Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 2

Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „DÓMSTÓLLINN lítur svo á að Vörður sé skyldaður til þátttöku í félagastarfsemi með því að greiða til félagsins. Þeir taka fyrir félaga- frelsisákvæðið í 11. grein mannréttindasátt- mála Evrópu og vísa jafnframt til 9. og 10. greinar sáttmálans sem fjalla um skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi,“ segir Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður um niðurstöðu Mannrétt- indadómstóls Evrópu í máli Varðar Ólafssonar húsasmíðameistara gegn ríkinu. Úrskurðurinn sætir miklum tíðindum Einar telur úrskurð dómstólsins sæta mikl- um tíðindum enda geti hann haft fordæmisgildi í málum af svipuðum toga í Evrópu. Málið snýst um þá kröfu Varðar að þeirri skyldu að greiða iðnaðar- málagjald til Samtaka iðn- aðarins (SI) verði hnekkt, en því var komið á með laga- setningu 1993 sem fól í sér að gjaldið yrði 0,08% af veltu félaga og einstaklinga. Forsaga málsins er sú að Gunnar Pétursson iðnaðar- maður fór með sambærilegt mál fyrir Hæstarétt gegn íslenska ríkinu en rétturinn úrskurðaði í desem- ber 1998 að gjaldtakan stríddi ekki gegn lögum um félagafrelsi, sjónarmið sem rétturinn ítrek- aði í máli Varðar. Úrskurður í máli Varðar féll í desember 2005 og skilaði Ólafur Börkur Þorvaldsson hæsta- réttardómari þá séráliti (sjá ramma) en hann var þá ósammála meirihlutanum. Dómstóllinn vísar ítrekað til sérálits Ólafs Barkar í rökstuðningi sínum, röksemdafærsla sem Einar telur afar athyglisverða. Líkist máli leigubílstjóra Þá rifjar Einar upp það sem líkt er með máli Varðar og úrskurði dómstólsins í máli Sigurðar Sigurjónssonar leigubílstjóra gegn ríkinu, þar sem tekið var undir þau rök að ekki væri hægt að skylda hann til aðildar að leigubílstjórafélag- inu Frama, í máli sem Jón Steinar Gunnlaugs- son, núverandi hæstaréttardómari, rak. Vörður leyndi ekki gleði sinni þegar blaða- maður bar niðurstöðuna undir hann. „Þetta er mjög ánægjulegur dagur. Þetta er það sem ég átti von á. Það er engu að síður óvænt að þetta skyldi loksins koma. Ég trúði ekki að ég væri skyldaður til að greiða í samtök sem ég væri ekki félagsmaður í.“ Hefur fordæmisgildi í Evrópu  Mannréttindadómstóll Evrópu telur innheimtu iðnaðarmálagjalds stríða gegn ákvæðum um félagafrelsi  Lögmaður telur að vísað verði í dóminn Vörður Ólafsson „OKKUR þykir sem mjög hafi skort á fagleg vinnubrögð við húsleitina og við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Samkeppniseftirlitinu hefur verið stefnt fyrir héraðsdóm af Símanum í kjölfar húsleitar í síðustu viku. Húsleitin var vegna farsímamarkaðarins og stöðunnar þar og kom í kjölfar athugasemda frá Nova. Rökin fyrir kæru Símans á hendur Samkeppniseftirlit- inu eru að starfsmenn Þekkingar hf. hafi annast afritun rafrænna gagna, til að mynda um viðskipti á upplýsinga- tæknimarkaði þar sem Þekking og Síminn eiga í sam- keppni. Samkeppnisyfirvöld segja kæruna ekki eiga við rök að styðjast og benda á að starfsmenn Þekkingar hafi verið á sínum snærum á vettvangi. Þá röksemdafærslu segir forstjóri Símans ekki standast. Skaðinn að hluta til skeður „Meðan á húsleitinni stóð fóru þessir aðilar án eftirlits um öll húsakynni Símans og voru klukkustundum saman að afrita gögn af tölvum. Það var ekki fyrr en undir lok aðgerða sem við áttuðum okkur á því hverjir þeir eru og hvar þeir starfa. Því er sú hætta nú fyrir hendi að keppi- nautar okkar séu með í höndunum trúnaðargögn, meðal annars samninga við viðskiptavini. Þá er þetta alvarlegt í ljósi þess að Þekking kærði Símann nýlega til Samkeppn- iseftirlitsins. Kæran gerði Þekkingu vanhæfa til þess að sinna þessu verkefni. Auðvitað má segja að skaðinn sé að hluta til skeður en við viljum að þessum gögnum verði eytt, eða að minnsta kosti verði það tryggt að Þekking- armenn hafi ekki aðgang að þeim,“ segir Sævar Freyr Þráinsson. sbs@mbl.is Vilja að gögnum Þekk- ingarmanna verði eytt Morgunblaðið/Sverrir Síminn Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir ótækt að starfsmenn keppinautar hafi annast húsleitina.  Síminn kærir Samkeppnis- eftirlit  Ekki fagleg vinna STÚLKURNAR tvær sem létust af sárum sínum eftir bílslys á Hafnargötu í Reykjanesbæ snemma laugardagsmorguns hétu Unnur Lilja Stefánsdóttir, fædd 25. ágúst 1991, og Lena Margrét Hin- riksdóttir, fædd 8. febrúar 1992. Fjögur ungmenni voru í bílnum, piltur og þrjár stúlkur. Pilturinn sem ók bílnum var útskrifaður af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á sunnudag en hann er grunaður um ölvun við akstur, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suður- nesjum, sem rannsakar slysið. Þriðju stúlkunni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítala. Hún er að sögn læknis þungt haldin. Stúlkurnar þrjár eiga allir ættir sínar að rekja í Garðinn. Stúlkurnar sem létust Lena Margrét Hinriksdóttir Unnur Lilja Stefánsdóttir Áhrif hrunsins á lífeyrissjóðina. Hver ber ábyrgð? Nánari upplýsingar á www.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna efna til fundar í Valhöll fimmtudaginn 29. apríl kl. 17.00. Frummælendur eru Pétur H. Blöndal alþingismaður og Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona.Pétur Blöndal Elínbjörg Magnúsdóttir Brot úr áliti Ólafs Barkar Þorvaldssonar hæstaréttardómara við úrskurð réttarins í máli Varðar bregða birtu á málsatvik. „Áfrýjandi er ekki samþykkur mark- miðum félagsins á ýmsum sviðum en hann telur, eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi, félagið vinna gegn sínum hagsmunum, og raunar einnig fjölmargra annarra innan iðnaðarins, sem einnig greiði iðnaðarmálagjald án þess að vera félagar í samtökunum […] Greiðsla fé- lagsgjalda til reksturs félags er að jafnaði ein af aðalskyldum félagsmanna í félögum þar sem slíkt gjald er áskilið. Áfrýjandi er félagi í meistarafélagi húsasmiða. Er hvorki hann né félag hans aðili að Sam- tökum iðnaðarins,“ sagði í álitinu en mál Varðar var dómtekið í júní 2005. Ósammála markmiðum SI „ÍSLAND hrundi af því að siðferðis- grunnurinn gliðnaði, samfélagið laskaðist þegar eigingirnin, sjálf- dæmishyggjan og upphafning ein- staklingsins var í öndvegi,“ sagði Karl Sigurbjörnsson biskup í yfir- litsræðu í gærkvöldi við setningu prestastefnu sem nú er haldin í Garðabæ. „Grunnstoðir samfélagsins gengu úr skorðum, löskuðust, ýms- ar hrundu. Og svo bifuðust kraftar náttúrunnar, eldur kom upp, vatns- flóðin dundu og askan og eimyrjan féllu yfir byggðirnar.“ Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til hjúskaparlaga sem verður rætt á lokadegi presta- stefnu. Segir biskup að verði frum- varpið að lögum sé einboðið að fara þá leið sem prestastefna hefur sam- þykkt en samkvæmt því verði í Handbók kirkjunnar gefnir val- kostir um tilhögun hjónavígslu eftir því hvort í hlut eiga karl og kona eða samkynja par. sbs@mbl.is Siðferði og samfélag í brennidepli við setningu prestastefnu í gærkvöldi Morgunblaðið/Kristinn Trú Prestar landsins fjölmenntu á prestastefnu í Garðabæ þar sem lagðar eru helstu línur um kristnihald í landinu. Upphafn- ingin var í öndvegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.