Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 97. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF KONUR ERU KONUM BESTAR Í MAROKKÓ MENNING SÖNGNEMAR LIFA SIG INN Í LIFUN 6 „MAÐUR verður aðeins og sjá til hvað eldfjallið gerir,“ sagði Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi á Önundarhorni undir Eyja- fjöllum, er hann var í gær spurður hvernig hann ætlaði að haga vorverkum á næstunni. Sigurður var að hreinsa leir og ösku úr skurðum við bæinn. Bændur einbeita sér að hreins- unarstarfi á meðan þeir fylgjast með hvernig gosið þróast. | 4 HREINSAR ÖSKU UNDIR ÖSKUSTRÓK FRÁ EYJAFJALLAJÖKLI Morgunblaðið/RAX Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ er engin leið að segja til um hversu langt gosið verður. Það eru engar leiðir færar í því,“ segir Páll Ein- arsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um mögulega þróun gossins í Eyjafjallajökli. Páll bendir á að gosið sé að einangrast frá vatnsgang- inum við gíginn og því séu líkur á að sprengivirknin minnki. Á hinn bóginn sé kvikan þess eðlis að ekki þurfi að koma til snerting við vatn til að sprengivirkni verði. Það þýðir að allt bendir til að nokkur gjóskumyndun haldi áfram en hversu mikil segir Páll óvissu um. Útlit fyrir hagstæðar vindáttir fram yfir helgi Tengiflugið flyst frá Glasgow til Keflavíkur í dag og sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Iceland- air, útlit fyrir að það versta væri afstaðið í bili. Vindur er orðinn norðaustlægari frá því um síðustu helgi og eru góðar líkur á að flug frá Keflavík verði nán- ast með eðlilegum hætti fram yfir helgi, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Inntur eftir mögulegri röskun á flugi fari svo að gjóskumyndun haldi áfram bendir Óli á að erfitt sé að spá um vindáttir langt fram í tímann. Á hinn bóginn sé aust- anátt algengasta vindáttin á Íslandi og kunni því að bera gjóskuna yfir Suðvesturland. Þá sé maí jafnan þurrviðra- samur og jákvæð áhrif regns því líklega minni en ella. Mikil óvissa um áhrifin á flugið  Gos gæti varað lengi  Tengiflugið aftur til Keflavíkur SKULDABRÉF á gamla Lands- bankann hafa hækkað mikið á síð- ustu mánuðum. Agnar Hansson, forstöðumaður hjá H.F. Verð- bréfum, segir hækkunina illskiljan- lega. Þó megi skýra áhuga þeirra sem kaupa slík bréf með því að við- komandi aðilar vænti þess að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómstólum. Einnig megi líta á skuldabréf á gamla Landsbankann sem gengisvörn. Krafa Trygging- arsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa í þrotabú Landsbankans hafi verið fest í krónum. Ef íslenska krónan veikist mikið munu endur- heimtur bankans verða mun meiri en sem nemur kröfu Tryggingar- sjóðsins og því meira til skiptanna fyrir aðra kröfuhafa. | 14 Skuldabréf á Landsbank- ann hugsanleg gengisvörn Færri komust inn í fríhöfnina á Akureyrarflugvelli en vildu eftir að þotum í millilandaflugi var beint þangað vegna gossins í Eyjafjallajökli. Sala var því ekki í samræmi við farþegatölur. Engu að síður er verslunin hálftóm eft- ir hverja vél. Um 3.500 manns fóru um flugstöðina frá fimmtu- degi þar til í gær. Fylla á hillurnar jafnóðum  Eldgosið í Eyjafjallajökli | 4 og 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.