Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Monitor Á haustin kemur sölukippur í tvennt; hjálpartæki ástar- lífsins og prjónanámskeið, en ástæðan er einföld. Með útgáfu Fifa-leikjanna ár hvert hverfa bændur af heimilum sínum og inn í heim knatt- spyrnunnar. En ef það er eitthvað í þessum heimi sem hægt er að stilla klukkuna sína eftir þá er það útgáfa Fifa-leikjanna, en þeir hafa vanið komur sínar á haustin allt frá árinu 1993. Í þessari nýjustu útgáfu leiksins hafa verið gerðar meira en 200 breytingar. Fyrsta sem maður tekur eftir í þessari nýju Fifa 12-útgáfu er að spilarar fá XP stig fyrir allt sem þeir gera, en þessi stig segja öðrum hversu góður þú ert og hjálpa þér einnig að styðja við þitt uppáhaldslið, en þitt lið fær XP punktana þína sem hækkar það á heimslista allra liða. Stærsta breytingin á Fifa í ár er svokölluð „impact engine“ en þessi grafíkvél er grunnurinn sem leikurinn keyrir á. Það sem gerir hana ólíka fyrri útgáfum er að nú eru allir árekstrar og samstuð leikmanna mun raunverulegri en áður. Þetta gerir það að verkum að spilarar lenda í fleiri óvæntum uppákomum sem gerir leikinn meira lifandi og ófyrirsjáanlegri. Önnur stór breyting í leiknum er varnarkerfið. Í fyrri útgáfum var nóg að halda inni tveimur tökkum til að verjast, en núna þurfa leikmenn að vanda sig betur og ýta á takkana á réttum tíma. Einnig er kominn takki sem gerir spilurum kleift að ýta við andstæðingunum með olnboganum og toga í öxl. Þetta gerir varnarvinnuna skemmtilegri og óútreiknanlegri. Aðrar breytingar eru meðal annars að leikmenn eru með hærri gervigreind en áður og bregðast því við á velli líkar því sem gerist í raunveruleikanum, meiðsli leikmanna eru í takt við brotin sem þeir lenda í og margt fleira. Netspilun leiksins hefur líka verið tekin í gegn og er hún mun fjölbreyttari en áður og inniheldur fleiri möguleika. Grafíkin í leiknum hefur verið fínpússuð og hefur aldrei litið betur út en nú. Hljóð og tónlist er til fyrirmyndar, en heyra má mismunandi köll áhorfenda eftir því á hvaða velli leikmenn eru staddir á og tónlistin inniheldur gott úrval nýrra og reyndari tónlistarmanna. Það er því hægt að lofa víbrandi gleði um allan heim í þessum besta fótboltaleik allra tíma. Ólafur Þór Jóelsson Víbrandi gleði TÖ LV U L E I K U R Það er alltaf notaleg tilfinning sem fylgir því aðkíkja í heimsókn til ömmu og afa. Þá er mis-jafnt hvort það sé vegna þeirra blíða viðmóts sem tekur alltaf á móti manni, lambalæranna sem amma eldar, frásagnanna hans afa eða einfaldlega vegna rólegu stemningarinnar sem heima hjá þeim ríkir. Þessi sérstaka stemningsamanstendur af ýmsu,þar á meðal útvarpinu. Heima hjá ömmu og afa er nefnilega gamla góða Gufan, Rás 1, oftar en ekki í gangi. Það er eitthvað við þessa útsendingu, yfirvegaða og skýra fréttalesturinn, klass- ísku tónlistina og ódauðlegu stefin sem leikin eru milli dagskrárliða, sem skapar þessa rólegu stemningu. Ástæðan fyrir að ég tengi Gufuna strax viðömmu og afa er einfaldlega vegna þessað ég heyri hvergi annars staðar í þessari útsendingu og sennilega á það sér mjög einfalda skýringu. Kynslóðin sem amma og afi tilheyra ólst upp við útvarpið sem helsta afþreyingar- miðilinn. Á þeirra æskuárum hlammaði fjölskyldan sér ekki á sófann til að horfa á sjónvarpið, félagarnir hittust ekki til að spila PlayStation og vinkonurnar hittust svo sannarlega ekki til að horfa á nýjasta þáttinn af Gossip Girl af flakkaranum. Í þá daga raðaði fólk sér í kringum útvarpstæki til að hlusta á hámenningarleg útvarpsleikrit eða fágaða viðtalsþætti. Sjálfur hlusta ég arfasjaldaná útvarp, einu skiptin semég kveiki á útvarpstæki er í bílnum. Með öðrum orðum sæki ég mér voða sjaldan afþreyingu í útvarpið en þrátt fyrir það hafa þættir eins og Tvíhöfði og Harmageddon, sem sennilega eru vinsælustu útvarpsþættirnir hjá minni kynslóð á síðustu árum, ekki farið framhjá mér. Þótt ég þykist ekki vera neinn áhugamaður um útvarp hef ég oft staðið mig að því að vera í hláturskasti yfir Tvíhöfða að gera símahrekk eða yfir því þegar Harmageddon-liðar fara yfir þjóðmál- in og allt er látið flakka. Rauði þráðurinn í báðum þessum þáttum voru eða eru fíflalæti og báðir voru þeir eða eru sprenghlægilegir. Þessi pistill er ekki til þess gerður að fussaog sveia yfir fíflalátum í útvarpi heldurfékk þetta mig til að hugsa um muninn á hámenningunni sem amma og afi hlusta á annars vegar og fíflalátunum sem ég og mínir skemmtum okkur yfir hins vegar. Mun það skyndilega gerast einn daginn þegar ég eldist að mér hætti að finnast fíflalætin fyndin og dagskrá Gufunnar fari að höfða til mín? Eða munu barnabörnin mín heyra menn gera símaöt og rífa kjaft í útvarpinu þegar þau kíkja í heimsókn til afa síns? Þróast smekkur minnar kynslóðar, ef hægt er að tala um slíkan, með henni eða eldist hann af henni? Eflaust er ógerlegt að spá fyrirum þróun mála í útvarpi og að samaskapi væri eflaust hægt að heimfæra þetta yfir á aðra miðla svo sem prentmiðla. Ég efast um að amma og afi hafi mikið verið að velta sér upp úr því hvort þessi stjörnu- lögfræðingur ætti barn með þessari eða ekki. Hvað útvarpið varðar gæti meira að segja farið svo að það einfaldlega deyi út með minni kynslóð, enda held ég að það sé afar sjaldgæft að fólk á mínum aldri velji útvarp fram yfir sjónvarpið, tölvuleik- ina eða internetið þegar kemur að því að drepa tímann, en það er einmitt hlutverk tímans að leiða þessa ráðgátu í ljós. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Drepur unga fólkið útvarpsstjörnuna? Tegund: Fótboltaleikur PEGI merking: 3+ Útgefandi: EA Sports Dómar: Gamespot 9 af 10 / IGN 9,5 af 10 / Eurogamer 9 af 10 Fifa 12 Allt að gerast - alla fimmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.