Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 4
LÍNA LANG- NÆSTA Hvenær áttaðir þú þig á að þú vildir verða leikkona? Það var mjög s nemma, einhvern tímann þegar ég var að bulla lygasögur. Ef þú þarft nákvæman aldur þ á segi ég: Ég var sex og hálfs þegar ég byrjaði að leika og ég fílaði það. Þið í Nemendaleikhúsin u frumsýnduð verkið Á botninum síðasta föst udag. Hvernig voru viðbrögðin? Viðbrögðin v oru fín. Þetta er rosa langt verk en þegar lukk ast vel til þá er það mjö g þétt og skemmtilegt. Þý ðingin er eftir Megas svo sýningin inniheldur bæði skemmtilega hallærislega úrelta frasa og ógeðslega fyndnar og kjarnyrtar setningar. Þe tta er náttúrulega rúss- neskt, heví, félagslegt ra unsæisdrama en þetta e r kómískt um leið. Pabbi s agði: „Þetta var ágætt hj á ykkur en þið hefðuð má tt syngja meira.“ Hann pabbi, rafmagnstæknifr æðingurinn, hann elska r söngleiki. Hvernig persónur finnst þér skemmtilegast að leika? Mér finnst yfirleitt skemmtilegast að leika persónur sem taka sig m jög alvarlega en eru, að sama skapi, mjög bjána legar. Áttu þér eitthvað draum ahlutverk? Í augnablik- inu er Salka Valka draum ahlutverk. Lína Langs- okkur er líka draumahlu tverk og og ég krossa fingur og vona að leikhú sstjórarnir séu bara að bíða með það hlutverk f yrir mig (hlær). Sigurður Þór, bekkjarbróðir minn , getur leikið Níels. Svo ertu í uppistandinu líka. Ertu með einhver langtímaplön þar eða er það meira til gamans gert? Mig langar ótrúlega að taka uppistandið mjög alvarlega og gera þ að ógeðslega vel. En mig langar einnig að ge ra skólann vel og búa til öðruvísi leikhús líka. Fókusinn er því svolítið þar núna en svo veit ég ekki hvernig það verður eftir útskrift. Mig langar einhvern tímann að ger a eitthvað ótrúlega gott u ppistand. Er eitthvað uppistand se m er þér efst í huga? Já, þegar ég fór á fjölskyldu hátíð á Hvammstanga í sumar. Það gekk ágætl ega miðað við að allir voru að einbeita sér að þ ví að borða pulsur og hoppa í loftkastölum um miðjan dag og lítið að hlusta. Nema hvað að s vo fékk ég kvörtunarbré f um hvað brandararnir m ínir væru óviðeigandi og mannskemmandi fyrir b örnin. Það kom síðar í ljós að þau vildu ráða tr úð en héldu að þetta væ ri sambærilegt. Það getur verið ótrúlega skemmti- legt að fá kvörtunarbréf og sjá hvers fólk krefst af manni og gerir ráð fy rir að fá, það er oft mjög forvitnilegt. Hvað er það besta/sísta við að vera í Listahá- skóla Íslands? Það besta er félagsskapurinn en það sísta er skorturinn á húsnæði. Hvernig leggst lokaárið í þig? Maður er náttúrulega bú inn að stefna að þessu síðustu þrjú ár og það fe r skemmtilega af stað og ég held að það endi l íka í stakri snilld. Þá fáum við Jón Atla til að skrifa með okkur og Un a Þorleifs mun leikstýra. Þ að verður verk unnið up p frá okkur sjálfum og ég er alltaf hrifin af því sem maður fær að vinna sjál fur, fær að búa til alveg sjálfur. Svo erum við að fara að skrifa BA-ritgerð en þær eru voða stuttar hjá okkur. Við erum líka þekkt innan Háskól ans fyrir að vera með ömurlegar ritgerðir, end a erfitt að kryfja eitthva ð til mergjar í 50 orðum. jrj SAGA GARÐARS Fyrstu sex: 060887. Skólastig: 4. ár í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hárlitur í augnablikinu: Dökkbleikur fyrir hlutverkið í sýningunni. Uppáhaldslitur: Gulur í augnablikinu. Uppáhalds Disney-persóna: Simbi eða Múfasa, eiginlega Múfasa. Æskudraumur: Að komast á Ólympíuleikana. M yn d/ Sæ be rg NEMI ER NEFNDUR Saga Garðarsdóttir er á sínu síðasta ári sem leiklistar- nemi í Listaháskólanum og leikur þessa dagana í verkinu Á botninum ásam t bekkjarsystkinum sínum. SOKKUR 4 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.