Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 3
FYRIR HÁRIÐ Nú þegar kólnar í veðri verður húðin oft á tíðum viðkvæmari og því á hársvörðurinn það til að verða þurr. Þá er gott að kaupa sér sterkt sjampó sem nota má einungis einu sinni í viku til að bæta hárleðrið. Einnig er gott að passa að fara aldrei út með blautt hárið. FYRIR EYRUN Þrátt fyrir að vera bara 15 ára er Ryan Beatty einkar hæfileikaríkur söngvari. Á YouTube má finna margar ábreiður frá honum en leikarinn Ashton Kutcher tístaði meðal annar myndbandi hans við lagið Waiting On the World to Change. Er hann næsti Justin Bieber? FYRIR BRAGÐLAUKANA Inni í glertengibyggingunni á Höfðatorgi er að finna „leynistað“ HaPP þar sem eru bara framreiddar gómsætar og hollar samlokur. Kjúklingur, mangó og hnetusósa er baneitruð samsetning í jákvæðum skilningi. Og ef þú ert heppinn þá er sonur Gísla Rúnars og Eddu Björgvins að afgreiða. Monitor mælir með Maggi Lú Til hamingju thorsarar med evropusætid !! Vel ad thessu komnir !!!! :) 25. september kl. 23:10 Oddur Snær breaking bad > allt annað sjónvarp 27. sept. kl. 23:57 Vikan á... Heiðar Aust- mann Þörfin hefur aldrei verið meiri en akkúrat núna að útrýma einelti. Hvet þig til að ganga til liðs við okkur og hjálpa til við að breiða út boðskapinn. Eineltisdagurinn er 1 nóvember 2011. 28. september kl. 10:57 Kristmundur Axel hver er á bíl og nennir útí skeifu? hehehh langar svo í nýja dvd spólu 26. september kl. 01:24 3FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Sögu Garðars dreymir um að leika Sölku-Völku eða Línu Langs- okk einn dag. Kæmist þú í 5.000 vina klúbbinn á Facebook með íslensku celebunum? Íslands- og bikar- meistarinn Kjartan Henry er góður í að skipta um bleyjur. 8 Stíllinn kennir þér að klæða þig eins og ofurskutlan úr O.C., Rachel Bilson. 18 Egill Ólafsson hefur ferðast 30 ár aftur í tímann með tímahylki nokkru. 12 Talandi um tilviljanir, er tilviljun að Björgvin Halldórsson, Einar Bárðarson og Hemmi Gunn eigi allir 4969 vini á Facebook? 4 fyrst&fremst „Við erum búin að æfa okkur í tvær vikur og þetta er klárlega erfiðasta rútínan hingað til. Undirbúningurinn hefur kostað blóð, svita og tár og ég er einmitt tognuð í augnablikinu þannig að ég er tæp fyrir helgina. En við ætlum að taka þetta á næsta stig,“ segir Linda Ósk en hún stofnaði dansflokkinn Rebel ásamt Helgu Ástu. „Við ætlum að koma og sýna hvað við getum. Ef við náum að sýna okkar besta þá held ég að við hljótum að ná að heilla dómnefndina. Vonandi. Við erum búin að setja markið mjög hátt og höfum legið yfir þáttum af So You Think You Can Dance, America‘s Best Dance Crew og svona.“ Prufurnar fyrir þáttinn fara fram um helgina í nýju Laugardalshöllinni og hefjast stund- víslega klukkan 8:00 á laugardagsmorguninn. Prufurnar eru opnar öllum eldri en 16 ára og geta einstaklingar, pör og hópar með allt að tíu meðlimum skráð sig til leiks og spreytt sig á hvaða danstegund sem er. Til mikils að vinna Verðlaunin fyrir sigurinn eru ekki af verri endanum eða ein milljón króna. „Ef við myndum vinna þessa milljón þá myndum við setja það beint í að byggja flokkinn upp. Við myndum fá okkur flottari búninga og búa til flottari myndbönd. Í stað þess að allir fari og kaupi sér flottar gallabuxur gerum við þetta fyrir hópinn í heild. Allir í flokknum eru miklir einstaklingar en við náum ótrúlega vel saman sem hópur. Framtíðarplanið núna er að byggja upp dansstúdíóið sem við vorum að opna. Viðtök- urnar við hópnum voru svo góðar í sumar að við ákváðum að gera eigið stúdíó. Við erum því búin að vera alveg sveitt við að setja upp spegla í Borgartúninu.“ Linda segir viðtökurnar við stúdíóinu hafa verið mjög góðar enda sé dansmenningin í stöðugri sókn hér á landi. „Þróunin á íslenskri dansmenningu er mjög jákvæð. Fleiri hafa fengið áhuga á dansi út af öllum þáttunum í sjónvarpinu. Úti í heimi er líka helmingur iðkenda karlkyns en hér hefur alltaf verið skortur á karladönsurum svo það er gam- an að sjá að íþróttin er að verða viðurkenndari hjá strákunum. Ég vona að sem flestir láti sjá sig í prufunum því þetta er mjög gott tækifæri fyrir alla dansara.“ jrj Um helgina fara fram prufur í Laugardalshöllinni fyrir nýja íslenska dans- þáttaröð, Dans, dans, dans. Dansflokkurinn Rebel, með Lindu Ósk í farar- broddi, ætlar ekki að láta sig vanta þar. 6 Uppreisn Á MYNDINA VANTAR UPPREISNARSEGGINA SVAVAR OG NANCY DANSFLOKK- URINN REBEL Stofnaður: 3. maí 2011 Meðlimir: Linda Ósk, Helga Ásta, Bjarmi Fan- nar, Olga Unnarsdóttir, Svavar Helgi, Arnar Orri, Nancy Pantazis og Steven Vu. Stílar: Street og hip hop en í raun bara það sem okkur dettur í hug. Mottó: Gerðu það sem þér sýnist. Vertu Rebel! MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Hræðilegar tilviljanir? Stundum veit ég ekki hvernig ég á að haga mér þegareitt stykki tilviljun skýtur upp kollinum. Yfirleitt hlær ég nú að þessu öllu saman en stundum liggur við að ég verði hræddur. Það fer jú eftir eðli tilviljananna. Ámánudaginn fór Monitor-flotinn á Saffran íhádeginu og á leiðinni hlustuðum við á hljómplötu hljómsveitarinnar 1860. Sjálfur pantaði ég mér Saffran- kjúkling og sódavatn og rétti afgreiðslustúlkunni kortið. „1860,“ sagði afgreiðslustúlkan og átti þá að sjálfsögðu við upphæðina sem ég skuldaði henni. Við gátum ekki annað en skellt upp úr því að tæpri mínútu áður höfðum við verið að hlusta á hljómsveitina kennda við sömu tölu. Svakaleg tilviljun en hjákátleg. Fyrir tveimur árum fór ég í Bandaríkjareisu meðKristjáni vini mínum og dvöldum við þá um langt skeið í New York og á einhverjum tímapunkti áskotn- aðist okkur einhver frímiði í líkamsræktina Chrunch. Nema hvað að á frímiðanum var alls kyns smátt letur með skilyrðum sem við ekki uppfylltum; við áttum ekki bandarísk skilríki og við vorum ekki að fara að skrifa undir tveggja mánaða samning við líkamsrækt- arstöðina í framhaldinu. Einhvern veginn tókst okkur samt að hagræða sannleikanum þannig að við fengum að mæta í ræktina í nokkur skipti án þess að borga. En Colin Sussman, starfsmaður Chrunch var farinn að sjá í gegnum okkur og fór að pressa allsvakalega á okkur að skrifa undir samning við stöðina. Á endanum hættum við að mæta því við vorum orðnir hálfhræddir við Colin. Íbyrjun þessa mánaðar skruppum við Kristján svoaftur til New York. Þá einmitt rifjuðum við upp hvað þetta hefði verið fyndið allt með hann Colin. Svo þegar við erum á heimleið og erum í biðröð við ör- yggishliðið sjáum við glitta í ansi kunnuglegt andlit, Colin Sussman var mættur í ferðagallanum sínum. Við hlógum frekar mikið án þess að láta hann þó sjá það og svo hélt hann sína leið. En þegar við erum svo að stíga um borð í Icelandair-vélina sjáum við umræddan Colin í makindum sínum frammi í Saga Business Class. Daglega fara rúmlega 350 flugvélar í loftið á JFK-flugvellinum en hann var að fara í akkúrat sömu vél og við. Þá fyrst fór hrollur um mig og ég hugsaði hvaða skilaboð þetta væru eiginlega. Kannski eitthvað æðra að segja mér að svíkja aldrei aftur út fría tíma í líkamsrækt. jrj Jói Kjartans To this day Wayne Rooney has made 222 appearances for Man Utd and scored 111 goals. 24. september kl. 23:03 í Laugardalshöll DANSANDI DÓMNEFND Mynd/Bragi Kort

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.