna er maður jarðbundnari og bara slakur á því hérna á Íslandi. Mér finnst krefjandi og skemmtilegt að vinna mér inn aðdáendur á Íslandi og reyna að sanna að þó maður sé poppari þá er alvara á bakvið þetta og að þetta er frá hjartanu. Sú krefjandi vinna er ennþá í gangi. Ég á eftir að gefa út plötuna og það verður kannski prófsteinninn í þessu öllu saman, að sjá hvaða viðbrögð hún fær. En ég neita því ekki að bara af því að ég á svo marga góða vini úti í Bandaríkjun- um þá langar mig að fara þangað og spila fyrir þá og vonast til þess að þetta spyrjist eitthvað út. Líka af því að ég er stoltur af því sem ég er að gera og vil að þau heyri að mér og bandinu hefur farið fram. Ég veit að þetta er dipló svar en það væri draumur í dós ef þetta gengi eftir. Gætir þú hugsað þér að flytja út og leggja allt í sölurnar við að reyna að meika það? Nei. Ég hef það svo fínt á Íslandi og á góða fjöl- skyldu, vini og kærustu sem er í námi. Maður þyrfti að rífa upp margar rætur til þess að fara. En ég meina ef það kæmi einhver gæi og bara: „I‘m telling you, I‘ll give you 100 million dollars if you get your ass over here...“ Er það setningin sem þú þarft að heyra? Það er setningin. Gæinn er frá Georgia. Þú ert bróðir Friðriks Dórs. Er þetta einhvers konar Jackson-fjölskylda? Já. Pabbi og mamma hleyptu okkur aldrei út. Við áttum bara að vera heima að æfa okkur. En þau hleyptu La Toyu út? Já, já. Nei, við vorum bara öll send í tónlistarskóla. Sem betur fer því annars væri ég á götunni í dag. Er ekkert aðeins of væmið að syngja fyrir gamlar frænkur í fjölskylduboðum? Það er mömmu að kenna. Hún var alltaf með eitthvað: „Jæja syngið þið núna.“ Svo lærði maður að humma það frá sér. Hvernig var að sjá litla bróður „meika það“ á undan þér? Engin afbrýðisemi? Nei, engin afbrýðisemi. Það er bara frábært hvað honum hefur gengið vel og ef eitthvað er hefur velgengni hans hjálpað mér. Ég hef alltaf vitað hvað Friðrik er hæfileikaríkur á þessu sviði. Hann hefur samið fullt af skemmtilegum lögum í gegnum tíðina og alltaf farið sínar eigin leiðir í tónlistinni, ekki endilega hermt eftir stóra bróður eins og margir gera. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert var að semja lag með honum fyrir plötuna hans og flytja það síðan á útgáfutónleikunum hans. Tónlist eins og Friðrik er að gera er miklu vinsælli í dag en tónlist eins og ég er að gera. Þú sérð að Rihanna er með einhverjar Maður hefur séð alveg 65 ára konur klapp- andi og syngjandi við When You’re Around. Það er svona svipað „crowd“ og maður var að spila fyrir í fjölskylduboð- um í gamla daga. Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Allan Sigurðsson allan@monitor.is HRAÐASPURNINGAR Hvað er það síðasta sem þú hugsar um áður en þú sofnar? Hvernig Jesú hafi liðið á krossinum. Ef þú yrðir að borða sömu máltíðina í einn mánuð, hvaða máltíð yrði fyrir valinu? Grjónagrautur og slátur. Með hverjum myndir þú helst vilja lokast í lyftu í klukkutíma? Frikka Dór. Hvert er uppáhaldsvopnið þitt? Allar gerðir eggvopna. Hvort myndir þú frekar sofa hjá Simma eða Jóa? Ég myndi fá þá til að tvímenna á mig. Hvaða tungumál myndir þú mest vilja geta talað reiprennandi? Frönsku eða spænsku. Myndi samt læra þýskuna til að skilja uppistandið hjá Mið-Íslandi. Hvaða persóna í kvikmynd eða sjónvarpsþætti myndir þú helst vilja vera? Múfasa í Lion King til að upplifa það að sænga hjá ljónynju. Við hvað ertu hræddastur? Elghestafaraldur. Eru álfar kannski menn? Já. Sönnun þess má finna í gömlu Þykkvabæjarauglýsingunum. Hvar er draumurinn? Á Rauðarárstíg 41. Eftir því sem ég eldist þá verða viðbrögð fólks skrýtnari þegar maður segir því að maður drekki ekki. Þá hugsa menn að maður hljóti að hafa hætt að drekka því maður hafi verið í einhverju veseni í fortíðinni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.