Monitor - 06.10.2011, Side 8

Monitor - 06.10.2011, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Hvernig upplifir þú Airwaves? Mér finnst hátíðin snilld eins og öllum öðrum Íslendingum, held ég. Þetta eru fimm dagar af djammi og hellingur af böndum, allir voða glaðir. Þetta er svolítið eins og jólin komi snemma, eða eitthvað álíka klisjukennt. Er einhver öðruvísi stemning yfir Airwaves-giggunum heldur en öðrum giggum niðri í miðbæ? Já, það vilja allir sanna sig geðveikt mikið á Airwaves af því að þarna er svo mikið af bransaliði og blaðamönnum svo ég held að það leggi allir miklu meira púður í Airwaves-giggin sín. Það sem mér finnst líka svo skemmtilegt er að það er alltaf svo mikið af fólki. Það getur verið erfitt að spila í fámenni. Svo er það bara spennan sem er í loftinu og gleðin. Í fyrra var skrifað í blaðið Telegraph að þið hefðuð sprengt þakið af Iðnó. Er þetta satt? Ekki bókstaflega en stemningin var allavega geðveik, þetta var ógeðslega gaman. Við vorum á Evróputúr fyrir þetta og fluginu okkar seinkaði alveg massíft svo við enduðum á að missa af sándtékkinu og brunuðum bara beint af flugvellinum á giggið. Við vorum sem sagt geðveikt spenntir og í hálfgerðu sjokki hugsa ég. Hvað hefur For a Minor Reflection fengist við á árinu? Við erum búnir að vera að ferðast slatta, fórum meðal annars til Kína, Bandaríkjanna og Evróputúr. Síðan vorum við að klára að taka upp smáskífu og hún kemur út seinna í þessum mánuði. Þið eruð nú á leið út til Los Angeles fyrir Airwaves. Vonist þið til að það verði seinkun á heimkomunni svo þið mætið beint af flugvellinum á giggið eins og í fyrra? Miðað við hvað það gekk vel í fyrra, eigum við þá ekki bara að segja það? elg Kjartan Holm gítarleikari í For a Minor Reflection sagði Monitor frá fimm daga Airwaves-djamminu. Beint úr flugi á Airwaves M yn d/ Kr is ti nn M yn d/ Kr is ti nn Óla fu rA rn al ds LA U 1 5. OK T Harpa Norðurljós kl.21:40 Fo ra M in or Re fle ct ion FÖS 14. OKT Listasafnið kl.21:00 Þú spilar í Norðurljósum í Hörpu á Airwaves. Það færi þér kannski ekki að spila á sveittum bar? Það getur myndast skemmtileg stemning þegar maður setur svona tónlist inn í umhverfi sem hún á ekki að vera í. Það er áhættusamt en sumir af mínum uppáhaldstónleikum hafa verið á skítugum börum. Fólk sest bara á gólfið og gerir barinn að tónleikasal. Friðrik Dór mun meðal annars spila lög sem hann hefur gert í samstarfi við þig. Er þetta þín leið til að fá útrás? Já, ég laumast í poppið inn á milli þegar ég fæ leið á því sem ég er að gera. Mér finnst gaman að gera tónlist þó það sé vinna mín þannig að fríið mitt er að gera aðra tónlist en ég geri vanalega. Hvernig gengur með „Living Room Songs“? Það gengur ótrúlega vel. Fyrsta lagið kom út á mánudaginn og það kemur út lag á dag út vikuna. Vefsíðuhönnuðurinn minn sagði mér að yfir 5.000 manns hefðu póstað þessu á Facebook-ið sitt, svo þetta dreifðist eins og einhver veira. Svo varstu að semja tónlist fyrir bíómynd, ekki satt? Ég gerði tónlist fyrir tvær bíómyndir á síðasta ári, Óróa og bandarísku Hollywood-myndina, Another Happy Day, sem kemur út í nóvember. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og það hentar mér mjög vel að semja tónlist við fyrirfram ákveðn- ar aðstæður. Svo ertu með tónleika í Hörpu 17. desember. Verður öllu til tjaldað? Ég flýg ljósamanninum mínum og öllu mínu starfsliði til landsins svo við getum gert þetta eins og við gerum það í útlöndum. Þú ert búinn að spila rúmlega 300 tónleika á síðustu þremur árum. Er það ekkert erfitt? Ég er vinnualki, vil ég meina. En þetta borgar sig allt saman þangað til ég enda einn einhvers staðar sem fjölskyldulaus vinnualki. jrj Að semja eitt lag á dag og tónlist fyrir Hollywood-mynd eru dæmi um það sem Ólafur Arnalds hefur aðhafst á síðustu misserum. Tónlistaralki ÞAÐ MYNDI HENTA ÞEIM VEL EF AIRWAVES FÆRI ENN FRAM Í FLUGSKÝLI ÓLAFUR HELDUR ÁFRAM AÐ SPILA ÞAR TIL HANN VERÐUR FJÖLSKYLDULAUS Skannaðu og sjáðu viðtal við Ólaf Arnalds Sjáðu Skannaðu og sjáðu viðtal við For a minor reflection Sjáðu

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.