Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 28.04.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinn Stíllinn heldur áfram að kíkja í fataskápinn hjá áhugaverðu fólki. Íslensk náttúra á stuttbuxunum Sýnir persónu- leikann í fötum Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er 20 ára hæfileikarík og hress hnáta. Hallfríður, betur þekkt sem Halla, getur leikið, sungið og allt mögulegt. Hún vinnur í Spúútnik og er með skemmtilegan og flottan fatasmekk og leyfði hún Stílnum að koma og kíkja á nokkrar fallegar flíkur. Hvað ertu að gera í lífinu? Þessa stundina er ég að njóta lífsins, nýkomin heim eftir þriggja mánaða ævintýri og leiklistarnámskeið í New York. Hvað er planið í sumar? Mikil útivera og ferðalög um Ísland svo það er eins gott að veðurguðirnir fari að haga sér. Mig langar mikið að kíkja á Skjaldborg, Lunga og kannski Eistnaflug. Ætla að geyma útlönd fram á haust, Ísland er svo gott á sumrin. Hvar verslar þú helst fötin þín? Þegar ég lít yfir fataskápinn minn er greinilegt að Spúútnik er uppá- halds, svo kemur Nostalgía og Kronkron fylgir fast á eftir. Listinn er þó mun lengri fyrir útlönd. Ilmvatnið þitt? Það heitir Scarlett frá Cacharel og er fullkomið. Ekki of ömmulegt né gelgjulegt, bara alveg mitt á milli. Hver finnst þér vera smart? Sá sem sýnir persónuleika sinn í fatavali og setur þau saman á smekklegan og skemmtilegan hátt. Langar mest af öllu að eignast Han Solo Andri Hrafn Unnarson er 21 árs góðmenni og dugnaðarforkur og býr í Reykjavík. Þessi ungi maður vinnur á Prikinu og veitinga- staðnum Horninu en þess á milli er hann að njóta. Sjálfur segist hann einn daginn ætla að fljúga úr hreiðrinu. Andri er alltaf töff klæddur og ákvað Stíllinn því að fá að skoða hvað honum væri kærast í fataskápnum sínum. Hvað er planið í sumar? Planið næsta sumar er að vinna, klæðast stuttbuxum og dansa. Hvar verslar þú helst fötin þín? Það er bara mjög misjafnt. Aðallega þar sem ég finn eitthvað skemmti- legt. Hvað er í ipodnum þínum þessa dagana? Aðallega Away from the Sea diskurinn eftir Yuksek. Annars er Rock Dust Light Star eftir Jamiroquai og nýi Reyk Veek mixdiskurinn mjög sexy stöff. Hver er statusinn þinn á facebook núna? „Það er eitthvað í vændum“. Hvað langar þig mest til að eignast af öllu í heiminum? The Millenium Falcon og Chewbacca (Han Solo má alveg fylgja með líka). Þá er ég í góðum málum. Besti bitinn í bænum? Skyndi- bitinn er klárlega Nonni. Annars er líka svakalega gott að komast í sushi á Sushibarnum eða kjötsúpu á Frú Berglaugu. Hvernig krakki varstu? Ég var virkilega hávaxinn. Stíllinn spjallaði við Hallfríði ÞóruTryggvadóttur og AndraHrafn Unnarson og fékkað skoða fallegar flíkur ífataskáp þeirra. Bæði ætlaþau að vera á Íslandi ísumar og njóta. Myndir/Sigurgeir SKYRTA: SPÚÚTNIK GOLLA: KORMÁKUR & SKJÖLDUR BUXUR: SAUTJÁN SKÓR: KRON GLERAUGU: AUGAÐ HVERSDAGS JAKKI: KRONKRON TREFILL: GYLLTI KÖTTURINN HÚFA: ROSKILDE 2008 SKYRTA: GÖTUMARKAÐUR Í NEW YORK BUXUR: ZARAMEN Á TENERIFE SKÓR: KRON ÚT Á LÍFIÐ SKYRTA: KRONKRON SMEKKBUXUR: KRONKRON HATTUR: K KÖBENHAVN SKÓR: FOOTLOCKER SÓLGLERAUGU: ÞÝFI ÚR 80’S FATASKÁP MÖMMU MINNAR. UPPÁHALDS HATTUR: SPÚÚTNIK KJÓLL: STINE GOYA SKÓR: KRON UPPÁHALDSKJÓLL: SPÚÚTNIK PILS: AMERICAN APPAREL BELTI: SPÚÚTNIK SKÓR: MARC BY MARC JACOBS ÚT Á LÍFIÐ BOLUR: SEARCH AND DESTROY SKART: SPÚÚTNIK OG NEW YORK BUXUR: AMERICAN APPAREL SKÓR: KRONKRON HVERSDAGS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.