Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 stíllinn Leikkonan Eliza Dushku og Victoria‘s Secret fyrirsætan Selita Ebanks skarta hér sama metal kjólnum. Kjóllinn er ekki upp á marga fiska og lítur út fyrir að vera svolítið „cheap“. Kjóllinn fer líkamsbyggingu Ebanks mun betur enda svakalegur kroppur en Dushku má eiga það að hún valdi sér fallegri skó sem gera mikið fyrir minna spennandi kjól. Hins vegar sigrar Ebanks. Halle Berry og Abbie Cornish klæðast sama Calvin Klein kjólnum. Þrátt fyrir að þetta sé sami kjóllinn, þá lítur hann alls ekki út fyrir að vera það, þar sem þær stöllur eru mjög ólíkar í laginu. Berry hefði átt að fara í skóna hennar Cornish, þar sem að ökklabönd á skóm gera mann lágvaxnari og leggirnir fá ekki að njóta sín. Hvor ber pelsinn betur? Ashley Tisdale eða Kourtney Kardashian? Pelsinn sem Kardashi- an systirin skartar er einhvernveginn flottari en pelsinn hennar Tisdale, þrátt fyrir að hann sé alveg eins. Kourtney sigrar stríðið að þessu sinni, það er nefnilega eitthvað smart við að vera í skóm í stíl við pelsinn. Ashley er líka svolítið skinkuleg. Stórvinkonurnar Kelly Osbourne, sem er einmitt orðin grönn og glæsileg og Miley Cyrus, barnastjarnan sem er við það að tryllast úr kynþokkaþrá, eru hér í eins kjól. Kelly reynir að gera kjólinn eitthvað „emo“ með því að nota gaddabelti við hann en Miley gerir kjólinn bara sætari með fallegu hálsmeni og fallegum einföldum svörtum hælum. Stjörnustríð „Að dæma aðrar konur er slæmt fyrir sálina.“ - Kim Kardashian. Go Blonde! Ertu enn og aftur komin með dökka rót? Hérna er vandamálið leyst. Nýja undravaran frá John Frieda er sannkallað meist- araverk. GoBlonder er fyrir þær/þá sem vilja lýsa hárið smám saman á sem eðlileg- astan hátt. Stíllinn fékk að prufa þessa snilldarvöru og getur með sanni sagt að þetta virkar. Nú þegar er GoBlonder til í öllum verslunum sem selja John Frieda vörur, t.d. Hagkaup og Fjarðarkaup. „Ég býst við því að þetta eigi eftir að rokseljast og sérstaklega núna þar sem sumarið er vonandi að koma og við viljum öll vera ljósari og ferskari að sjá, sérstaklega undan vetri,“ segir Margrét Helgadóttir sölu- og markaðsstjóri hjá John Frieda umboðinu. En hvað ætli hárgreiðslustofurnar segi? „Ég tel að þær verði alls ekki glaðar þar sem mikið hefur dregist saman hjá þeim, en málið er að á þessum tímum eru rannsóknir og þróun fyrirtækja orðin svo mikil að það kemur að því að það komi vörur sem eru ódýrari og henti viðskiptavininum betur“. GoBlonder virkar þannig að spreyjað er í handklæðablautt hárið og síðan blásið með hárblásara, en efnið verður virkt með hita. Það er enginn vafi á að þú sérð mun á hárinu þínu eftir 3-5 skipti. Eitt af því mikilvægasta er þó að við- skiptavinir John Frieda viti að þetta er ekki fyrir brúnhærða þar sem varan lýsir hárið. 1Hún Gemma Ward er einaf þeim allra vinsælustu.Hún er frá Ástralíu en býrí New York og er fædd 3.nóvember árið 1987. Nú er Gemma hins vegar eitthvað að leita á leiklistarmiðin. „Ég spáði aldrei í því hvernig ég liti út, mér var alveg sama“ 2Freja Beha Erichsen erdönsk að uppruna. Húner fædd 18. október 1987og býr í New York. KarlLagerfeld elskar hana og hefur notað hana mikið í auglýsing- ar og fleira hjá sér. „Ég vildi óska þess að ég væri betri í að treysta fólki“ 3Natasha Polevshchikovaer sæt og seiðandi, fæddog uppalin í Rússlandi.Hún er fædd 12. júlí árið1985 og eins og flestar fyrirsætur, býr hún í New York. „Ég hlusta á rússneska poppmúsík“ 4Lara Stone er mjög eft-irsótt hollensk fyrirsæta.Hún er fædd 20. desem-ber 1983. Hún er líklegaþekktust fyrir sérstakt útlit sitt og svakalegt frekjuskarð, virkilega falleg. „Ef ég hefði agann til að vera súper mjó, myndi ég vera það. Ég hugsa um að fara í megrun, en svo fæ ég mér pizzu. Ég er kona, og allar konur langar að vera súper mjóar – því miður“ 5Breska fyrirsætan LilyDonaldson er sjóðandiheit. Hún er fædd 27.janúar árið 1988. Hún býrí London og hefur unnið mikið fyrir Alber Elbaz. „Já, að mörgu leyti líður mér eins og ég hef verið 21 árs í nokkur ár“ Stíllinn kíkti aðeins á þessar ungu og upprennandi fyrir- sætur sem eru með þeim vinsælustu um þessar mundir. Flottustu fyrirsæturnar GEMMA WARD FREJA BEHA ERICHSEN NATASHA POLEVSHCHIKOVA LARA STONE LILY DONALDSON

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.