Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Settu saman þína eigin dagskrá í appinu og deildu henni á Facebook. Svo færðu áminningu í símann korteri fyrir tónleikana. m.siminn.is/airwaves Náðu í Airwaves appið og upplifðu hátíðina með okkur E N N E M M / S ÍA / W O N W E I / N M 4 8 3 6 3 Monitor hitti nokkra Airwaves-aðdáendur og spjallaði við þá um hátíðina í ár, hverju þau eru spenntust fyrir og hvernig ætti að koma sér í Airwaves-gírinn. NJÓTIÐ AUGNABLIKSINS Hjalti Axel Yngvason Hvað hefur þú farið oft á Air- waves? Þrisvar sinnum. Hvað er eftirminnilegast? Klaxons í Listasafninu, Late of the Pier á Nasa, Jose Gonzales í Þjóðleikhú- skjallaranum þar sem ég óð upp á svið og tók í hendina á honum og þakkaði honum fyrir, Whitest Boy Alive og svo röðin á Ratatat sem ég gafst upp á og reyndi að klifra inn um gluggann á Nasa. Það tókst ekki. Hvað ætlar þú að sjá í ár? Af þeim erlendu er ég spenntastur fyrir Beach House, tUnE-yArDs, Elephant Stone, The Ghost Of A Saber Tooth Tiger, Young Galaxy og Leif Vollebekk en af þeim íslensku eru það Retro Stefson, Prins Póló, Klassart, Ojba Rasta, Hjaltalín, Lifun, Jón Jónsson og GusGus. Síðan er alltaf skemmtilegast að detta inn á eitthvað sem maður veit ekkert hvað er og komast að því að maður fílar það í botn. Hvernig kemur þú þér í Airwaves- gírinn? Að hlusta á einhverja tón- listarmenn sem ég hefði ábyggilega ekki heyrt um ef þeir væru ekki að koma á Airwaves. Heilræði fyrir Airwaves? Það er mjög mikilvægt að vera í góðum skóm sem þægilegt er að standa í lengi, síðan er lykilatriði að stilla drykkjunni í hóf fyrstu dagana og taka sér svo hið klassíska eftir-Airwaves frí á mánudeginum, yfirmanni þínum til mikillar gleði og undrunar. Margrét Björnsdóttir Hefur þú farið oft á Airwaves? Ég hef farið tvisvar sinnum áður. Hvað er eftirminnilegast? Ég verð að segja Chromeo árið 2007, á hápunkti hipsteratíma- bilsins míns. Mér fannst þeir alveg frábærir. En svo eru Of Montreal-tónleikarnir í Hafnar- húsinu ansi eftirminnilegir. Hvað ætlar þú að sjá í ár? Ég ætla að kíkja á stórvini mína í Lockerbie og Snorra Helgason. Ég verð að sjá Beach House og jafnvel Karkwa. Svo er ég rosa heit fyrir að sjá Mugison flytja Haglél diskinn. Annars á ekkert að vera að plana of mikið. Hverju ertu spenntust fyrir? Ég er svakalega spennt fyrir Beach House, John Grant, Dungen og HAM. En ég er líka mjög spennt fyrir að klæða mig upp, því Airwaves er ekki bara tónlistarhátíð fyrir mér. Þetta er svona semí eins og 5 dagar af áramótum. Á Airwaves er allur klæðnaður leyfilegur. Hvernig kemur þú þér í Airwaves-gírinn? Ég set á góða Airwaves-tónlist og dansa. Heilræði fyrir Airwaves? Ég myndi fara í hlýjum jakka því það getur verið algjört helvíti að bíða í röðunum eða bara vera búin að drekka nógu mikið. Og að sjálfsögðu að mæta tíman- lega á staðina. Sigurður Eggertsson Hefur þú farið oft á Airwaves? Ég hef farið á fimm hátíðir og stefni eins og óð fluga á þá sjöttu. Margir vina minna missa ekki úr hátíð og taka út veikindadaga á þessum tíma. Hvað er eftirminnilegast? Eftir- minnilegustu tónleikarnir voru þeir allra fyrstu í flugskýlinu. Þá var ég aðeins sautján ára og svindlaði mér inn á ljósrituðum miða og fannst ótrúleg upplifun í alla staði. Hvað ætlar þú að sjá í ár og fyrir hverju ertu spenntastur? Ég er þrælspenntur fyrir mörgum böndum í ár eins og Agent Fresco, Hljómsveitin Ég, Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar, Mugison, Valdimar og enn fleiri en ég kem fyrir hér. Það væri draumur að sjá öll þessi bönd koma fram, en stundum þarf að velja og hafna. GusGus kemur mér alltaf í Airwaves-gírinn, helst þó eldri lögin þeirra. Heilræði fyrir Airwaves? Heilræði fyrir þá er ætla sér á hátíð- ina er að gera smá heimavinnu, vita hvert maður ætlar sér og hvenær. Einnig er góð og hlý úlpa skilyrði því raðirnar geta verið geigvænlegar á vinsælustu atburðina. Úlpan verður þó að vera verðlaus í augum viðkomandi því henni þarf að henda af sér þegar inn er komið án þess að pæla í afdrifum hennar frekar. Einnig mæli ég eindregið með því að vera með bros á vör og ást í hjarta því þá skiptir í raun ekki máli hversu löng röðin er eða léleg böndin, maður fer alltaf sáttur heim. Þorkell Máni Pétursson Hvað hefur þú farið oft á Airwaves? Ég held ég hafi farið á meira en minna allar hátíðirnar síðan þetta byrjaði, þannig að þetta verður ellefta skiptið mitt núna í ár. Hvað er eftirminnilegast? Eftirminnilegustu tónleikarnir eru einna helst Ham, Mínus og 80th Matchbox b-line disaster. Þeir voru mjög eftirminnilegir og virkilega góðir. Hvað ætlar þú að sjá í ár? Ég er mjög spenntur fyrir kölskakvöldinu í Hörpu á mið- vikudag. Ég held að það sé mitt „line up“ nokkuð augljóslega. Það eru margir skemmtilegir tónlistarmenn sem koma þar fram. Hverju ertu spenntastur fyrir? Ég er mjög spenntur fyrir Glóbus og Rakvélunum. Síðan er ég líka virkilega spenntur að sjá böndin Zebra and Snake og 22-Pistepirrko, það verður gaman. Hvernig kemur þú þér í Airwaves-gírinn? Ég fæ mér bara tvöfaldan soja-latte og kemst í góðan Airwaves-gír við það. Heilræði fyrir Airwaves? Bara ekki halda að þú sért eitthvað merkilegur og farðu í röð. Þórhildur Þorkelsdóttir Hvað hefur þú farið oft á Airwaves? Ég hef farið þrisvar, árin 2007, 2008 og 2010. Hvað er eftirminnilegast? Mod- erat í Listasafninu í fyrra standa algjörlega upp úr. Svo má nefna Yelle, Chromeo, the Teenagers, CSS, Familjen, Vampire Weekend og Timber Timbre. Svo voru íslensku böndin Jungle Fiction, Retro Stefson og FM Belfast líka öll með klikkaða tónleika í fyrra. Hvað ætlar þú að sjá í ár? Því miður kemst maður aldrei yfir að sjá allt sem mann langar, en þá er „off venue“-dagskráin líka algjör snilld! Vonandi næ ég bara að sjá sem allra mest. Hverju ertu spenntust fyrir? Beach House hafa verið í miklu uppáhaldi síðustu ár svo ég er virkilega spennt að sjá þau loksins „live“. Annars er ég mega spennt fyrir TuNe YaRdS, Totally Enormous Extinct Dinosaurs, The Ghost Of A Saber Tooth Tiger, SBTRKT og svo verður forvitnilegt að sjá Sinéad O’Connor! Hvernig kemur þú þér í Airwaves- gírinn? Í mínum augum er Airwaves það allra skemmtilegasta sem gerist á Íslandi þannig ég þarf varla meira en hugsa út í það til að komast í gírinn. En annars er smá hefð hjá mér að tékka á böndunum sem eru að fara að spila á youtube og búa til Airwaves-playlista. Heilræði fyrir Airwaves? Ekki plana of mikið og njóttu augnabliksins. lh

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.